Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 68

Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 68
146 SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN STÍGANDI Þarna var sama leiðin farin dag eftir dag og mánuð eftir mánuð. Mundi sjálfsagt mörgum hafa þótt það leiðigjarnt starf. Og það verð ég að játa, að heimþráin gerði fljótt vart við sig hjá mér, enda þótt ég kynni ekki illa við starfið út af fyrir sig. Varð ég feginn, þegar Jressir dagar voru á enda. — En svo undarlega brá við, að ég var varla fyrr kominn heim en mig langaði upp eftir aftur. Það var eins og einveran og öræfakyrrðin, djúp og dulmögnuð, tog- aði mig til sín, eða fjallaloftið tært og tíbrárkennt. Ef til vill hefir og útsýnið átt sinn þátt í þessu. Það var bæði vítt og fagurt þarna. Til norðurs breiddu sig út heiðarnar suður af Skagafjarðardölum, grösugar og víða auðugar af lífi. Lengra í útvestri teygði liinn aldni ,,héraðsjöfur“, Mælifellshnjúkur kollinn upp yfir hálendið. Og enn norðar rnótaði fyrir Blönduhlíðarfjöllum og Tindastól. í suðaustri gnæfði Laugarfellshnjúkur liátt yfir grásvartar öldur Sprengisands, og lengra í Jrá átt takmarkast útsýnið af hjarnhett- um Tungnafellsjökuls með sínum stórskornu undirhlíðum, en vestar Jrar sáust fjallstindar á suðurlandsöræfum, sveipaðir blá- móðu fjarlægðarinnar. Lengra í austurátt bjarmaði af bláhvítum földum Vatnajökuls. En í suðri og suðvestri blasti við norður- rönd Hofsjökuls um óravegu, björt og síhækkandi, þar til mætt- ist hjarn og himinn. Á þessum glæsilega, víða vettvangi öræfanna, þar sem auðnin og Jrögnin ríkir, og ristir sínar rúnir í huga manna, verður lífið að hálfgerðu ævintýri. Að minnsta kosti er það svo, þegar ég lít til baka yfir þessa stuttu útivist mína þarna á unga aldri, að þá sé ég atburðina í sólbliki hugkærra minninga. Og Pollar er staður, sem löngum hefir dregið huga minn til sín síðar. Varðsvæði Jreirra tveggja rnanna, sem næstir voru að norðan, var að útliti öllu ólíkt því, sem hér hefir verið lýst. Austurdalur er víðast þröngur og stórskorinn, með háum, bröttum harnra- fjöllum á báðar hendur. Utsýni er Jrví ekkert Jrar, nema eftir dalnum. En fagurt er Jrar víða, skjólsælla og gróðurmeira en uppi á heiðunum. — Starf þessara varðmanna var öllu erfiðara en hinna, með Jrví að fjárþunginn var miklu meiri er norðar dró, og óhægt að koma kindum af sér upp úr Austurdal, en helzt skyldu þeir halda lionum sauðlausum vestan megin árinnar. Þó munu Jreir hafa leyft kindum, sem Jreir þekktu og hagvanar voru og hagspakar að vera Jiar. Ekki er annað vitað en að vörður Jressi tækist vel. Hafa minn- ugir og greinagóðir menn sagt mér, að aðeins 2 eða 3 kindur muni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.