Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 40
FÓLK| ÁSTFANGIN Á BALLI MEÐ EGÓ Regína er gift Sigursveini Þór Árnasyni tón- listarmanni og eiga þau fjögurra ára dóttur, en fyrir átti Regína dóttur sem nú er 11 ára. „Við Sigursveinn kynntumst upp á gamla mátann á Egó-balli í Sjallanum. Ég var ekki á höttunum eftir mannsefni en Sigursveinn geislaði af sjálfstrausti og var svo flottur að ég féll kylliflöt fyrir honum. Ég náði mér því í norðlenskan fola og allt gekk fljótt fyrir sig, við vorum trúlofuð ári seinna og gengin í hjónaband árið á eftir,“ segir Regína um Sigursvein sem þessa dagana vinnur að eigin plötu, eins og hún sjálf. „Á heimilinu er mikið rætt um tónlist og við syngjum, spilum og dönsum. Við erum afar heimakær og ég reyni að vera sem mest heima þegar ég á frí um helgar. Mér finnst gott að vera heima þegar allir dunda við sitt í stað þess að hafa of stífa dagskrá. Börnin eru mikið að heiman alla vikuna í skóla og leikskóla og þykir gott að staldra við heima hjá sér. Okkur hjónunum þykir þó gaman að fara í leikhús, út að borða og á tónleika en líka að hafa það huggulegt heima yfir góðri mynd eða við að spila yatzy.“ Regína nýtur sín í móðurhlutverkinu en segist tarnakona í húsverkunum. „Stundum hleðst upp þvottur hjá mér en svo fyllist ég fítonskrafti og þá er eins gott að vera ekki fyrir mér. Mér þykir voða leiðinlegt að elda og leiðinlegasta spurning lífsins hvað á að vera í matinn. Sem betur fer er eiginmaðurinn góður kokkur og hefur yndi af eldamennsku en mér finnst gaman að leggja á borð og gera fínt.“ HLÚIR AÐ SJÁLFRI SÉR Regína ber nafn með rentu því hún er sannar lega glæsileg. „Ég gef mér alltaf tíma fyrir sjálfa mig. Það er hverri konu nauðsynlegt. Ég veit hversu auðvelt er að gleyma sér yfir heim- ilishaldi og barnauppeldi en það er ómetan- legt fyrir konur að geta hlúð að sjálfum sér. Ég fer í hárgreiðslu, slökun, nudd, neglur og snyrtingu til að líta vel út en mér finnst það einnig lyfta huganum og gefa mér and- legan styrk,“ segir Regína sem líka stundar göngur og tekur tarnir í ræktinni. „Ég er tarnamanneskja í mataræði eins og öðru en er farin að hlusta meira á líkam- ann með hækkandi aldri. Margt sem fer illa í mig er nú á bannlista, eins og djúpsteiktur matur sem er eitur í mínum beinum. Því getur verið strembið að ferðast um landið því í sjoppum fást mestmegnis hamborgar- ar, franskar og pitsur. Ég elska að fá mér fisk og finnst dapurlegt að fá ekki almennilega fiskmáltíð í íslenskum sjávarþorpum.“ Kósíkvöld hjá Regínu samansendur af nautakjöti með bernaise-sósu og rauðvíni, carpaccio í forrétt og súkkulaðiköku með rjóma í ábæti. „Súkkulaði er algjörlega mitt nammi þótt ég hafi ekki borðað það sem krakki. Ég tek það út á fullorðinsaldri í staðinn og þykir suðusúkkulaði best enda alltaf að koma betur í ljós hvað það er heilnæmt.“ HEFUR TRÚ Á EYÞÓRI Í kvöld stígur Regína á svið Eldborgar á stórtónleikunum Sögu Eurovision ásamt Friðriki Ómari, Selmu Björns og Eyþóri Inga, sem heldur utan til Málmeyjar á mánudag. „Ég hef mikla trú á Eyþóri og mitt vega- nesti til hans er að vera jarðbundinn, slakur og hann sjálfur,“ segir Regína sem er hrifin af íslenska laginu, Ég á líf. „Mér þykir lagið fallegt og fagna því að loks hafði einhver hugrekki til að senda lag út á íslensku. Ég hef fengið gæsahúð við að hlusta á barnsraddir kunna textann HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 SÖGULEGT Regína Ósk er búin að vera á tveggja vikna tónleikaferðalagi um Norður- og Vesturland með Sögu Eurovision og í kvöld er komið að höfuð borgarbúum að njóta veislunnar í Hörpu. MYND/VILHELM upp á tíu og hef sagt að barnakór hefði átt að taka undir með Eyþóri á sviðinu. Lagið býður upp á það og það væri dásamlegt að heyra öll börn í Evrópu syngja með.” Regína tekur nú þátt í norrænum pall- borðsumræðum á vegum sænska ríkissjón- varpsins, líkt og Eiríkur Hauksson gerði áður og sýnt var í Ríkissjónvarpinu. „Svíar gera þetta nú á netinu og þar gef ég mitt álit á lögunum. Ég hef til dæmis sagt hvenær ég ætla í klósettpásu og hvern ég þori hreinlega ekki að horfa á, en auð- vitað allt í gamni,“ segir Regína sem veðjar á frændur vora Dani sem sigurvegara í ár. Regína er yfirkennari í Söngskóla Maríu Bjarkar og hefur kennt þar söng undanfar- inn áratug. „Í skólanum leitum við ekki að poppstjörnum heldur er skólinn frístund og forvarnarstarf fyrir þá sem ekki finna sig í íþróttum eða vilja gera allt saman. Söngur er fyrir sálina og íþróttir fyrir líkamann. Ég segi stundum að ég syngi þegar mér líður vel og syngi þegar mér líður illa. Söngurinn hjálpar,“ segir Regína á réttri hillu í söng. „Ég er eins og fiðrildi og á eftir að gera ótal margt. Ég elska að ferðast, tala við fólk og syngja í fallegum kjólum. Ég hef alltaf elskað sviðsljósið og veit að þar verður maður að standa sig. Þar er ég í essinu mínu." ■ thordis@365.is ÁSTFANGIN „Ég var ekki á höttunum eftir mannsefni en Sigursveinn geislaði af sjálfs- trausti og var svo flottur að ég féll kylliflöt fyrir honum. Ég náði mér því í norð- lenskan fola.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.