Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 100
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56
Frábær frumsýning
SÖNGVARINN Jay-Z kom einn síns liðs á
frumsýninguna.
HJÓNIN Tobey Maguire og eiginkona
hans, Jennifer Meyer.
AÐALLEIKARINN Leonardo DiCaprio var
flottur í tauinu. NORDICPHOTOS/GETTY
Stórmyndin The Great Gatsby var
frumsýnd í New York í vikunni. Fjöldi
frægra gesta gekk rauða dregilinn, enda
myndarinnar verið beðið með eft ir-
væntingu. Leikararnir Leonardo DiCaprio
og Carey Mulligan fara með aðal-
hlutverk í þessari klassísku sögu.
GLÆSILEG
Leikkonan Isla
Fisher í fallegum
kjól.
RAUÐ-
KLÆDD
Carey
Mulligan í
sumarlegum
kjól.
Skrautlegar mottur
Að skreyta gólf heimilisins með mynstruðum og lit-
ríkum mottum er ódýr leið til að fl ikka upp á heimilið.
Það er einstaklega hlýlegt að vera með fallega mottu
á gólfi nu en úrval hönnunarhúsanna af fögrum
mottum hefur sjaldan verið jafn skemmtilegt og
nú. Svo þarf oft ekki að leita lengra en til sænsku
keðjunnar Ikea til að fi nna eitthvað við sitt hæfi .
SETUR SKEMMTILEGAN SVIP Þetta teppi frá Hay
gefur hlýlegan svip. IKEA
IKEA
MARIMEKKO
IKEA
HAY
HAY
Bradley Cooper hefur tekið að sér
aðalhlutverkið í næstu mynd Ste-
vens Spielberg, American Sniper.
Myndin er byggð á sjálfsævi-
sögunni American Sniper:
The Autobiography of the Most
Lethal Sniper in US Military
History eftir Chris Kyle, Scott
McEwen og Jim DeFelice.
Bókin fjallar um ævi Kyles sem
varð yfirmaður hjá bandaríska
sjóliðshernum. Sem leyniskytta
hefur hann drepið um 160 manns,
sem er það mesta í sögu banda-
ríska hersins.
Steven Spielberg leikstýrði síð-
ast myndinni Lincoln en Cooper
sést næst í Hangover 3.
Cooper leikur
leyniskyttu
BRADLEY COOPER Leikarinn fer með
aðalhlutverkið í American Sniper.
Jeff Hanneman, gítarleikari
bandarísku þungarokksveitar-
innar Slayer, lést á fimmtudag
úr lifrarbilun eftir að hafa verið
bitinn af könguló. Hinn 49 ára
Hanneman, sem samdi lög á borð
við Raining Blood og Angel of
Death, var bitinn árið 2011 og
hafði glímt við erfið veikindi
síðan þá.
Hanneman stofnaði Slayer ásamt
gítarleikaranum Kerry King
snemma á níunda áratugnum.
Hljómsveitin var ein af fjórum
stærstu „trash“-
þungarokksveitum
þess tíma. Hinar
voru Metallica,
Megadeath og
Anthrax.
Gítarleikari
Slayer dáinn
JEFF
HANNE-
MAN Gítar-
leikari Slayer
er látinn.