Stígandi - 01.01.1949, Page 7

Stígandi - 01.01.1949, Page 7
Eg trúi á glögga og göíuga menn, sem greiði úr sérhverjum vanda. Eg vona, að augu þau opnist nú senn, sem enn eru lokuð. Og réttlætið hefjist þá handa. Það sanngirni beitir, en sveiflar ei geir, því sá er ei styrkurinn mesti. Og réttist vor hlutur, vér heimtum ei meir, því liægt er að spenna hvern boga svo hátt, að ’ann bresti. Og þá væri kastað með gáleysi á glæ því gengi, sem hækkar með árum. Ef framtíðarlandið vort sekkur í sæ, þá sitjum vér fátækir eftir með iðrunartárum. Eg treysti þér, óspillta íslenzka sál, og arfgengum hugsjónum þínum, að vinnir þú sigur, svo verði ei tál sú von, sem er fólgin í fegurstu draumunum mínum. 5.-9. sept. 1948. STÍGANDI 5

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.