Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 73

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 73
STÍGANDI NOKKUR ORNEFNI 151 Nafnið „Véskvíar“ er merkilegt á þessum stað, uppi á heiði. Engar sagnir hefi ég heyrt um tildrög þessa nafns, en hafi það fylgt staðnum aftan úr heiðni, er ekki fjarri að álykta, að þarna sé blótstaður Eyvindar við Gunnsteina. Þarna innar frá liggur hæsti hluti Flateyjardalsheiðar, frá Al- mannakambi til Króka. Þar skiptir vötnum og falla til Flateyjar- dals og Fnjóskadals. Hafi ónumið land legið milli landnáma Eyvindar og Þóris, sem frásögn Landnámu beinlínis virðist fela í sér, þá er varla að efa, að það var hæsti liluti Flateyjardalsheið- ar. — „Þar liggur Ódeila“ enn „á milli“ landnáms Eyvindar „ok landnáms Þóris snepils". Jökull. Sunnan við túnið á Jökulsá á Flateyjardal er hóll, sem heitir Jökull, liann er þar í meljaðri og lítur út sem hlaðinn væri upp í þrepum og endar í kollinn á einum hnaus. Sú sögn lifir um Flateyjardal, að maður sá, er fyrstur reisti bæ að Jökulsá, hafi heitið Jökull og sé hann heygður í hólnum. Milli hólsins og túnsins á Jökulsá rennur frernur lítil á og heitir Jökulsá; hún er bergvatn og því aldrei með jökullit. Bær- inn, áin og hóllinn hafa og eftir sögninni tekið nöfn eftir Jökli þeim, er fyrstur reisti bæinn. Oft hafa menn freistað þess að grafa í Jökulinn, en jafnan verið truflaðir við verkið. Var þá oftast, að þeir, sem að verkinu gengu, sáu Flateyjarkirkju standa í björtu báli; en í Flatey var kirkja til 1896, og sá til hennar frá hólnum. Þegar ég var innan við fermingu, var það eitt sinn, að við Þórð- ur heitinn bróðir minn, sem var nokkru yngri en ég, tókum okk- ur til og fórum að grafa í „Jökulinn". Ekki höfðum við lengi grafið, er óvenjulega sýn bar fyrir augu. Þá var ekki kirkja leng- ur í Flatey og til kirkjunnar á Brettingsstöðum sá ekki, svo að nú þurfti Jökull gamli nýs ráðs að neyta; og til að glepja okkur strákana þurfti engan voða. Það, sem truflaði okkur við gröftinn, var, að við sáum bát koma róandi innan úr Skjálfandaflóa, og var hann með dauðan hval í togi. Öll okkar athygli beindist nú að þessum stórviðburði og verkinu hætturn við. Þetta er síðasta tilraunin, sem gerð hefir verið til að raska ró Jökuls gamla og sýnir, að enn er honum sárt um hvílu sína, karl- sauðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.