Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 45

Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 45
STÍGANDI BJÖRN SIGFÚSSON: „EF EG KYNNIÁ ÞVÍ SKIL Margar raddir eru nú uppi um það, að tungu vorri sé þessi árin sérstak- lega mikil hætta búin. Vafalaust er það ekki ofmælt, og raunar sannast mála, að henni er alltaf hætt á öllum tímum. Hins vegar er það ánægju- efni, hve margir virðast nú hafa áhuga á og löngun til að fræðast og hugsa um mál vort, spyrja, efast og leita. Ef til vill stendur tunga vor á mjög miklum tímamótum, en gróska málsins virðist enn óslævð, þótt málkennd margra sé mjög óviss. Stígandi birtir nú grein eftir Björn Sigfússon magister um þetta efni, og munu fleiri eftir fara, en vel yrði þegið, að fleiri legðu orð í belg, bæði lærðir og leikir. [— Ritstj.]. MANNGREINARÁLIT í MERKINGUM ORÐA. Ætla mætti, að heiti stétta, sem haldizt hafa lengi, héldust við með þeim óbreytt að merkingu. En á merkingum verða miklar sveiflur með hækkandi eða lækkandi gengi heitanna eða sjálfra stéttanna. Heitið bóndi hefur ætíð þýtt sama og nú, en virðing þess verið dálítið breytileg. Á 13.—16. öld létu helztu höfðingjar landsins, óvígðir, ávarpa sig bóndanafni, þótt goðar væru eða konungur gæfi þeim (eftir 1264) titilinn herra (aðalstitil) og sýslumannsvöld. Þannig var Eyfirðingagoðinn Sighvatur Sturlu- son nefndur bóndi í Sturlungu og eins Hrafn Oddsson, Björn bóndi Einarsson Jórsalafari og Björn bóndi hinn ríki Þorleifsson, er á Rifi féll 1467. Á siðskiptaöld má nefna valdamanninn Daða bónda í Snóksdal og lögmanninn Ara bónda, son Jóns biskups. En þessar sömu aldir er bóndanafninu sýnd æ meiri óvirðing í grannlöndunum, eftir því sem lénsaðlinum tekst að hneppa bændur í meiri og meiri ánauð. Bóndi þýðir þar kotungur, durg- ur (bóndadurgur), búkarl, fretkarl, þjösni, siðfágunarlaus múga- maður. Næg dæmi þessa eru í íslenzkum riddarasögum og er- lendum yfirstéttarreyfurum fyrr og síðar. í þýzku og fleiri mál- um eru peð í tafli kölluð bændur, því að svo lítið þótti varið í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.