Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 35
STANGVEIÐI
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
Eitthvað fyrir alla
Veiðideild Útilífs var nýverið stækkuð
og úrvalið aukið. Þar fást vörur á
breiðu verðbili. SÍÐA 2
Ævintýraland
Verslunin Veiðifl ugur hefur fengið
umboðið fyrir hina heimsfrægu
Loop-veiðivörur. SÍÐA 2
Afmælistilboð
Veiðiportið er tíu ára og
verður með tilboð allan
maímánuð. SÍÐA 4
NORDICPHOTOS/GETTY
Veiðikortið er að hefja sitt níunda
starfsár en með það í vasanum er
hægt að veiða nær ótakmarkað í
rúmlega 35 veiðivötnum víðs vegar
um landið sem og að tjalda endur-
gjaldslaust við mörg þeirra. Kort-
ið kostar 6.900 krónur og er mjög
hagkvæmur valkostur sem hent-
ar jafnt veiðimönnum sem fjöl-
skyldufólki.
Með kortinu gefst fólki kost-
ur á að stoppa við falleg vötn, í
skemmri eða lengri tíma, án þess
að þurfa að eyða miklum tíma í að
finna út hvert á að fara til að kaupa
veiðileyfi, eða hvort það sé fiskur í
vatninu. Nokkrar breytingar eru á
kortinu í ár frá því í fyrra. Elliða-
vatn er nýtt inn. Vötnin í Svína-
dal; Þórisstaðavatn, Eyrarvatn og
Geitabergsvatn, munu hins vegar
ekki vera með.
Með Veiðikortinu fylgir vegleg-
ur bæklingur og í honum eru lýs-
ingar á veiðisvæðunum, reglur,
kort og myndir. Veiðikortið er stíl-
að á einn einstakling og þarf kort-
hafi að merkja kortið með kenni-
tölu sinni í þar til gerðan reit. Þegar
skráning fer fram hjá landeiganda
eða veiðiverði ber að sýna Veiði-
kortið og persónuskilríki. Kort-
ið gildir fyrir einn fullorðinn og
börn yngri en 14 ára í fylgd með
korthafa.
Veiðimönnum ber að virða þær
reglur sem kynntar eru á upp-
lýsingasíðum vatnanna, en mis-
munandi reglur geta gilt á milli
vatnasvæða. Hægt er að kaupa
Veiðikortið 2013 á næstu N1-stöð,
Olís-stöðvum, hjá Íslandspósti og
í veiðivöruverslunum um land allt.
Nánari upplýsingar er að finna
á veidikortid.is.
Hagkvæmur kostur
Veiðikortið veitir aðgang að 35 veiðivötnum víðs vegar um land.
00000