Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 30
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30
Eftir langt atvinnuumsóknarferli hefur Björt Ólafsdóttir loksins fengið svar, hún mun taka sæti á Alþingi næsta haust ásamt fimm flokksystkinum sínum í hinum nýstofnaða flokki Bjartri framtíð.
Björt verður ein af 27 nýjum þingmönnum
sem taka sæti á Alþingi og viðurkennir að
hún sé með nokkur fiðrildi í maganum yfir
væntanlegu starfi.
„Ég er svona að átta mig á þessu núna.
Ég hlakka líka mikið til að takast á starf-
ið og leggja mitt af mörkum. Ég verð samt
örugglega smá stressuð fyrir mína fyrstu
ræðu í pontu en það er eðlilegt,“ segir
Björt hlæjandi er hún tekur á móti blaða-
manni í fallegri risíbúð í miðbæ Reykja-
víkur. Þar býr Björt ásamt unnusta sínum,
Birgi Viðars syni, og þriggja ára syni þeirra,
Garpi.
Árið 2013 er viðburðaríkt í lífi Bjartar.
Hún fagnaði þrítugsafmæli sínu í byrjun
árs, sagði upp vinnu sinni sem mannauðs-
ráðgjafi hjá Capacent og ákvað að skella sér
í framboð. Einnig fékk hún bónorð og er að
skipuleggja veglegt sveitabrúðkaup í sumar.
Björt er nefnilega sveitastúlka sem ólst upp
við heldur óvanalegar aðstæður.
Ólst upp á meðferðarheimili
„Mér og bræðrum mínum hefur aldrei þótt
þetta neitt sérstakt tiltökumál en flestum
finnst mjög merkilegt þegar við segjumst
hafa alist upp á meðferðarheimili,“ segir
Björt og vísar þar í æskuheimilið, Torfa-
staði í Biskupstungum.
Foreldrar Bjartar ráku meðferðarheim-
ili fyrir unglinga á aldrinum 12-17 ára sam-
hliða því að reka búskap á bænum í 28 ár.
Samtals voru þau yfirleitt 12 á heimilinu,
fimm fjölskyldumeðlimir, en Björt á tvo
bræður, sex unglingar og einn vinnumaður.
Yfirleitt var um barnaverndarmál að ræða
þar sem vímuefnamisnotkun kom stundum
við sögu. Björt lærði snemma á mikilvægi
góðra samskipta og kallaði þá unglinga sem
dvöldu hjá þeim hverju sinni stjúpsystkini
sín. „Krakkarnir sem dvöldu hjá okkur
voru aldrei minna en ár í senn, sum komu
svo aftur til að vinna og búa hjá okkur. Auð-
vitað tengdist maður þeim mismikið en
mörg þeirra eru í sambandi við okkur enn
þann dag í dag. Hafa verið með okkur á jól-
unum í seinni tíð og skírt börn sín í höfuðið
á foreldrum mínum,“ segir Björt og bætir
við að þau hafa yfirleitt tæklað öll vandamál
sem komu upp á svona stóru heimili saman.
„Maður lærði aga og að maður þurfti að
vinna fyrir hlutunum. Ég man ekkert sér-
staklega eftir neinu einstöku sem kom upp
en ég held að mamma og pabbi hafi sofið
með annað augað opið í 28 ár. Við vorum
hins vegar aldrei skert af ást og umhyggju
þó að stundum reyndi á að deila athygli for-
eldra okkar með öðrum.“
Ætlaði að hætta í menntaskóla
Björt gekk í grunnskóla Biskupstungna í
Reykholti, í tíu manna bekk þar sem allir
fengu að blómstra, en er hún lauk grunn-
skólagöngu fór hún að renna hýru auga
til höfuðborgarsvæðisins. Hana langaði í
Menntaskólann við Hamrahlíð þó að móðir
hennar hafi frekar viljað hafa einkadótt-
urina nær. Björt hafði vinninginn og flutti
16 ára gömul til Reykjavíkur.
