Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGStangveiði LAUGARDAGUR 4. MAÍ 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Atli Bergmanm, s. 512-5457, atli.bergmann@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Loop er skandinavískt merki og eitt af stóru merkjunum í fluguveiðibúnaði í heiminum,“ segir Hilmar Hansson, eig-
andi verslunarinnar Veiðiflugna sem nýlega
tók við umboði fyrir Loop-veiðivörur á Ís-
landi.
„Loop sérhæfir sig í veiðistöngum, hjólum
og línum. Þannig hefur nýja Cross S1-veiði-
stöngin frá Loop vakið gríðarlega athygli og
menn upphefja hana sem eina af bestu veiði-
stöngum sem framleiddar hafa verið,“ út-
skýrir Hilmar um eitt helsta stolt Loop.
Hann hvetur veiðimenn til að koma með
Loop-veiðistangir sem í vantar varahluti því
hjá Veiðiflugum leysi menn málin eftir bestu
getu.
„Í veiðihjólum leggjum við áherslu á Opti-
hjól sem eru frábær hjól með afbragðs góða
reynslu,“ segir Hilmar.
Um miðjan maímánuð á Hilmar von á
nýjum straumflugum í verslunina.
„Straumflugurnar eru hnýttar af Jóni
Inga og eru þær vönduðustu sem völ er á.
Við fáum gott úrval af nýjum Fish Skull- og
Zonker-straumflugum og allt eru það flugur
sem við höfum sjálfir notað með afar góðum
árangri á undanförnu ári. Um mánaðamót-
in maí-júní tökum við svo inn laxaflugur og
verðum með mýmargar nýjungar sem við
auglýsum síðar.“
Hilmar segir fleiri nýjunga vera að vænta í
Veiðiflugur í sumar.
„Við fáum stóra sendingu frá Guide-
line á næstu dögum, eins og belly-báta sem
eru þeir allra vönduðustu sem völ er á. Frá
Guide line kemur líka ný tvíhenda sem heit-
ir LXi og fékk verðlaunin „Best in Test“ í síð-
asta tölublaði Trout and Salmon. Þá eru Alta-
rennilásavöðlurnar nú endurbættar og orðn-
ar alveg saumlausar,“ upplýsir Hilmar um
ríkulegt vöruúrvalið í Veiðiflugum.
Veiðiflugur standa fyrir spennandi nám-
skeiðum fyrir veiðimenn og standa bókan-
ir yfir nú.
„Kastnámskeið Klaus Frimor hefjast í lok
maí og í fyrra komust færri að en vildu. Við
munum því mæta eftirspurninni betur og
koma öllum að í ár,“ segir Hilmar.
„Sumarið verður spennandi hjá okkur í
Veiðiflugum, búðin er að fá andlitslyftingu
og mikið af freistandi nýjungum í boði.“
Þess má geta að Loop-veiðivörurnar fást
einnig hjá Veiðivon í Mörkinni.
Veiðiflugur eru á Langholtsvegi 111 í
Reykjavík. Sími 5271060. Sjá nánar á www.
veidiflugur.is og www.fishingflies.is.
Spennandi sumar hjá Veiðiflugum
Veiðiflugur hafa nú tekið við umboði fyrir hinar heimsfrægu Loop-veiðivörur á Íslandi. Verslunin er ævintýraland fyrir veiðimenn
og þar fæst ríkulegt úrval veiðivarnings. Skráningar standa nú yfir á kastnámskeið og von er á nýjum straumflugum frá Jóni Inga.
Loop Cross 1 veiðistöngin. Hilmar Hansson með litskrúðugt úrval veiðiflugna í bakgrunni. MYND/DANÍEL
Verslunin Útilíf í Glæsibæ hefur öll verið endurnýjuð og nútímavædd. Veiðideildin var í leiðinni stækk-
uð og úrvalið aukið. Meðal nýjunga eru
bandarísku Sage-stangirnar sem eru
landsþekktar fyrir gæði,“ segir vörustjór-
inn Örn Hjálmarsson.
Hann segir sérstöðu veiðideildar Útilífs
vera breitt vöruúrval og sanngjarnt verð. „Hér
geta reyndir sem óreyndir veiðimenn feng-
ið allan nauðsynlegan búnað. Ódýrasti val-
kosturinn er Joakims-flugustangir. Þær eru
á verðbilinu 18.000 til 25.000 og eru frábær
valkostur fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu
skref í veiðinni,“ segir Örn. Hann segir engu
að síður um mjög góða vöru að ræða. „Þessi
Asíuframleiðsla er orðin svo miklu betri en
áður og þetta er í alla staði mjög frambærileg
vara. Stöngunum fylgir aukatoppur svo þeir
sem brjóta í byrjun geta skipt um topp og við-
haldskostnaður er því lítill.“ Útilíf býður einn-
ig flugustangir frá Ross sem eru á verðbilinu
29.900 til 49.900 króna og hafa reynst afar vel.
Sage-stangirnar kosta svo frá 49.000 krónum
og eru fyrir fólk sem kýs mestu gæðin, en nýja
stöngin Sage One er af mörgum talin besta
flugustöngin á markaðnum í dag.
Í versluninni fæst sömuleiðis allur annar
búnaður svo sem flugulínur, veiðiflugur,
veiðijakkar, öndunarvöðlur og skór. „Við
erum með flugur frá Jóni Inga Ágústssyni en
þær þykja bestar á markaðnum. Ég er flugu-
hnýtingarmaður sjálfur og hef mikinn metn-
að fyrir því að bjóða upp á bestu fáanlegu
flugurnar. Þá tökum við við sérpöntunum ef
þess er óskað en það er talsvert um það að fólk
vilji láta hnýta fyrir sig ákveðnar flugur.“
Örn segir Útilíf jafnframt bjóða úrval kast-
stanga, spúna og maðka og ljóst að þar fá
veiðimenn allt sem þarf á einum stað.
Gott úrval á breiðu verðbili
Veiðideild Útilífs í Glæsibæ er ein elsta veiðideild landsins og þar starfa menn með mikla reynslu. Deildin var nýverið stækkuð
og úrvalið aukið. Þar geta reyndir sem óreyndir veiðimenn fundið allt sem þarf í veiðina.
Flugurnar eru frá Jóni Inga Ágústssyni en auk þess tekur Örn við sérpöntunum. Joakims-stangirnar eru hér fremst, þá Ross og loks Sage.
Örn (til hægri) ásamt Ívari Blöndal Halldórssyni, starfsmanni veiðideildar Útilífs. MYND/VILHELM