Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 2
| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜10 4. maí 2013 LAUGARDAGUR
SKOÐUN 12➜16
SPORT 60
MENNING 52➜66
HELGIN 18➜42
ÉG VAR ÚTI UM ALLT 30
Björt Ólafsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður, gefur lítið fyrir þá gagn-
rýni að hún hafi verið lítt sýnileg í kosningabaráttunni.
AF VONARSTJÖRNUM OG VONARPENINGUM 32
Gerir Veigar Páll gæfumuninn fyrir Stjörnuna í sumar og gefur Víkingur Ólafsvík
úrtöluröddum, sem spá nýliðunum falli, langt nef?
ÆVINTÝRARLEGAR SAMVERUSTUNDIR 38
Lára Guðrún og Sigríður Arna hafa uppgötvað marga skemmtilega staði í Reykjavík og
nágrenni í leiðöngrum með börnunum sínum.
KRAKKASÍÐA 40 KROSSGÁTA 42
FRÁBÆR FRUMSÝNING 56
Stjörnurnar mættu prúðklæddar á frumsýningu kvikmyndar-
innar The Great Gatsby.
VINNA GEGN ÞYNNKU 66
Sigurður Haukur Traustason, Björgvin Sólberg og Tómas Þórs-
son framleiða drykkinn B.Okay sem inniheldur efni sem tapast
úr líkamanum við áfengisneyslu.
ÁGÆTLEGA SÁTTUR 66
Myndbandið við Hvolpaást, lag rapparans Emmsjé Gauta
og Larry BRD, hefur verið skoðað yfi r tíu þúsund sinnum á
Youtube.
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • fiskikongurinn.is
Opið laugardag 10–15
Stærð 9-12
Millistærð Humarhalar . . . . . . . . . . . . . . . . 6.900 kr.kg
Smáir Humarhalar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.900 kr.kg
Humarklær . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 990 kr.kg
Humarsúpa 1. líter . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.490 kr.kg
Fiskisúpa 1.líter . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.490 kr.kg
Stærð 24-30
Stærð 15-18
UMTALSVERÐ ÁHÆTTA 12
Kosningabaráttan var öll út í hött enda er tími loforðanna ein-
faldlega ekki runninn upp, skrifar Þorsteinn Pálsson.
OLÍA VIÐ ÍSLAND 16
Mikilvægt er að Íslendingar dragi lærdóm af því sem önnur ríki
í svipaðri stöðu hafa gert í olíumálum, enda ljóst að olíuvinnsla
er tímafrek og kostnaðarsöm, skrifar Sævar Þór Jónsson.
Jóhanna María Sigmundsdóttir
bóndi og framsóknarkona varð í
kosningunum yngsti þingmaðurinn
til að ná kjöri á Alþingi Íslendinga.
Hún er 21 árs.
Gunnar Hólmsteinn Guðmunds-
son og Jón Eðvald Vignisson voru
meðal stofnenda sprotafyrir-
tækisins CLARA, sem hefur verið
selt til bandarísks fyrirtækis fyrir
milljarð íslenskra króna. Þeir áttu hvor um sig
um 15 prósenta hlut í fyrirtækinu og hagnast
því talsvert.
Ólafur Ragnar Grímsson fékk
mikla athygli fjölmiðla þegar hann
ákvað að halda blaðamannafund
og fundi með formönnum allra
flokka á sunnudag og mánudag.
Slíkir fundir hafa ekki áður fengið viðlíka
athygli, enda yfirleitt ekki auglýstir.
Ása Baldursdóttir er nýr dagskrár-
stjóri í Bíó Paradís. Hún segist hafa
landað draumastarfinu og bíður
þess spennt að hefja störf.
FIMM Í FRÉTTUM MILLJARÐAR OG FUNDAMARAÞON
HEILBRIGÐISMÁL Starfsmaður Landspítalans,
sem gekk réttindalaus í störf hjúkrunarfræð-
ings á krabbameinsdeild spítalans í tvö ár,
hefur verið kærður til lögreglu, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins.
Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan
apríl var um að ræða íslenska konu um þrítugt.
Var henni þegar sagt upp störfum fyrir að villa
á sér heimildir. Hún hafði aðeins tveggja ára
hjúkrunarfræðinám að baki en grunnnám í
hjúkrunarfræði tekur fjögur til sex ár.
Félag hjúkrunarfræðinga sendi frá sér
ályktun þegar málið kom upp. Þar sagði að það
sé litið alvarlegum augum að starfsmaður fái
vinnu sem hjúkrunarfræðingur án tilskilins
leyfisbréfs Landlæknisembættisins. Land-
læknir tók undir áhyggjur Félags hjúkrunar-
fræðinga í kjölfarið og sagði málið grafalvar-
legt. Hann sagði ábyrgð mála sem þessara hvíla
alfarið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun og í
þessu tilfelli Lands pítalanum, sem hefur nú tekið
ákvörðun um að kæra starfsmanninn til lög-
reglu. - shá
Leyfislaus starfsmaður þarf að svara fyrir ár sín sem hjúkrunarfræðingur:
Landspítalinn ákvað að kæra
ÞJÓÐGARÐAR Forsætisráðuneytið
fer fram á 130 milljóna aukafjár-
veitingu til verndunar og uppbygg-
ingar á Þingvöllum. Verði hún
ekki afgreidd er rætt um gjald-
töku á svæðið. Óttast er að vax-
andi ágangur ferðamanna, allt árið
um kring skilji Þingvelli eftir sem
flakandi sár og víða er jarðvegur-
inn farinn að láta á sjá og drullu-
svað myndast á göngustígum.