„Mömmu var ekki alveg rótt að sleppa
hendinni af einkadótturinni svo hún fékk
konu sem hafði verið hjá okkur á Torfa-
stöðum til að flytja inn með mér ásamt fjöl-
skyldu sinni. Svo var ég oft lokkuð heim um
helgar. Ég er svo mikill sælkeri að pabbi
hringdi oft í mig á föstudögum og sagðist
vera með lambalæri eða eitthvað annað gott
í ofninum og þá var ég fljót að koma,“ rifjar
Björt upp hlæjandi.
Það var krefjandi fyrst um sinn að koma
úr sveitinni í jafn stóran skóla og MH. Hins
vegar voru það týpurnar og ekki síst hinn
frægi Hamrahlíðarkór sem heilluðu Björt,
sem var fljót að kynnast fólki og koma sér
inn í félagslífið.
„Ég hafði alltaf verið afburðanemandi en
kannski hentaði fjölbrautakerfið mér ekki
alveg nógu vel. Eftir annað árið þurfti ég
að horfast í augu við raunveruleikann og
spýta í lófana ef ég ætlaði að útskrifast á
réttum tíma,“ segir Björt sem á þeim tíma
var jafnvel að spá í hætta í skóla og halda
út í heim. „Ég fékk þá flugu í hausinn að
læra fatahönnun í Flórens 18 ára en þá settu
for eldrar mínir mér stólinn fyrir dyrnar og
sögðu mér að gjöra svo vel og klára skólann.
Eftir það gæti ég gert það sem ég vildi. Þá
lá hins vegar sálfræðin beinast við og ég sé
ekki eftir því í dag. Ég hef samt enn þá mik-
inn áhuga á hönnun og tísku.“
Þrífst á mannlegum samskiptum
Björt fór í sálfræði í Háskóla Íslands og
vann á geðdeildum Landspítalans samhliða
námi sínu. Hún segir áhugann á sálfræði
líklega vera hægt að rekja til æsku sinnar
þegar hún lærði að takast á við og eiga sam-
skipti við mismunandi einstaklinga á heim-
ili sínu. Í starfi sínu á geðdeildunum kynnt-
ist hún samtökunum Geðhjálp þar sem hún
síðar gegndi formennsku á árunum 2011 til
lok árs 2012.
„Geðhjálp var sjálfboðavinna sem ég
sinnti samhliða vinnu minni sem ráðgjafi
hjá Capacent og ég lærði heilan helling í
því starfi. Ég var með gott fólk í kringum
mig sem studdi mig og kynntist líka nokkr-
um alþingismönnum sem ég þurfti að eiga í
samskiptum við.“
Björt flutti ásamt unnusta sínum til Lund-
ar í Svíþjóð þar sem hún nældi sér í masters-
gráðu í mannauðsstjórnun. Þau fluttu svo
heim í miðju hruni en Björt datt í lukkupott-
inn og fékk draumastöðuna hjá Capacent.
„Ég hef alltaf sóst eftir því að vera í
ábyrgðarstöðu og viljað vera í eldlínunni. Ég
er mikil félagsvera og þrífst þegar ég er í
mannlegum samskiptum við sem flesta en
þar kemur sálfræðin sér vel. Að kunna að
tækla mismunandi einstaklinga með misjafn-
ar skoðanir og þarfir. Ég býst við því að það
eigi eftir að koma sér vel inni á Alþingi líka.“
Bjartari framtíð
Björt tók sér langan umhugsunarfrest um
hvort hún ætti að hella sér út í pólitíkina
þegar Heiða Kristín Helgadóttir, annar for-
maður Bjartar framtíðar, viðraði þessa hug-
mynd við hana í byrjun árs.
„Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum og
fékk pólitískt uppeldi þar sem okkur var
kennd gagnrýn hugsun. Ég hef samt aldrei
verið virk í neinum flokki.“ Eins og flestir
fylgdist Björt með velgengni Besta flokksins
úr fjarlægð og fékk í kjölfarið góða tilfinn-
ingu fyrir stjórnmálum. „Þetta er ábyrgðar-
fullt hlutverk sem ég vildi ekki taka að mér
í neinni fljótfærni. Því hugsaði ég þetta vel
og lengi, auðvitað með mínum nánustu sem
studdu mig áfram. Það kom mér því ekki á
óvart að komast á þing enda var það mark-
miðið allan tímann og ég undir það búin.“
Ýmsar raddir hafa heyrst þess efnist að
Björt hafi ekki verið nógu áberandi í kosn-
ingabaráttunni miðað við hversu hátt sæti
hún skipaði á lista en Björt sat í fyrsta sæti í
Reykjavíkurkjördæmi norður.
„Ég var úti um allt á meðan á baráttunni
stóð, í viðtölum í sjónvarpi og útvarpi. Í odd-
vitaþætti RÚV, sat pallborð hjá hinum ýmsu
hagsmunaaðilum, fór á fjölmarga vinnustaði
og stóð vaktina í verslunarmiðstöðvum. Björt
framtíð er ólíkur öðrum flokkum því það eru
tveir formenn. Það er eðlilegt að Gummi og
Heiða hafi kannski virkað meira áberandi
fyrir suma. Við höfðum takmarkað aðgengi
að fjölmiðlum og vorum ekki með neina
styrki frá ríkinu eins og margur til að koma
okkur á framfæri. En mér þykir vænt um að
heyra að fólk hafi viljað sjá meira af mér,
sumir hringdu bara í mig og mæltu sér mót
við mig.“
Góð samskipti lykillinn
Björt framtíð hafa lýst því yfir að þau vilji
breyta til á Alþingi og meðal annars breyta
vinnuferlum, minnka átök og málþóf. Þau
eru aðgengilegur flokkur sem vill þjónusta
almenning með stjórnmálaþátttöku sinni.
„Alþingi er ekkert öðruvísi en aðrir vinnu-
staðir þar sem góð samskipti eru lykillinn
að góðum árangri. Það skiptir máli að tala
saman, setja sitt egó út fyrir rammann og
hugsa um heildina. Hvað er besta leiðin
hverju sinni,“ segir Björt sem setur spurn-
ingarmerki við flokkshollustu.
„Mér finnst það skrýtin pæling enda virð-
ist sem fólk blindist á allar aðrar leiðir en
sínar eigin. Stundum er það ekki besta leið-
in og við erum ráðin í þetta starf til að ein-
mitt finna bestu útfærslurnar hverju sinni.
Það sem skiptir mestu máli er að komast að
sameiginlegri niðurstöðu. Ég set spurningar-
merki við það að fylgja ákvörðunum sem ég
hef ekki tekið þátt í og er kannski ekki sam-
mála.” segir Björt sem hlakkar til að hefjast
handa.
„Nú ætla ég að vera skipulögð og sum-
arið verður nýtt í undirbúning fyrir þennan
spennandi vetur sem er fram undan.“
Með fiðrildi í maganum
Björt Ólafsdóttir er eitt af nýju andlitunum sem taka sæti á Alþingi. Þar mun hún sitja fyrir hönd Bjartrar framtíðar en Björt
er sveitastúlka sem ólst upp á meðferðarheimili þar sem áhuginn á sálfræði kviknaði en sú reynsla gæti nýst í nýju starfi.
GÓÐ SAMSKIPTI LYKILLINN Björt Ólafsdóttir er viss um að bakgrunnur hennar úr sálfræði og mannauðsstjórnun eigi eftir að koma sér vel í nýja starfinu þar
sem góð samskipti séu nauðsynleg til að ná árangri á Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Álfrún
Pálsdóttir
alfrun@frettabladid.is
BJÖRT FORTÍÐ
FJÖLSKYLDAN Björt ásamt unnusta sínum,
Birgi Viðarssyni, og syni þeirra, Garpi.
Á SKÍÐUM Björt er bæði í skíða- og hesta-
mennskunni.
Í STUÐI Tveggja ára Björt með foreldrum sínum og bróður
í húsi þeirra á Njálsgötunni.
STÓRT HEIMILI Allir að borða morgunmat í hestaferð en
mikið var um að vera á stóru heimili á Torfastöðum.