Fréttablaðið - 04.05.2013, Page 10

Fréttablaðið - 04.05.2013, Page 10
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 VIÐSKIPTI Íbúum og lögaðilum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) er nú óheimilt að kaupa jarðir eða fasteignir á Íslandi án þess að þeir hyggist setjast hér að eða stunda einhvers konar starfsemi. Ögmundur Jónasson, innanríkis- ráðherra, undirritaði reglugerð sem kveður á um þetta 17. apríl. Unnið hefur verið að reglu- gerðinni í innanríkisráðuneytinu um nokkra hríð. Þannig greindi Fréttablaðið frá því í janúar að unnið væri að reglugerð sem þess- ari og hafði þá eftir Ögmundi Jón- assyni að það væru ekki síst jarða- kaup evrópskra auðmanna hér á landi sem hefðu verið kveikjan að vinnunni við reglugerðina. Reglugerðin hefur það í för með sér að ríkisborgari á EES þarf framvegis að sækja um að fá að kaupa jarðir eða fasteignir hér á landi og sýna fram á að kaupin „séu sannarlega liður í því að hann nýti rétt sinn til að hafa hér á landi lögmæta dvöl eða starfsemi“ eins og það er orðað í tilkynningu ráðu- neytisins vegna málsins. Ögmundur Jónasson segir að ríkisborgarar á EES standi nú jafnfætis öðrum útlendingum hvað varðar möguleika á jarða- og fast- eignakaupum. „Það sem er að ger- ast er að EES-borgarar hafa ekki sömu forréttindi og þeir höfðu gagnvart kaupum á jarðnæði og fasteignum almennt. […] Hins vegar hafa EES-borgarar eftir sem áður meiri réttindi þegar kemur að því að stunda atvinnurekstur á Íslandi,“ segir Ögmundur. Nokkur dæmi eru um að erlend- ir einstaklingar hafi keypt jarð- ir hér á landi en talið er að 1,3% íslenskra jarða hið minnsta séu í eigu erlendra aðila að hluta eða alfarið. Þekktasti erlendi jarðeig- andinn hér á landi er sennilega Svisslendingurinn Rudolf Lamp- recht sem hefur á síðustu tíu árum keypt sjö jarðir á Íslandi að hluta eða alfarið. Ögmundur segir að ef reglugerð- in hefði gilt á síðustu árum hefði Lamprecht einungis getað keypt hér jarðir hefði hann hér lögheim- ili. Ella hefði hann þurft að sækja um undanþágu en taka má fram að fjölmörg dæmi eru um að undan- þágur hafi verið veittar ríkisborg- urum utan EES. „Meiningin er ekki sú að erlendir peningamenn geti safnað jörðum á Íslandi sem hverri annarri fjárfestingu,“ segir Ögmundur og bætir við: „Eignar- hald á landi og eignarhald á auð- lindum undir landinu fer saman og það segir sig sjálft að mikilvægt er að halda eignarhaldi á auðlindum innan vébanda samfélagsins.“ magnusl@frettabladid.is Lögheimili á Íslandi skilyrði jarðakaupa Innanríkisráðherra hefur hert reglur um kaup útlend- inga á jörðum og fasteignum hérlendis. Samtök at- vinnulífsins hafa til skoðunar hvort reglurnar standist EES-samninginn. Innanríkisráðherra segir svo vera. REYKJAVÍK Nýja reglugerðin nær ekki einungis yfir jarðir heldur einnig fasteignir. Framvegis verður einstaklingum frá ríkjum á EES því ekki heimilt að kaupa hús í Reykjavík nema þeir hyggist búa hér eða stunda einhvers konar starfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aðalfundur ÍFR 2013 Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 11. maí 2013 kl. 14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Landsbankinn veitir 15 milljónum króna í samfélagsstyrki árið 2013. Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Veittir eru styrkir í þremur þrepum:  1.000.000 kr.  500.000 kr.  250.000 kr. Verkefni sem einkum koma til greina:  verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga  verkefni á sviði menningar og lista  menntamál, rannsóknir og vísindi  forvarna- og æskulýðsstarf  sértæk útgáfustarfsemi Umsóknarfrestur til 13. maí. Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með mánudeginum 13. maí 2013. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði. Sótt er um styrkina rafrænt á landsbankinn.is. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru ferns konar styrkir veittir: Námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir SA hafa til skoðunar hvort nýja reglugerðin standist EES-samninginn. Í frétt á Vísi.is í gær sagðist Þorsteinn telja að svo væri. Í sömu frétt vísaði Ögmundur Jónasson þessum vangaveltum á bug og sagði nýju reglugerð- ina byggja á lögfræðilegri skýrslu sem prófessorarnir Stefán Már Stefáns- son og Jens Hartig Danielsen hefðu unnið fyrir innanríkisráðuneytið. Brot á EES-samningnum? AKUREYRI Glerá á Akureyri litað- ist blóðrauð um hádegisbil í gær og vakti skiljanlega athygli vegfar- enda. Ástæðan er sú að fyrirtæk- ið Möl og sandur hafði skolað af steypubíl sem innihélt áður rauða steypu og rann frárennslið í ána. Hjörtur Narfason, framkvæmda- stjóri hjá Möl og sandi, segir rauða litinn vera járnoxíð, sem sé náttúru- legt litarefni. „Það er mjög sjaldgæft að svona komi fyrir,“ segir hann. „En járn- oxíð er unnið úr jarðefnum þótt það liti svona mikið.“ Glerá hafði Frárennsli af steypubíl innihélt járnoxíð: Gleráin varð blóðrauð BREYTT ÁSÝND Járnoxíð sem var hellt í ána er að sögn Hjartar Narfasonar náttúrlegt litarefni. MYND/BALDVIN SIGURÐSSON tekið sinn eðlilega lit seinnipartinn í gær. „Svo þarf bara að láta Hrís- eyinga vita þegar bletturinn nær til þeirra,“ segir Hjörtur að lokum. - sv
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.