Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 110
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 „Við höfðum áður unnið innan matvælageirans og þekktum því umhverfið og möguleikana. Hug- myndin að drykknum kom upp eftir skemmtilegt kvöld í bænum. Okkur fannst skrítið að svona vara væri ekki í boði og í kjölfarið ákváðum við að búa til sérhæfða blöndu sem gæti virkað gegn þynnku. Við fórum í samstarf við efnasérfræðinga í Þýskalandi og næringarfræðinga á Íslandi og úr varð þessi drykkur,“ útskýrir Sigurður Haukur Traustason sem rekur fyrirtækið B.Okay ásamt Björgvin Sólberg og Tómasi Þórs- syni. Fyrirtækið framleiðir drykki sem eiga að draga úr timburmönn- um. Sigurður Haukur segir drykkinn ekki vera töfralausn gegn þynnku en segir hann innihalda vatnsleys- anleg vítamín, einstök steinefni, amínósýrur og önnur efni sem tapast úr líkamanum eftir áfengis- neyslu. „Við fengum 250 manns til að prófa drykkinn síðasta sumar og viðbrögðin voru það góð að við ákváðum að halda vinnunni áfram. Byrjunin lofar mjög góðu og við teljum okkur vera með frábæra og holla vöru.“ Fjöldi húsráða eru til gegn þynnku og lumaði Sigurður Hauk- ur á einu slíku áður en B.Okay leit dagsins ljós. „Maður keypti oft sterkar B-vítamín töflur til að taka inn. Svo hefur maður heyrt alls konar þynnkuráð í gegnum tíðina; taka inn Treo, borða sveittan ham- borgara og drekka sportdrykki eða vatn. Af þessu var vatn besta þynnkuráðið,“ segir hann. B.Okay verður fáanlegt í versl- unum 10-11 frá og með miðjum maí. „Við byrjum á þessu og sjáum svo hvað setur. Við viljum heyra hvað fólki finnst um vör- una og halda áfram að þróa hana og bæta. Við sem komum að þessu erum draumóramenn og því ekki útilokað að við reynum við erlenda markaði síðar.“ sara@frettabladid.is FLEIRI VINNA WEBBY Sigur Rós hlaut hin virtu Webby- verðlaun fyrir myndbandið við lagið Fjögur píanó. Það vakti mikla athygli enda kom leikarinn Shia LaBeouf fram nakinn í því. Björk vann einnig People´s Voice-verðlaunin, sem eru hluti af Webby og valin af netverjum, fyrir myndbandið við lagið Mutual Corea. Stutt er síðan vefhönnuðurinn Haraldur Þorleifsson vann ein Webby- og tvenn People´s Voice-verðlaun fyrir hönnun kynningarsíðu fyrir Google Maps. - fb Myndband rapparans Emmsjé Gauta og Larry BRD ásamt Unn- steini Manuel við lagið Hvolpaást hefur verið skoðað tíu þúsund sinn- um á síðunni Youtube síðan það kom út fyrir tveimur vikum. „Þetta ætti að vera komið upp í þrjátíu þúsund,“ segir Emmsjé Gauti, spurður út í áhorfið. „En ég er alveg ágætlega sáttur. Ég er kannski búinn að setja markið aðeins of hátt eftir að við Erpur [Eyvindarson] fengum 45 þúsund áhorf á einum degi,“ segir hann og á við lagið Elskum þessar mellur. Hvolpaást er tekið af annarri plötu Emmsjé Gauta, Þeyr, sem kemur út í október. Frumburður hans kom út hjá Geimsteini en í þetta sinn gefur hann út sjálfur með aðstoð vinar síns sem er menntaður í markaðssetningu á tónlist. Spurður hvernig hann hafi efni á að gefa plötuna út sjálfur og taka upp kostnaðarsöm myndbönd segir Gauti það vera „algjört „ströggl“,“ þrátt fyrir að sumir haldi annað. „Ég er að vinna á bar og hef lent í því að fólk komi upp að mér og spyrji: Af hverju ertu að vinna á bar? Ertu ekki ríkur? En ég er fljótur að leiðrétta það. Nei, nei, ef maður á góða að og þekkir til fólks eru allir til í að hjálpa þér ef þú gefur vinnu til baka,“ segir hann og á þar við myndbandagerðina. - fb Hvolpaást skoðað 10.000 sinnum Myndband rapparans Emmsjé Gauta og Larry BRD nýtur vinsælda á Youtube. ➜ Unnsteinn