Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 55
| ATVINNA |
Staða forstöðulæknis
FSN í Neskaupstað
Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða
í stöðu forstöðulæknis við umdæmissjúkrahús
Austurlands í Neskaupstað.
Forstöðulæknir stjórnar læknisfræðilegum þætti
sjúkrasviðs HSA.
Um er að ræða 100% stöðugildi.
Leitað er að sérfræðingi í lyflækningum með áhuga á að
stjórna og þróa sjúkrahúsþjónustu í Neskaupstað. Færni
í mannlegum samskiptum er mikilvæg sem og reynsla af
stjórnun.
Á FSN er rekin lyflækningadeild með tveimur
lyflæknum, hjúkrunardeild, handlækningadeild
með skurðstofu og svæfingarlækni, fæð-
ingarþjónusta og endurhæfingardeild ásamt
stoðdeildum.
Þar er einnig heilsugæsla fyrir íbúa í Neskaup-
stað og á Mjóafirði.
HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-,
hjúkrunar- og sjúkrasviði. FSN starfrækir
sjúkrasvið HSA. Stofnunin þjónar alls um 10.400
íbúum frá Bakkafirði til Djúpavogs, auk ferða-
manna sem sækja Austurland heim.
Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og
Læknafélags Íslands.
Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á vef
Embættis landlæknis, www.landlaeknir.is, til HSA, mann-
auðsstjóra, Lagarási 22, 700 Egilsstöðum.
Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. en staðan er laus frá
1. júlí 2013, eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefa:
Stefán Þórarinsson, framkvæmdastjóri lækninga,
s. 470-3052/892-3095, tölvup. stefanth@hsa.is og
Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri FSN,
s. 860-6770, tölvup. valdimarh@hsa.is.
Við Grunnskólann í Hveragerði er laus
staða deildarstjóra sérkennslu.
Grunnskólinn í Hveragerði er vel staðsettur í grónu og
glæsilegu bæjarfélagi. Einkunnarorð skólans eru: viska,
virðing og vinátta. Í ljósi þessara einkennisorða eru dagleg
störf mótuð. Í skólanum eru um 330 nemendur í 1.-10. bekk.
Skólinn er grænfánaskóli og lögð er áhersla á nýtingu
nánasta umhverfis við kennslu. Í þeim tilgangi er starfrækt
útikennslustofa og umhverfismálum er vel sinnt. Tónlistar-
kennsla er á skólatíma á vegum Tónlistarskóla Árnessýslu.
Starfssvið:
• Deildarstjóri er millistjórnandi sem hefur mannaforráð og
stýrir hluta af skólastarfinu í samráði við skólastjóra.
Hann fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í
faglegu starfi. Hann hefur umsjón með sérúrræðum
nemenda í samráði við kennara og skólastjórnendur og
stýrir teymisfundum.
Menntunar og hæfniskröfur deildarstjóra sérkennslu:
• Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
skilyrði
• Viðbótarmenntun í sérkennslufræðum skilyrði
• Reynsla af sérkennslu æskileg
• Framúrskarandi hæfni í samskiptum
• Góðir skipulagshæfileikar
• Góð þekking á stoðþjónustu
Umsóknarfrestur er til 20.maí. Umsóknir má senda rafrænt
á netfangið gudjon@hveragerdi.is eða á skrifstofu skólans
Skólamörk 6, 810 Hveragerði.
Upplýsingar um starfið veita:
Gunnar Baldursson í síma 483 4350 og
Fanney Ásgeirsdóttir í síma 846 4797
Skólastjóri
Helstu verkefni eru:
• Samhæfing ofangreindra skráningarkerfa
• Yfirumsjón verkefna
• Samhæfing skráningar- og matsferla
• Birting upplýsinga
• Samskipti við önnur opinber stjórnvöld,
hagsmunaaðila og viðskiptavini
Hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á sviði verkfræði eða stærðfræði
eða annað háskólanám sem nýtist í starfi
• Menntun á sviði verkefnastjórnunar er æskileg
• Marktæk reynsla af verkefnastjórnun stórra verkefna
• Reynsla af uppbyggingu stórra tölvukerfa
• Stjórnunarreynsla
• Reynsla af því að starfa í umhverfi gæðastjórnunar
• Reynsla af öryggisstjórnun upplýsingakerfa æskileg
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt sem og í hóp
• Forystuhæfileikar, metnaður og skipulagshæfileikar
• Góð kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði og
æskilegt er að kunna eitt Norðurlandamál
Hjá Þjóðskrá Íslands starfa yfir 100 starfsmenn. Verkefni stofnunarinnar eru mjög fjölbreytt og heldur stofnunin m.a. fasteignaskrá og þjóðskrá, gefur út
fasteignamat og brunabótamat, rekur vefinn island.is og sér um útgáfu vegabréfa. Þjóðskrá Íslands leggur metnað sinn í að sinna verkefnum sínum af
fagmennsku og áreiðanleika. Stofnunin hefur það að leiðarljósi að starfsmönnum líði vel í starfi og leggur áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn.
Gildi stofnunarinnar eru virðing, sköpunargleði og áreiðanleiki.
Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða öflugan og reyndan aðila í starf sviðsstjóra
fasteignaskrár Þjóðskrár Íslands. Starfið er á starfsstöð Þjóðskrár Íslands í Reykjavík.
Sviðsstjóri fasteignaskrár Þjóðskrár Íslands
Um er að ræða fullt starf og þarf umsækjandi
að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru
samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna.
Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í
6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2013.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Sigurbjörg J. Helgadóttir mannauðsstjóri hjá
Þjóðskrá Íslands á netfanginu sjh@skra.is.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í starfið. Umsóknir óskast sendar á
netfangið sjh@skra.is.
www.skra.is
www.island.is
Sviðsstjóri fasteignaskrár fer með yfirstjórn fasteignaskrár, sem tekur til skráningakerfis lands, skráningakerfis mannvirkja
og tengist matskerfi fyrir fasteignamat og brunabótamat.
Sviðsstjóri fasteignaskrár stýrir starfsemi starfseiningarinnar með faglegt öryggi og rekstrarlega hagkvæmni að leiðarljósi
í samræmi við hlutverk stofnunarinnar, markmið og starfsáætlanir. Sviðsstjóri mótar vinnu starfseiningarinnar með því
að setja hverju viðfangsefni markmið og eftir atvikum mælikvarða, starfsáætlun og að unnið sé samkvæmt gæðakerfi
og staðli um öryggisstjórnun upplýsingakerfa.
VAKA er eitt fjölhæfasta bílaþjónustufyrirtæki landsins.
Helstu áherslur
· Akstur bíla
· Móttaka flutningsbeiðna
· Manna vaktir
· Ábyrgð á ástandi bifreiða
Hæfniskröfur
· Meirapróf
· Almenn tölvukunnátta
· Gott viðmót og áhugi að bæta sig í starfi
· Stundvísi og snyrtimennska
· Góð mannleg samskipti
· Öguð vinnubrögð
Varahlutir Bifreiðaflutningar Úrvinnsla bíla Smurþjónusta
VAKA óskar eftir
deildarstjóra akstursdeildar
Áhugasamir geta sótt um með því að senda umsókn fyrir 17. maí á starf@vakahf.is.
Við bjóðum: Fjölbreytt verkefni, gott starfsumhverfi og vel samkeppnishæf laun.
Umsækjendur þurfa að geta lagt fram hreint sakavottorð.
Dekkjaþjónusta Bifreiðaverkstæði
LAUGARDAGUR 4. maí 2013 13