Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 84
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 40 Heilabrot Föndur Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 42 Konráð hafði fundið bók um risaeðlur. „Mér hafa alltaf fundist risaeðlur svo heillandi,“ sagði hann glaður og fletti bókinni. „Svo eru ofsalega fínar myndir í þessarri bók.“ Lísaloppa horfði ofan í bókina yfir öxlina á honum. „Sumar eðlurnar voru jurtaætur en aðrar kjötætur,“ sagði hún. „Og hvað með það,“ sagði Kata. „Er það ekki eins í dag, sum dýr eru jurtaætur en önnur kjötætur?“ „Jú,“ sagði Lísaloppa. „En risaeðlurnar eru svo ofsalega gamlar að það er ekki svo auðvelt að sjá á útliti þeirra hverjar voru jurtaætur og hverjar kjötætur. Þær eru svo ólíkar þeim dýrum sem við þekkjum í dag.“ Hvað veist þú mikið um risaeðlur? Veistu hvort þessar eðlur hér að neðan voru jurtaætur eða kjötætur? 1 Voru þessar risaeðlur: A kjötætur B jurtaætur 2 En voru þessar risaeðlur: A kjötætur B jurtaætur svar: 1 A 2 B 1. Á meðan fólk þekkir mig ekki, stend ég undir nafni, en um leið og ég uppgötvast, hætti ég að vera það sem ég áður var. Hvað heiti ég? 2. Maður nokkur átti sex dætur og hver dætranna átti einn bróður. Hversu mörg börn átti maðurinn? 3. Það brakar í mér í frosti, ég dansa í roki og græt þegar sólin skín. Hver er ég? 4. Ég heiti það sem fátækur er. 5. Hvað er það sem hækkar þegar af fer höfuðið? 6. Ég er í öllu og öllu á, alls staðar sjáanlegur, fleiri en hundrað heiti á, hvergi þreifanlegur. Svör: Nú er sumarið formlega gengið í garð þó að kuldaboli sé enn á flækingi. Ýmis- legt fylgir sumrinu, sólskin og sumarfrí, svo ekki sé minnst á fiðruðu félagana sem flögra um háloftin og syngja svo fallega. Flestir kunna vel að meta félags- skap þeirra svo það getur verið góð hugmynd að hlúa vel að þeim og jafnvel byggja hús handa þeim og hengja í tré í garðinum! Ja, eða í það minnsta mat- sölustað. Það eru ýmsar leiðir til að bera sig að, það þarf ekki að vera flók- ið. Auðvitað er hægt að dunda sér og smíða hús úr timbri, mála það jafnvel og skreyta, en það er líka hægt að búa til skyndibitastað úr tómri plastflösku og sleif. Þá er gert gat á flöskuna og sleif- inni stungið í gegn, flaskan fyllt af fuglamat og snæri fest í stútinn. Þá er flaskan hengd upp í tré og fuglarnir geta tyllt sér og fengið sér korn sem renna út á sleifina. Passið bara að hafa gatið passlega stórt, nógu stórt til að kornin komist út en ekki of stórt svo þau hrynji öll út í einu. Sumarbústaður fyrir smávinina 1. Gáta 2. 7 börn 3. Snjórinn 4. Eiríkur 5. Koddinn 6. Litur Hvað er að vera plötusnúður? Að skemmta fólki, elska tónlist og vera hress. Hver eru þín helstu áhugamál? Söngur, dans og hjálpa vinum. Hvernig lög spilaðir þú á Hádegisdiskóinu á Barnamenn- ingarhátíð? Ég spilaði hress lög sem fjalla um sambönd og fleira. Hvernig velurðu lögin sem þú spilar? Með því að athuga hvort hægt er að dansa við þau. Voru margir krakkar sem mættu til þess að dansa? Já. Varst þú líka að dansa eða bara velja tónlist? Ég dansaði líka eins og enginn væri morg- undagurinn. Dansaði eins og enginn væri morgundagurinn Embla Sól Pálsdóttir er tólf ára nemandi í Austurbæjarskóla og hefur mikinn áhuga á tónlist. Hún var nýlega plötusnúður á Hádegisdiskói. EMBLA SÓL heldur nafninu sínu þegar hún er að velja tónlist. Henni finnst það svo kúl. Hádegisdiskó heitir á ensku Lunch Beat og er eins konar dans- leikur í hádeginu. Þá kemur fólk saman, í hádegishléinu sínu, og dansar. Það eru nokkrar reglur sem gilda á hádegisdiskóinu en til dæmis er algjör skylda að dansa. Það er eiginlega bannað að standa bara og horfa á. Oft er boðið upp á samlokur og vatn. Á Dansverkstæðinu á Barnamenningarhátíð var haldið hádegis- diskó sérstaklega sniðið fyrir krakka. Þá var skipt í tvo aldurs- flokka, á laugardeginum dönsuðu yngri krakkarnir en á sunnudeg- inum eldri. Það er enginn ákveðinn dans, heldur dansa bara allir eins og þeir vilja. Hádegisdiskóið á Barnamenningarhátíð var hefðbundið hádegisdiskó en þó var ein undantekning, en það var svo kallað „danceoki“ en þá er sýnt myndband á veggnum sem allir geta dansað með og lært hreyfingarnar. Hádegisdiskó geta allir haldið, hvar sem er og hvenær sem er– í hádeginu. Kannski væri gaman að halda hádegisdiskó í skólanum einhvern tímann! Hvað er eiginlega hádegisdiskó? Hefurðu áður verið plötusnúð- ur? Nei, en þetta var skemmti- legt tækifæri. Langar þig til að verða plötu- snúður þegar þú verður stór? Já, ásamt mörgu öðru sem teng- ist tónlist og dansi. Kallarðu þig einhverju öðru nafni þegar þú kemur fram? Nei, ég heiti svo kúl nafni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.