var fenginn til að syngja viðlagið í Hvolpaást þegar Emmsjé Gauti og félagar sáu að þeir gátu ekki sungið nógu hátt uppi. VINSÆLT VIDEO Rapparinn Emmsjé Gauti ásamt Hlyni Ingólfssyni úr Larry BRD og Skyttunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HEIMSÆKJA BÖRNIN Körfuknattleiksskemmtikraftarnir í Harlem Globetrotters leika víðfrægar listir sínar fyrir gesti í Kaplakrika á morgun, sunnudag. Piltarnir í liðinu láta sér þó ekki nægja að bregða bolta á loft í heimsókn sinni hingað til lands heldur munu þeir heimsækja Barnaspítala Hringsins í kvöld. Með í för verður Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem er töluvert lægri í loftinu en heimshorna- flakkararnir frá Harlem. Sigurður Haukur rak áður sprotafyrirtækið FSDreifing. Fyrirtækið stofnaði hann tvítugur að aldri og voru Tómas og Björgvin starfsmenn fyrirtækis- ins. Fyrirtækið sérhæfði sig í dreifingu á fiskafurðum í verslanir. Áður rekið sprotafyrirtæki Íslenskur drykkur gegn timburmönnum Sigurður Haukur Traustason, Björgvin Sólberg og Tómas Þórsson framleiða drykkinn B.Okay sem inniheldur efni sem tapast úr líkamanum við áfengisneyslu. VINNUR GEGN ÞYNNKU Sigurður Haukur Traustason framleiðir drykkina B.Okay sem vinna gegn timburmönnum. Drykkirnir fást í tveimur bragðtegundum; bláberja og mangó og sítrónubragði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 13:00 Setning málþings, Sveinbjörn Björnsson, fyrrv. rektor Háskóla Íslands 13:05 Geothermal developments, tourism and the environment Trevor Hunt, jarðeðlisfræðingur, Nýja Sjálandi 13:45 Tourism impact on nature conservation areas – management objectives Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri, Umhverfisstofnun 14:05 Sustainable tourism development in vulnerable volcanic environments: Idealism or realism? Rannveig Ólafsdóttir, dósent við Háskóla Íslands 14:25 KAFFI 14:45 Sharing Special Places - Ensuring we protect what we value Laura Dawson, meðlimur í Forest and Bird, Nýja Sjálandi 15:25 Strategy building for Iceland’s sensitive tourist attractions Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Ferðamálastofu 15:45 Nature conservation as the cornerstone of tourism Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar 16:05 Pallborðsumræður 17:00 Málþingi lýkur Fundarstjóri: Anna G. Sverrisdóttir, stjórnarkona í Landvernd Málþing um ferðamennsku á háhitasvæðum Þjóðminjasafninu 7. maí 2013 kl 13-17 Háhitasvæði eru eitt helsta einkenni íslenskrar náttúru og eftirsóttir ferðamannastaðir. Mikilvægt er að tryggja vernd þessara einstöku auðlinda okkar. Málþingið verður á ensku. Save the Children á Íslandi „Ég sagði honum að ég væri ólétt. Ég er ekki ólétt. Ég sagði alls konar klikkaða hluti,“ sagði leikkonan Reese Wither- spoon um samskipti sín við lögreglumann sem hafði stöðvað hana og eiginmann hennar fyrir of hraðan akstur. WITHERSPOON VAR DRUKKIN ÞEGAR ATVIKIÐ ÁTTI SÉR STAÐ, MÓTMÆLTI LÖGREGLUMANN- INUM Í HÁSTERT OG VAR Á ENDANUM HANDTEKIN FYRIR ÓSPEKTIR. MÆTTUR AFTUR FÉSIÐ Menningarmógúllinn og blaðamaður- inn Símon Birgisson tók við nýju starfi sem menningarritstjóri DV í vikunni. Símon, sem hafði verið í sjálfskipaðri útlegð frá samfélags- miðlinum Facebook um langt skeið, endurnýjaði á sama tíma kynni sín við síðuna og var tekið fagnandi af vinum og kunningjum. Þá buðu meðal annarra Margrét Erla Maack sjónvarps- kona hann velkominn, Þorleifur Arnarsson leikstjóri og Berglind Pétursdóttir, umsjónarmaður hinnar vinsælu síðu The Berglind Festival. - hó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.