Stígandi - 01.04.1944, Page 40
118
GUNNAR í HÓLUM
STÍGANDI
Flutti Tómas þangað. Eignuðust þau Sigríður einn son, er Jón
hét.
Þegar Ingibjörg Gunnarsdóttir var orðin gjafvaxta, vildi fað-
ir hennar gifta hana manni, sem Kolbeinn hét og átti heima á
Stórahamri. Hann þótti vel gefinn og hagmæltur, en vínhneigð-
ur nokkuð. Mun Gunnari hafa þótt hann skemmtilegur félagi.
Sjálfur var hann ekki frábitinn víni. En þegar til Ingibjargar
kom, aftók hún með öllu að giftast Kolbeini. Þótti Gunnari það
illt vegna þess, að hann hafði gefið biðlinum vilyrði sitt. Þó lík-
aði honum enn verr, þegar hann komst að því, að hún hafði val-
ið sér annað mannsefni og að það var bernskuleikbróðir hennar,
Tómas, sonur Tómasar Egilssonar. Kvað hann, að þau ráð
skyldu aldrei takast með sínu samþykki. Ingibjörg mun hafa
verið skaplík föður sínum og ekki líkleg til undanlátsemi. Tók
hann það ráð að koma henni til vinafólks síns í Hvassafelli, und-
ir því yfirskyni, að hún lærði þar kvenlegar hannyrðir, vonaði,
að svo myndu „fyrnast ástir sem fundir“, því að ekki var líklegt,
að ferðir Tómasar yrðu jafnmargar að Hvassafelli og þær höfðu
áður verið að Hólum. Lét hann nú búa dóttur sína vel að heim-
an og fylgdi henni út á hlað, þegar hún fór. Ingibjörg sagði fátt
um þetta allt, en þegar hún reið úr hlaði leit hún til föður síns
og sagði allfastmælt: „Ég er nú á bak stigin, en ekki burt riðin,
faðir minn.“
Skömmu síðar vitnaðist það, að hún var barnshafandi. Var
hún þá flutt heim, lýsingum hraðað og búið til brúðkaups að
þeirra tíma sið. Gunnar var í þungu skapi þá daga. Brúðkaups-
daginn lá hann í rúminu og breiddi yfir höfuð sér allan daginn.
Skyggði þetta mikið á veizlugleðina. Var Gunnar venjulega
glaður og reifur í gestahópi, en þennan ósigur veitti honum
örðugt að sætta sig við. Ekki sá á hinni ungu brúði harm eða
eftirsjá, enda var hún þrekmikil kona.
Eftir veizluna kom upp bragur, sem Gunnar hafði kveðið
þennan dag. Var sumt í honum beiskjublandið. Ekki hefi ég
heyrt hann nema tvær eða þrjár vísur. Mig minnir, að hann
byrjaði svona:
Víst hefir langur verið hér
veizlu tilbúnaður.
Margur svangur mettast fer,
mikill gangur þetta er.