Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 71

Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 71
« y undir hituð skilningi og saraúð. Orðfær- ið er yfirlætislaust, en nákvæmt og auð- ugt. Hér er á ferð óvenjugóður og skeramtilegur rithöfundur, og er til- hlökkunarefni að fá fleiri þætti frá hans hendi. Skrifað og skrafað. Sigurður Þórarinsson: Skrifað og skrafað. Helgafell. Eg ltafði gerf mér mjög miklar vonir um ánægju af lestri þessarar bókar, áður en ég fékk hana í hendur — þrátt fyrir nafn hennar. Höfund hennar hafði ég áður þekkt að tvennu og hvoru'tveggja ágætu. Eg hafði fyrst lesið doktorsritgerð hans, Tefrokronologiska studier pá Is- land, og fundizt þá, sem þar væri um að ræða allt að því opinberun bæði um ýmis atriði í sögu þjóðar okkar og þó einkum um heimildir um þá sögu, sem mér hafði alls ekki dottið í hug, að væru til og jafnvel ekki dottið í hug að gætu verið til. Síðar hafði ég hlustað á hann flytja frásögn af mótorsleðaför þvert yfir Vatnajökul á fundi Ferðafélags Akur- eyrar, viðbrigða skemmtilega. En einmitt vegna þessa undirbúnings \ arð eg fyrir nokkrum vonbrigðum, er ég tók að lesa þetta, er höfundurinn hafði „skrifað og skrafað". Þetta eru nokkur sundurleit erindi, og eru sum þeirra tneð handbragði hins bráðsnjalia og frumlega vísindamanns, sama hand- bragðið og Tefrokronologiska studier, svo sem erindin Margt geymir moldin, enda eru það endursagnir þátta úr dokt- orsritgerðinni. Einkum er fyrra erindið, Frjólínuritið frá Skallakoti, ágætt sýnis- liorn þessa ltandbragðs, en síðara erind- ið, Sviðning á íslandi til forna, er ekki eins sannfærandi um, að höfundurinn hafi fast undir fótum (þó að svo geti verið í raun og veru). Sum hin erindin eru einnig skemmtileg, t. d. erindin um Sigurð Stefánsson og íslandslýsingu hans og um Grímsvötn og Grímsvatnajökul, og jafnvel fleiri, og þó ekki eins skemmtileg að lesa og erindið, sem eg heyrði á Akureyri, á að hlýða. Hins veg- ar vil ég ekki dyljast þess, að mér falia sum erindin illa, ekki vegna skoðana, sem þar koma fram, heldur vegna bún- ings og háttar. Eg get vel skilið það, að maður eins og Sigurður Þórarinsson eigi erfitt með að stilla sig um að deila á „vísindi" píramídaspárnanna og kreósót- lækna. Eg get líka fyrirgefið mönnuni Jrað — líka ágætum mönnum — að þeir trúi því, að Satan eigi að sækja með sjálfs hans vopnum, því að slík trú'er svo almenn. En það er ekki mín trú, og slíkt er nóg til þess, að eg hefi ekki gaman að þessum vopnaburði Sigurðar. Þar að auki finnast mér vopn Sigurðar líka verr til bardagans fallin en vopn and- stæðinganna. Hann getur að vísu leikið eftir pýramídaspámanninum og kreósót- lækninum gusuganginn, öfgarnar og auglýsingaskrumið, en hann getur ekki sett upp þenna spekingssvip forheimsk- unarinnar, sem er þeirra langskæðasta vopn, og f stað þess tekur hann á sig gervi hávaðasams oflátungs, sem engan laðar, illa er til þess fallið að vekja traust, en fælir margan. Svo að enn berar sé talað, þykir mér það ljóður á þessari bók, að sums staðar kemur fram lijá höfundi hennar hneigð til áróðurs og jafnvel að ekki sé örgrannt um að kenni óviðkunnanlegs auglýsinga- keims. Aróðurinn finnst mér seinheppi- legur, því að hann er ertandi en ekki sannfærandi og þar að auki ósamboðinn vísindainanni. Auglýsingabragðið vona ég hins vegar að sé bara tízkukeimur, en stafi ekki frá neinu, sem er höfund- inum mergrunnið, hafi það að vísu einu sinni komið fyrir, en skuli aldrei koma fyrir aftur. Bókaunnendum vil ég að lokum segja þetta: Látið þetta kver ekki fara fram hjá ykkur, þó að það sé höfundi sínum ekki fyllilega samboðið, því að hér er á ferð óvenjulegur maður, er vonandi á STÍGANDI 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.