Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 8
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
Umsókn um íslenskan ríkisborgararétt
Breyttur afgreiðslustaður
Athugið að frá 1. maí 2013 skulu umsóknir og erindi vegna
ríkisborgararéttar berast Útlendingastofnun, Skógarhlíð 6,
105 Reykjavík, sími 510 5400.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Útlendingastof-
nunar www.utl.is.
Fyrirspurnum vegna umsókna sem borist hafa innanrík-
isráðuneytinu fyrir 1. maí 2013, ber hins vegar að beina til
ráðuneytisins.
------
Application for Icelandic citizenship
New point of contact
Please be adviced that from the 1st of May 2013 applications
and inquiries for Icelandic citizenship should be delivered to
the Directorate of Immigration at Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík,
tel. 510 5400.
Further information can be found on the website of the Direc-
torate of Immigration www.utl.is.
Inquiries regarding applications received by the Ministry of
the Interior before the 1st of May 2013 should be addressed
to the ministry.
Innanríkisráðuneytinu 4. maí 2013.
DÓMSMÁL Jörðin að Vatnsenda í
Kópavogi er enn í beinni eigu dán-
arbús Sigurðar Kristjáns Lárus-
sonar Hjaltested, en ekki sonar-
sonar hans og núverandi ábúanda,
Þorsteins Hjaltested. Þetta er nið-
urstaða Hæstaréttar frá í gær, en
um er að ræða staðfestingu á niður-
stöðu Héraðsdóms Reykjaness frá
því í nóvember síðastliðnum.
Um 7.000 manna byggð er nú í
Vatnsenda og er gert ráð fyrir enn
frekari uppbyggingu á svæðinu.
Kópavogsbær hefur greitt Þorsteini
hátt í þrjá milljarða króna vegna
eignarnáms í fjórum áföngum frá
árinu 1992. Kópavogsbær hefur
tekið undir sig hátt í 2.000 hektara
af Vatnsendalandinu, en eftir síð-
asta eignarnám voru aðeins fjöru-
tíu hektarar eftir af jörðinni. Auk
þeirrar upphæðar hefur Þorsteinn,
sem skráður eigandi, haft meiri
tekjur af landinu í gegnum ákvæði
í samningum við Kópavogsbæ. Þor-
steinn greiddi mest allra í skatt á
Íslandi árin 2010 og 2011.
Deilan um landið hefur staðið
frá árinu 1967, en á sér rætur allt
til 1940. Þá lést Magnús Einarsson
Hjaltested og eftirlét frænda sínum,
Sigurði Kristjáni Lárussyni Hjalte-
sted eftir jörðina, með ýmsum skil-
yrðum þó, meðal annars að jörðina
mætti ekki selja og að hún skyldi
ganga að erfðum til elsta sonar í
beinan karllegg.
Við andlát Sigurðar árið 1966
hlaut Magnús, elsti sonur hans og
faðir Þorsteins, umráð og afnot yfir
jörðinni, en síðan þá hafa yngri
hálfbræður Magnúsar, þeir Sigurð-
ur Kristján og Karl Lárus deilt við
Magnús og síðar Þorstein um landið.
Í niðurstöðu Hæstaréttar að
þessu sinni segir að í tengslum við
yfirfærslu umráða og afnota af jörð-
inni frá dánarbúi Sigurðar til Magn-
úsar sonar hans árið 1968 sé „hvergi
minnst á afsal til Magnúsar á bein-
um eignarrétti yfir jörðinni“. Auk
þess verði ekki séð að „þeim rétti
hafi síðar verið ráðstafað til hans
með skiptayfirlýsingu eða afsali“.
Því teljist telst beinn eignarrétt-
ur að jörðinni Vatnsenda í Kópavogi
enn vera á hendi dánarbúsins.
Ekki náðist í Þorstein við vinnslu
þessarar fréttar.
thorgils@frettabladid.is
Vatnsendi ekki í eigu
Þorsteins skattakóngs
Hæstiréttur staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms um að landið á Vatnsenda í
Kópavogi sé enn í beinni eigu dánarbús Sigurðar Kristjáns Hjaltested. Núverandi
ábúandi hefur haft miklar tekjur af landinu og deilt við föðurbræður sína.
GAMLI VATNSENDABÆRINN Eftir áratuga deilur hefur nú verið staðfest í Hæsta-
rétti að jörðin að Vatnsenda er enn í beinni eigu dánarbús Sigurðar Kristjáns
Hjaltested, en ekki núverandi ábúanda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
➜ „Nú byrja alls konar mál...“
Með dómi Hæstaréttar má segja að Karl
Hjaltested og Sigurður bróðir hans hafi
unnið sigur í málinu.
„Þetta er það sem við höfum alltaf sagt
og staðfestir dóm Hæstaréttar frá 1968
þar sem tekið er fram að ekki sé deilt um
eignarhald, heldur fór aðeins ábúenda- og
afnotaréttur til Magnúsar bróður míns.
Karl segir þetta ánægjudag.
„Það er bara verst að móðir okkar er ekki á lífi til að njóta
þessa dags.“
Hann segir framhaldið óljóst, enda margt í málinu. „Nú byrja
alls konar mál, við eigum eftir að setjast niður og skoða
næstu skref.“
Save the Children á Íslandi
➜ Skoða málið um helgina
Málið getur haft gríðar-
mikil áhrif á Kópavogsbæ
og framtíðaruppbyggingu á
svæðinu. Ármann Kr. Ólafs-
son, bæjarstjóri sagði í sam-
tali við Fréttablaðið að hann
hafi ekki haft tækifæri til að
skoða dóminn til hlítar, en
málið væri í skoðun.
„Ég mun hitta lögfræðinga og embættis-
menn bæjarins um helgina og við munum
leggjast yfir þetta. Ég hef hins vegar ekki náð
að kynna mér dóminn og get ekki tjáð mig
frekar um það, að svo komnu máli.“