Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 90
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 46TÍMAMÓT
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og bróðir,
KARL KETILL ARASON
áður Akri, Innri-Njarðvík,
sem lést föstudaginn 26. apríl verður
jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju,
þriðjudaginn 7. maí kl. 13.00.
Hlöðver Reyr Sandra Sveinsdóttir
Þorsteinn Karlsson Emebet Dibiwak
Ásgerður Hrönn Karlsdóttir Matthew Doe
barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna.
Fjölbreytt úrval legsteina
Frí áletrun og uppsetning
Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88
Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum)
Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði
www.granithollin.is
Sími 555 38 88
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ERLA EGGERTS ODDSDÓTTIR
Holtateig 44, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn
30. apríl. Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 6. maí kl. 13.30.
Sveinn Heiðar Jónsson
Ragnheiður Sveinsdóttir Hrafn Þórðarson
Fríða Björk Sveinsdóttir Jóhann Ómarsson
Lovísa Sveinsdóttir Heiðar Jónsson
Erlingur Heiðar Sveinsson Rósa Björg Gísladóttir
ömmubörn og langömmubarn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
AÐALSTEINA SUMARLIÐADÓTTIR
áður til heimilis að Skálholti 17, Ólafsvík,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri
Ólafsvík að kvöldi 29. apríl. Útförin fer fram
frá Ólafsvíkurkirkju mánudaginn 6. maí
klukkan 14.00.
Þórður Þórðarson
Egill Þórðarson Yoko A. Þórðarson
Þórður Þórðarson Kari H. Raa
Karítas Anna Þórðardóttir Guðjón Elísson
Svanfríður Þórðardóttir Björn Arnaldsson
Guðríður Þórðardóttir Björn H. Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs mannsins míns, föður okkar,
fósturföður, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS GUNNARSSONAR
nuddara,
Byggðavegi 151, Akureyri.
Sérstakar þakkir til organista og kórs
Akureyrarkirkju.
Sigríður Olgeirsdóttir
Birna Kristbjörg Björnsdóttir Jóhann Þröstur Þórisson
Ragna Árný Björnsdóttir Birgir Þór Ingólfsson
Áshildur Eygló Björnsdóttir
Björn Halldór Björnsson Aðalheiður S. Jóhannesdóttir
Aðalheiður Hanna Björnsdóttir Hallur Kristmundsson
Gestur Gunnar Björnsson Helga Guðrún Pálsdóttir
Unnur Lovísa Steinþórsdóttir Gissur Árdal Hauksson
Olgeir Steinþórsson
Steinþór Andri Steinþórsson
barnabörn og barnabarnabörn.
1803 Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveins-
dóttir frá Sjöundá á Rauðasandi eru dæmd
til lífláts fyrir að myrða maka sína ári áður.
1880 Jón Sigurðsson forseti og Ingi-
björg Einarsdóttir kona hans eru jarðsett í
Reykjavík við hátíðlega athöfn.
1924 Sumarólympíuleikar eru settir í París.
1979 Margaret Thatcher verður fyrsta
konan til þess að taka sæti forsætisráðherra
Bretlands.
1986 Sólveig Lára Guðmundsdóttir verð-
ur fyrst íslenskra kvenna til að sigra í prests-
kosningum er hún var kjörin prestur á Sel-
tjarnarnesi.
1990 Lettland lýsir yfir sjálfstæði.
SOLVEIG
LÁRA GUÐ-
MUNDSDÓTTIR,
sóknarprestur
á Möðru-
völlum.
MERKISATBURÐIR
„Þetta er mesti aldur sem ég náð,“
segir Jakob Frímann Magnússon
hress, spurður hvernig honum hugnist
að vera sextugur. „Mér líður engan
veginn, andlega né líkamlega, eins
og ég ímynda mér að mönnum hafi
liðið á þessum aldri, á fyrri hluta síð-
ustu aldar, hvað þá áður. Menn bjugg-
ust ekkert við því að verða sextugir
fyrr á öldum, þá urðu menn þrjátíu og
fimm og lífið var búið. Nú eru lifnað-
arhættir okkar og öll upplýsing með
öðrum hætti. Þegar Bill Clinton hélt
á nýfæddum syni Tony Blair, í opin-
berri heimsókn til Bretlands 1997,
sagði hann: „Lífslíkur þessa drengs
eru 120 ár.“ Mér hugnast ekkert illa
sú tilhugsun að lífslíkur manna hér á
þessum stað í veröldinni verði 120 ár,
jafnvel þó þeir hafi fæðst um miðja
síðustu öld.“
Jakob kveðst ekki endilega dvelja
mikið við árafjöldann, heldur vilja
halda upp á þau gleðilegu tímamót að
á þessum mánaðardegi fyrir fjöru-
tíu árum hafi konan hans, Birna
Rún Gísladóttir, fæðst og að fyrir
nákvæmlega tólf árum hafi þau hist.
