Stígandi - 01.04.1944, Side 62

Stígandi - 01.04.1944, Side 62
140 SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN STÍGANDI austan Hegranessins, en með Vestur-Vötnunum var varið, þó að svo muni ekki hafa verið ætlazt til í fyrstu. Þurfti því enga brúar- verði. Hinsvegar voru engar girðingar, sem að gagni mættu koma við vörzluna, því að gaddavír var þá svo að segja óþekktur hér á landi. Eigi er mér kunnugt um erindisbréf varðmannanna eða hvort þeir fengu það nokkurt, en nokkrar reglur um fyrirkomulag vörzlunnar eru prentaðar í B-deild Stjórnartíðindanna frá 1904, bls. 98—100, og ef til vill víðar. Af þessurn 9 varðmönnum eru nú, eftir 40 ár, aðeins tveir á lífi. Eru það þeir Sigtryggur Friðfinnsson, þá bóndi að Giljum í Vesturdal, nú til iieimilis á Sauðárkróki, greindur maður og einkar fjölhæfur á meðan hann naut fullrar heilsu, og Hjdlmar Þorldksson, þá bóndi að Þorljótsstöðum í sömu sveit, nú í Ytri- Villingadal í Eyjafirði, heilráður maður, vel gefinn og vel met- inn. Höfðu þeir báðir vörzlu suður í óbyggðum, Sigtryggur á Keldudal, en Hjálmar í Pollum. Töldust þeir fyrir, hvor á sínu svæði, enda vel kunnugir þar. Þeir, sem dánir eru, voru þessir, og er þá röðinni haldið frá norðri til suðurs eins og varðsvæði þeirra voru: Gisli Gislason, mun lengst af liafa dvalið búlaus í Blönduhlíð, þar af allmörg ár lijá syni sínum, Kristjáni á Minni-Ökrum, dá- inn 1939, gætinn rnaður og árvakur, Sveinn Magnússon, fyrr bóndi að Stekkjarflötum, Stapa og víðar, en þá í Stokkhólma, dá- inn 1926, þrekmaður mikill, fáskiptinn og vel látinn, Daniel Sig- urðsson, bóndi og fyrrverandi póstur á Steinsstöðum, dáinn 1920, þjóðkunnur ferðamaður á sinni tíð (sjá Söguþætti landpóstanna), Guðmundur Ólafsson, bóndi að Tunguhálsi, dáinn 1908, skérpu- maður mikill og búhöldur hinn bezti, Tómas Pdlsson, bóndi og síðar sýslunefndarmaður, á Bústöðum, dáinn 1938 vel menntur maður og um langt skeið lielzti fyrirliði sinnar sveitar í flestum félagsmálum, Hjdlmar Pétursson, bóndi að Breið, félagi Sigtryggs á Keldudalsvarðstöðvum, dáinn í árslok 1907, greiðvikinn maður og vinsæll, og rómaður hestamaður, og loks Björn Jónasson, þá til heimilis í Vík í Borgarsveit, áður í Holtsmúla, félagi Hjálmars í Pollum, meinhægur maður, rólyndur og góður félagi. Hann mun hafa flutzt vestur í Húnavatnssýslu nokkru síðar, í bili a. m. k., og er mér ókunnugt um, hvenær hann dó, en sennilega hefir það verið nálægt 1920. — Björn var hinn eini varðmann-

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.