Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 59
Lögfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Helstu verkefni
Þá annast skrifstofan
Starfið
Menntunar- og hæfniskröfur eru þessar helstar
Umsóknarfrestur
Guðný Harðardóttir
óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa á skrifstofu
skattamála. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar
sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.
skrifstofu skattamála varða tekjuöflun ríkissjóðs og mótun stefnu í þeim
efnum í samráði við yfirstjórn og aðrar skrifstofur ráðuneytisins. Skrifstofa skattamála
annast undirbúning og gerð lagafrumvarpa á sviði skatta og tolla og hefur umsjón með
skattalöggjöf almennt. Jafnframt gegnir skrifstofan stjórnsýsluhlutverki gagnvart
skattyfirvöldum, tollstjóra og innheimtumönnum ríkissjóðs.
greiningu skatta og mat á skattbreytingum með hliðsjón af
stefnumótun ríkisfjármála og efnahagsmálum almennt. Skrifstofa skattamála hefur
einnig umsjón með gerð tekjuáætlunar fjárlaga ár hvert, eftirfylgni með greiðsluflæði og
innheimtu einstakra tekjustofna og gerð langtímaáætlunar um þróun tekna. Á
skrifstofunni starfa lögfræðingar, hagfræðingar og viðskiptafræðingar.
felur m.a. í sér virka þátttöku í teymisvinnu og vinnu í starfshópum innan og utan
ráðuneytisins við undirbúning og gerð lagafrumvarpa, auk margvíslegra annarra
verkefna sem falla undir verksvið skrifstofunnar.
:
* Embættis- eða meistarapróf í lögum.
* Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg.
* Gott vald á íslensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti.
* Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg og kunnátta í einu
Norðurlandamáli æskileg.
* Reynsla á sviði skattamála er kostur og sömuleiðis þekking á sviði
hagfræði eða viðskiptafræði.
* Frumkvæði , sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
* Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
er til og með 21 maí nk., en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst. Um er að ræða fullt starf og til framtíðar. Laun eru skv. kjarasamningi fjármála-
og efnahagsráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um stöðuna.
, hjá STRÁ ehf. veitir frekari upplýsingar um störfin. Vinsamlega
sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is.
Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan
til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari
breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið
tekin.
www.stra.is
FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐUNEYTIÐ
Suðurlandsbraut 30 - 108 Reykjavík
Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200
www.velfang.is • velfang@velfang.is
– VERKIN TALA
Fr
um
Starfskraftur á verkstæði óskast
Vélfang ehf. er sölu- og þjónustuaðili á sviði vinnu- og land-
búnaðarvéla. Helstu vörumerki eru JCB, CLAAS og Fendt.
Vélfang var valið Fyrirtæki ársins af VR árin 2007 og 2008 og
er Fyrirmyndarfyrirtæki VR. Hjá Vélfangi starfar hópur fólks
sem hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum
framúrskarandi þjónustu og nú vantar einn í liðið.
Við óskum eftir að ráða starfsmann á verkstæði í
fullt starf. Reynsla af vélaviðgerðum er æskileg og
menntun augljós kostur. Mikilvægt er að viðkom-
andi sé jákvæður, með ríka þjónustulund og eigi
gott með samskipti við viðskiptavini.
Allar upplýsingar veitir Guðmundur
í síma 894 0617, en allar umsóknir skal
senda á netfangið thjonusta@velfang.is
18. maí.
22
www.vestmannaeyjar.is
STARF
SKÓLASTJÓRA
GRUNNSKÓLA
VESTMANNAEYJA
Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu
skólastjóra við Grunnskóla Vestmannaeyja
lausa til umsóknar. Leitað er eftir leiðtoga
með góða færni í mannlegum samskiptum,
menntun og reynslu sem nýst getur til að
leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í
eflingu skólasamfélagsins í bæjarfélaginu.
Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson,
framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
í síma 488 2000 og á netfanginu
jonp@vestmannaeyjar.is. Umsóknarfrestur er
til 22. maí n.k. Umsóknir má senda rafrænt
á fyrrgreint netfang eða skila í Ráðhúsið
í Vestmannaeyjum v/Ráðhúströð, 900
Vestmannaeyjar í umslagi merktu: „Umsókn
um starf skólastjóra“. Umsóknum skal fylgja
greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf
til kennslu, upplýsingar um frumkvæði á sviði
fræðslumála, ábendingar um meðmælendur
sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.
Grunnskólinn í Vestmannaeyjum þjónar nemendum
frá 1. – 10. bekk. Starfsstöðvar eru tvær, yngri deild með
nemendum í 1. – 5. bekk og miðstig og unglingadeild í
annarri starfsstöð. Nemendur eru um 550. Starfsmenn
eru metnaðarfullir og reynslumiklir og vinna eftir
hugmyndafræðinni „Uppeldi til ábyrgðar“ og „Orð af
orði“. Öflugt íþróttastarf er í Vestmannaeyjum og gott
samstarf á milli íþróttahreyfingarinnar
og grunnskólans. Einnig er lögð
mikil áhersla á gott samstarf við
forráðamenn nemenda.
FYRIR
AÐSTOÐ
INNANLANDS
gjofsemgefur.is
9O7 2OO2
Stuðningsfjölskyldur
Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir stuðnings-
fjölskyldum fyrir börn og ungmenni eina til tvær helgar í
mánuði eða eftir nánara samkomulagi.
Greitt er skv verktakataxta.
Upplýsingar veitir Dagný Björk í síma 570 1500 á mánudögum
og fimmtudögum eða í netfangi dagny@kopavogur.is
Velferðarsvið Kópavogsbæjar