Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 43

Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 43
Breta og síðar frjálsra Frakka. Einn eftirminnilegasti kafli bók- arinnar þykir mér sá, er hann lýsir því, í fáum línum og að því er virðist með fullkomnu valdi á tilfinningum sínum, að á heimili hans í París var flest harla lítið breytt, þegar hann kom heim, nema skrifstofa hans — bókahillurnar voru tómar. Maurois var einn þeirra mörgu andans manna, sem Gestapo-sveitirnar þýzku kunnu illa við að færu frjálsir ferða sinna og leituðu þeir lians oftsinnis, bæði í húsinu, þar sem hann hafði búið, og á heimilum vina lians og tengdafólks — en vitanlega árangurslaust, þar sem hann var löngu horfinn úr landi. Einn góðan veðurdag létu svo þessir kumpánar greipar sópa um bókaskápa hans, sennilega í þeim tilgangi, að ef þessi fagurfræðagrúskari og bókabéus skyldi einhvern tíma snúa lieim, yrði heimkoman honum þó aldrei óblandin ánægja. Þeir munu hafa getið sér rétt til. Margt er skarplega athugað og spaklega sagt í þessari bók, eins og t. d.: „Því miður er engin leið að koma vitinu fyrir aðra en þá, sem eru sæmilega viti bornir,“ eða þá þetta gullkorn, sem hann liefir eftir Leonardo da Vinci: „Enginn einvaldi er voldugri en sá, er liefir stjórn á sjálfum sér.“ Dagbókum hættir að vonum til þess að verða slitróttar aflestrar, og þessi bók Maurois er engin undantekning. Eigi að síður er hún notalegur lestur og minnir rnjög óhjákvæmilega á sjálfsævisögu sama höfundar, sem ég las, líka á sjó, á „Esju“ milli Siglufjarðar og Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Hún var svo vinsæl rneðal ís- lendinga um þær mundir, að þrjá menn heyrði ég nafngreinda, er sætu við að þýða hana, hver í kapp við annan. Maurois liefir haldið eins konar dagbók mestan hluta ævinnar. Hann punktar niður hjá sér hvar hann fer, hverja hann hittir, smellin tilsvör, hugsanir, sem skýtur upp, en fara forgörðum, ef þær eru ekki skráðar, glefsur úr því, sem hann les, og þannig mætti lengi telja. Þetta mun vera ríflegur hluti þess liráefnis, er hann síðar vinnur úr bækur sínar og fyrirlestra, en hann er með af- brigðum góður fyrirlesari. Ég var svo heppinn að heyra hann flytja erindi, meðan ég dvaldi í New York, en ekki verður það rakið hér. Á hinn bóginn get ég ekki neitað mér um að minnast á dálítið, sem skaut upp í hugann, meðan ég hlustaði á fyrirlest- urinn. Maurois gat þess í upphafi máls síns, að hann væri nýkom- inn frá meginlandi Evrópu með viðkomu í Bretlandseyjum og Islandi. Sennilega hefir flugvél hans aðeins sezt á íslenzkan flug- völl skamma stund, en þetta vakti undir eins hjá mér spurning- STÍGANDI 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.