„Og nú tveimur börnum síðar og ham-
ingju í hæsta veldi þá ætlum við að
staðfesta heit okkar á þessum drottins
degi, sem ber upp á samtals hundrað
ára afmæli okkar beggja. Þetta verð-
ur brúðkaupsdagurinn okkar og dag-
urinn sem lausaleiksstatus barnanna
okkar lýkur,“ lýsir hann.
Jakob segir einskæra tilviljun hafa
ráðið því að þau Birna Rún hittust
þennan mánaðardag árið 2001. „Við
vorum bæði stödd á sama veitinga-
stað án þess að vita hvort af hinu,“
segir hann og upplýsir að sá staður
sé í miðborginni en vill ekki gefa upp
nafnið á honum, stöðu sinnar vegna.
„Sameiginlegur vinur okkar kveikti
á því að við værum bæði að halda upp
á afmælin okkar. Þetta var heillastað-
ur og heillastund og ég lít á það sem
mikla gæfu að hafa verið leiddur á vit
þessarar heilladísar.“
Þau Jakob og Birna Rún eiga saman
dæturnar Jarúnu Júlíu fimm ára og
Katrínu Borg sem verður níu mánaða
á mánudaginn. Níu mánuðum síðar
getur svo auðvitað allt gerst enda
brúðkaupsnóttin fram undan! „Ég er
reiðubúinn á mig blómum að bæta,“
segir Jakob glaðlega þegar barnamál-
in ber á góma.
Um brúðkaupið vill Jakob ekki upp-
lýsa of mikið. Hann segir mannfjölda
þar stillt í hóf. „Við ætlum bara að
gleðjast með nánustu fjölskyldu og
samferðamönnum. Kirkjubrúðkaup?
Nei, þetta verður öðru vísi í laginu
og að sumu leyti óhefðbundið, eins og
ýmislegt okkur tengt. Þetta er og á að
vera dálítið prívat og auðvitað heilög
stund.“ gun@frettabladid.is
Hamingja í hæsta veldi
Það er stór dagur í lífi Jakobs Frímanns Magnússonar, framkvæmdastjóra miðborgarmála,
í dag. Á sextíu ára afmæli sínu kvænist hann elskunni sinni, hinni fertugu Birnu Rún
Gísladóttur og saman fagna þau hundrað ára afmæli.
TURTILDÚFURNAR
Jakob Frímann og
Birna Rún ætla að
ganga í það heilaga
í dag og gleðjast
með nánustu fjöl-
skyldu og samferða-
mönnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Kvennakórinn Heklurnar í Mos-
fellsbæ á 10 ára afmæli á þessu ári og
heldur vortónleika í Lágafellskirkju í
dag klukkan 17 og ætlar þar að vígja
nýja kórkjóla sem hönnuður í kórnum á
heiðurinn að. Þann 16. maí leggur hann
upp í fimm daga ferðalag til Ítalíu í til-
efni afmælisins. Vilborg Þórhallsdóttir
er stjórnandi kórsins. Hún segir lagaval-
ið á vortónleikunum helgast að nokkru
af Ítalíuferðinni sem fram undan er.
„Helmingur laganna er íslensk þjóð-
lög og hitt eru einkum vel valin íslensk
dægurlög.“ En hvernig er ferðaáætl-
unin? „Við fljúgum til München, tökum
rútu til Bolzano á Norður-Ítalíu og þurf-
um helst að hafa kóræfingu kvöldið sem
við komum út, því við fáum undirleikara
þar. Svo er planað að syngja í kirkjum og
líka hér og þar, óundirbúið,“ segir Vil-
borg. „Við erum í sambandi við íslenska
konu sem er að skipuleggja með okkur
tónleikana, útvega undirleikara og kór
til syngja með.“
Þetta er fyrsta utanlandsferð
Heklanna í tíu ára sögu kórsins en Vil-
borg hefur farið í kórferðalög síðan hún
var sextán ára og finnst það skemmti-
legustu ferðalög sem hún fer í. gun@
Til Ítalíu í nýjum kórkjólum
Heklurnar eru með vortónleika í Lágafellskirkju í dag og fl jótlega halda þær til Ítalíu í afmælisferð.
HEKLURNAR Kórinn fagnar tíu ára afmæli á
árinu og syngur fyrir Ítali í tilefni þess. En fyrst
fyrir Íslendinga í dag. MYND/ÓLAFUR JÓN THORODDSEN
KÓRSTJÓRINN Vilborg Þórhallsdóttir segir
kórferðalög þau skemmtilegustu.