„Það hefur verið reynt að bregð-
ast við en Þingvellir fengu fremur
snautlega afgreiðslu úr fjárfest-
ingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Af
þeim 750 milljónum sem veitt var í
uppbyggingu við ferðamannastaði
fengum við um sextíu. Til viðbótar
fengum við svo tuttugu milljónir
gegn því að leggja tuttugu á móti.
En það er ekki nóg,“ segir Álfheið-
ur Ingadóttir, formaður Þingvalla-
nefndar.
Erna Hauksdóttir, formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar, segir
60 milljónir góða byrjun en ljóst sé
að ráðast þurfi í að bæta verulega
í alls staðar við verndun vinsælla
ferðamannastaða.
„Auðvitað hefði átt að vera löngu
búið að setja pening í þetta drullu-
svað sem orðið er, en það þýðir
ekki að horfa í bakspegilinn. Við
höfum lýst yfir vilja til að vinna
að aðgerðapakka með nýrri ríkis-
stjórn. Við erum öll í sama liðinu
þegar kemur að þessum málum.
Við viljum öll það sama,“ segir
Erna.
Nokkuð hefur verið rætt um
gjaldtöku inn á Þingvelli og aðra
vinsæla staði. Hugmyndin er þó
umdeild. Álfheiður segir gjald-
tökuna ekki raunhæfa. „Menn hafa
rætt þetta sín á milli en mér hugn-
ast það ekki. Mín sýn er að borgað
sé fyrir þjónustu á svæðinu líkt og
við þekkjum við veiðar og í Silfru.
Það hefur gefist ágætlega og við
náð að tvöfalda sértekjurnar þrátt
fyrir niðurskurð. Þannig getum
við boðið upp á aukna þjónustu á
svæðinu.“
Erna segist hlynnt gjaldtöku
í einhverjum skilningi. Skerpa
verði þó á útfærslum. „Við verð-
um að vanda okkur við að finna
lausn. Okkur hefur hugnast betur
að selja náttúrupassa þar sem
gjald er greitt um ákveðin svæði.
Okkur hugnast hins vegar ekki að
hafa posa við hvern foss. Enda er
slíkt líka kostnaðarsamt. Eðlileg-
ast er að að ríkið komi til móts með
peninga í viðeigandi hlutfalli við
skatttekjur ferðaþjónustunnar sem
hafa aukist verulega.“
maria@frettabladid.is
Skortir fjármagn til
að stöðva eyðingu
Fé sem veitt hefur verið til uppbyggingar á Þingvöllum er ekki nægjanlegt til að
koma í veg fyrir tjón á jarðvegi sem myndast með aukinni aðsókn ferðamanna.
Gjaldtaka inn í garðinn hefur komið til tals en um slíkt eru skiptar skoðanir.
ERUM ÖLL Í SAMA LIÐINU Erna
Hauksdóttir, formaður Samtaka í
ferðaþjónustu segir, að marka verði
skýra stefnu með sátt allra aðila.
Álfheiður Ingadóttir, formaður
Þingvallanefndar, segir reynt
hafi verið að bregðast við en
fjárveitingu skorti.
SKUGGAHLIÐ Á FERÐAÞJÓNUSTU Farið var í mikið átak til að fjölga ferðamönn-
um á Íslandi allt árið. Átakið á sér dekkri hlið þar sem ekki var farið samhliða í
aðgerðir til varnar auknum ágangi.
Á LSH Konan vann á krabbameinsdeild í tvö ár, án réttinda. Myndin
tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
➜ Heiðar Helguson knattspyrnumaður hefur lagt skóna á hilluna eftir
fimmtán ára feril í útlöndum. Þó bárust fréttir af því seinni part vikunnar að
íslensk lið hefðu falast eftir kröftum hans.
„Verst að móðir okkar
er ekki á lífi til að njóta
þessa dags.“ 8
Karl Hjaltested um dóm Hæsta-
réttar í Vatnsendamálinu.
SMYGLMÁL ÞINGFEST 4
Sjö menn komu fyrir Héraðsdóm í gær
en þeir eru sakaðir um að hafa reynt að
smygla inn miklu magni af amfetamíni
og amfetamínbasa.
121 MILLJÓN Í BIÐLAUN 6
Ráðherrar, þingmenn og aðstoðarmenn
ráðherra sem nú láta af störfum eiga
rétt á biðlaunum.
REGLUR UM JARÐAKAUP
ÚTLENDINGA HERTAR 10
FIMM LEIKIR 60
Framstúlkur ætla sér
allt annað en silfur í ár
eft ir dramatískan sigur á
Stjörnunni í Garðabænum í
gærkvöldi.