Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 10
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
VIÐSKIPTI Íbúum og lögaðilum á
Evrópska efnahagssvæðinu (EES)
er nú óheimilt að kaupa jarðir eða
fasteignir á Íslandi án þess að
þeir hyggist setjast hér að eða
stunda einhvers konar starfsemi.
Ögmundur Jónasson, innanríkis-
ráðherra, undirritaði reglugerð
sem kveður á um þetta 17. apríl.
Unnið hefur verið að reglu-
gerðinni í innanríkisráðuneytinu
um nokkra hríð. Þannig greindi
Fréttablaðið frá því í janúar að
unnið væri að reglugerð sem þess-
ari og hafði þá eftir Ögmundi Jón-
assyni að það væru ekki síst jarða-
kaup evrópskra auðmanna hér á
landi sem hefðu verið kveikjan að
vinnunni við reglugerðina.
Reglugerðin hefur það í för með
sér að ríkisborgari á EES þarf
framvegis að sækja um að fá að
kaupa jarðir eða fasteignir hér
á landi og sýna fram á að kaupin
„séu sannarlega liður í því að hann
nýti rétt sinn til að hafa hér á landi
lögmæta dvöl eða starfsemi“ eins
og það er orðað í tilkynningu ráðu-
neytisins vegna málsins.
Ögmundur Jónasson segir að
ríkisborgarar á EES standi nú
jafnfætis öðrum útlendingum hvað
varðar möguleika á jarða- og fast-
eignakaupum. „Það sem er að ger-
ast er að EES-borgarar hafa ekki
sömu forréttindi og þeir höfðu
gagnvart kaupum á jarðnæði og
fasteignum almennt. […] Hins
vegar hafa EES-borgarar eftir sem
áður meiri réttindi þegar kemur
að því að stunda atvinnurekstur á
Íslandi,“ segir Ögmundur.
Nokkur dæmi eru um að erlend-
ir einstaklingar hafi keypt jarð-
ir hér á landi en talið er að 1,3%
íslenskra jarða hið minnsta séu í
eigu erlendra aðila að hluta eða
alfarið. Þekktasti erlendi jarðeig-
andinn hér á landi er sennilega
Svisslendingurinn Rudolf Lamp-
recht sem hefur á síðustu tíu árum
keypt sjö jarðir á Íslandi að hluta
eða alfarið.
Ögmundur segir að ef reglugerð-
in hefði gilt á síðustu árum hefði
Lamprecht einungis getað keypt
hér jarðir hefði hann hér lögheim-
ili. Ella hefði hann þurft að sækja
um undanþágu en taka má fram að
fjölmörg dæmi eru um að undan-
þágur hafi verið veittar ríkisborg-
urum utan EES. „Meiningin er
ekki sú að erlendir peningamenn
geti safnað jörðum á Íslandi sem
hverri annarri fjárfestingu,“ segir
Ögmundur og bætir við: „Eignar-
hald á landi og eignarhald á auð-
lindum undir landinu fer saman og
það segir sig sjálft að mikilvægt er
að halda eignarhaldi á auðlindum
innan vébanda samfélagsins.“
magnusl@frettabladid.is
Lögheimili á
Íslandi skilyrði
jarðakaupa
Innanríkisráðherra hefur hert reglur um kaup útlend-
inga á jörðum og fasteignum hérlendis. Samtök at-
vinnulífsins hafa til skoðunar hvort reglurnar standist
EES-samninginn. Innanríkisráðherra segir svo vera.
REYKJAVÍK Nýja reglugerðin nær ekki einungis yfir jarðir heldur einnig fasteignir.
Framvegis verður einstaklingum frá ríkjum á EES því ekki heimilt að kaupa hús í
Reykjavík nema þeir hyggist búa hér eða stunda einhvers konar starfsemi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Aðalfundur ÍFR 2013
Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík
verður haldinn laugardaginn 11. maí 2013 kl. 14.00
í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Stjórnin
Samfélagsstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Landsbankinn veitir 15 milljónum króna í samfélagsstyrki árið
2013. Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum
sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum,
menntun, rannsóknum og vísindum, forvarna- og æskulýðsstarfi
og sértækri útgáfustarfsemi.
Veittir eru styrkir í þremur þrepum:
1.000.000 kr.
500.000 kr.
250.000 kr.
Verkefni sem einkum koma til greina:
verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga
verkefni á sviði menningar og lista
menntamál, rannsóknir og vísindi
forvarna- og æskulýðsstarf
sértæk útgáfustarfsemi
Umsóknarfrestur til 13. maí.
Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með mánudeginum
13. maí 2013. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði. Sótt er um
styrkina rafrænt á landsbankinn.is.
Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til
verðugra verkefna. Árlega eru ferns konar styrkir veittir: Námsstyrkir,
nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir.
Nánari upplýsingar á landsbankinn.is.
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA),
segir SA hafa til skoðunar hvort nýja reglugerðin standist EES-samninginn.
Í frétt á Vísi.is í gær sagðist Þorsteinn telja að svo væri. Í sömu frétt vísaði
Ögmundur Jónasson þessum vangaveltum á bug og sagði nýju reglugerð-
ina byggja á lögfræðilegri skýrslu sem prófessorarnir Stefán Már Stefáns-
son og Jens Hartig Danielsen hefðu unnið fyrir innanríkisráðuneytið.
Brot á EES-samningnum?
AKUREYRI Glerá á Akureyri litað-
ist blóðrauð um hádegisbil í gær
og vakti skiljanlega athygli vegfar-
enda. Ástæðan er sú að fyrirtæk-
ið Möl og sandur hafði skolað af
steypubíl sem innihélt áður rauða
steypu og rann frárennslið í ána.
Hjörtur Narfason, framkvæmda-
stjóri hjá Möl og sandi, segir rauða
litinn vera járnoxíð, sem sé náttúru-
legt litarefni.
„Það er mjög sjaldgæft að svona
komi fyrir,“ segir hann. „En járn-
oxíð er unnið úr jarðefnum þótt
það liti svona mikið.“ Glerá hafði
Frárennsli af steypubíl innihélt járnoxíð:
Gleráin varð blóðrauð
BREYTT ÁSÝND Járnoxíð sem var hellt
í ána er að sögn Hjartar Narfasonar
náttúrlegt litarefni. MYND/BALDVIN SIGURÐSSON
tekið sinn eðlilega lit seinnipartinn
í gær. „Svo þarf bara að láta Hrís-
eyinga vita þegar bletturinn nær til
þeirra,“ segir Hjörtur að lokum. - sv