Stígandi - 01.04.1944, Side 65

Stígandi - 01.04.1944, Side 65
STÍGANDI SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN 143 eru þar háfjallahagar, brokkögur meðfranr tjörnum og starar- toppar, en þess á rnilli nrosaþembur og lágvaxinn flesjugróður. Sauðfénaður Dalamanna, og jafnvel stóðhross, sækir allmjög þangað suður þá líður á sumarið. Um venjulegan fótaferðatíma lögðum við af stað áleiðis til Polla, þar sem við skyldum setjast að. Eru þeir skanrmt suðaustur af Rústunum. En ferðin sóttist seint, því aðaurbleytur urðu á vegi okkar og klakahlaup hér og þar. Laust fyrir hádegi heyrðum við úr fjarlægð nokkurri árnið, sem við áttum ekki von á. Stefndum við á hljóðið og komum brátt að öskugráu jökulvatni, sem brun- aði þar áfram eftir gróðurlausum aurum og grýttum auðnum. Vissum við strax, að hér var Austari-Jökulsá á ferð, og vorum við því komnir afvega nokkuð. En áin rennur þarna efra í allmiklum sveigum, en nálgast Polla, er hún fer þar frant hjá. Við tókurn nú upp „kortið“ og sáum þá, að við höfðum tekið of vestlæga stefnu úr Rústunum, og vorum komnir suður á Vesturbug. Sner- um við nú við og fundum Polla fyrirhafnarlítið. Völdum við okkur þar hentugan tjaldstað og bjuggum um okkur sem bezt við gátum. Pollar er gróðurlendi, að líkri gerð og í örravatnarústum, á að gizka um 5 Q km. að stærð, umgirt melaöldum á flesta vegu, sem rnikið víðsýni er af. Sumarhagar eru Jrar góðir, en gróður var enn lítill þar og voru Jrví hestarnir órólegir fyrst í stað. Til jökuls rnunu vera fullir 15 kílómetrar sé ánni fylgt, og svipuð vegalengd á norðurtakmörk varðsvæðisins. Sé farið eftir beinni línu, er þetta allmikið styttra. í Pollurn sjást menjar mikillar umferðar frá fyrri tímum. Grasi gróna götuskorninga, 15 eða 16 samhliða mátti telja þar á einum stað. Hér lá Vatnahjallavegur um eða Eyfirðingavegur hinn forni, enda nefnist þetta og Eyfirðinga Pollar. Þarna hefir því vissulega margur gist á undan okkur Birni, því að sjálfkjörinn áningar- staður hefir verið þar. Okkur leizt vel á staðinn og fannst hann hlýlegur, eftir því sem um var að gera, er við höfðunr kynnzt honurn. Tveir svanir svifu Jrarna um nreð lágu kvaki og héldu sig í nánd við tjaldstað- inn fyrst í stað. Hlökkuðunr við til návistar þeirra framvegis og söknuðunr þeirra, er þeir hurfu. — Nokkrum dögum síðar fannst „dyngja" með 4 álftareggjunr í, örstutt frá tjaldinu. Þá skildunr við, lrvernig í þessu lá. Koma okkar lrafði svipt þessa sakleysingja lreimili sínu og hjartfólginni eign.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.