Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 12
4. maí 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Þessi jákvæða þróun gefur þó ekki tilefni til að slak-að sé á árvekni gagnvart þeirri umtalsverðu áhættu
í fjármálakerfinu sem enn er til
staðar.“
Þetta er ekki tilvitnun í aðvörun-
arorð frá því fyrir hrun heldur blá-
kalt mat seðlabankastjóra í skýrslu
bankans um fjármálastöðugleika
sem birt var í vikunni. Þessi sterka
og tvímælalausa áminning kemur
í kjölfar kosningabaráttu þar sem
allir flokkar, í afar misríkum mæli
þó, slökuðu á árvekninni.
Kosningabaráttan var öll út í
hött. Tími loforðanna er einfald-
lega ekki runninn upp. Þó að sumar
hagstærðir hafi
færst til betri
vegar er ekki
með nei num
rökum unnt að
vefengja mat
seðlabanka-
stjórans. Þegar
stjórnmálamenn
gefa við slíkar
aðstæður mestu kosningaloforð
allra tíma hljóta þeir að horfa á til-
veruna frá skökku sjónarhorni.
Í því uppgjöri sem nú er hafið
innan Samfylkingarinnar er nýr
formaður sakaður um að tala ekki
eins og fólkið vill heyra. Trúlega
er nokkuð til í þessu ámæli. En það
lýsir vel þeirri miklu kreppu sem
íslensk stjórnmál eru í um þessar
mundir. Á tímum þrenginga á kraf-
an þvert á móti að vera sú að stjórn-
málaleiðtogar tali um það sem fólk-
ið þarf að heyra. Þeir eru kosnir til
að veita þá forystu.
Hrunið varð af því að slakað var
á árvekninni fjórum árum fyrr.
Enginn sagði það sem fólkið þurfti
þá að heyra: Að undirstaða lífskjar-
anna var froða. Og það fer aftur illa
ef enginn sammælist seðlabanka-
stjóranum nú í að segja það sem
allir þurfa að heyra: Að sérhverja
ákvörðun verði að taka í ljósi
þeirrar staðreyndar að umtalsverð
áhætta er í fjármálakerfinu.
Umtalsverð áhætta í fj ármálakerfi nu
Í stöðugleikaskýrslu Seðlabank-ans kemur skýrt fram að þjóðin á ekki gjaldeyri fyrir afborg-
unum erlendra lána á næstu árum.
Viðskiptaafgangurinn hrekkur
ekki til. Bankinn telur að sá vandi
geti meira að segja farið vaxandi.
Orðrétt segir í skýrslunni um
erlendu lánin: „Án lengingar eða
umtalsverðrar endurfjármögnun-
ar er ljóst að ekkert svigrúm er til
þess að nýta viðskiptaafgang í því
skyni að hleypa út krónueignum
erlendra aðila á næstu árum.“
Þessi ummæli verða varla skil-
in á annan veg en að í tengslum
við samninga við kröfuhafa föllnu
bankanna verði fyrst að ná niður-
stöðu um framlengingu á erlend-
um lánum. Formaður Framsóknar-
flokksins sem nú vinnur að
stjórnarmyndun hefur hins vegar
sett það sem skilyrði að fyrst verði
ákveðin endurgreiðsla á innlend-
um skuldum heimilanna.
Verði ný ríkisstjórn mynduð á
þessum forsendum gæti komið
upp alvarlegur ágreiningur milli
hennar og Seðlabankans. Bank-
anum er að lögum skylt að fram-
fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar
nema það gangi gegn markmiðinu
um stöðugleika. Fari stefna nýrrar
ríkisstjórnar þvert á það er bank-
anum óheimilt að framkvæma
hana.
Gerlegt ætti að vera að hindra
greiðsluþrot þjóðarbúsins ef for-
gangsröðun Seðlabankans nær
fram að ganga. Á hinn bóginn
verða þeir sem mynda ríkisstjórn
á grundvelli skilyrða Framsóknar-
flokksins og hyggjast setja þau í
forgang að útskýra hvernig sneiða
má hjá ágreiningi við Seðlabank-
ann og koma í veg fyrir gjaldeyris-
þurrð og greiðsluþrot.
Hætta á ágreiningi við Seðlabankann
Í skýrslu Seðlabankans er sagt fullum fetum að búast megi við að auknar kröfur verði
gerðar til banka um eigið fé til að
tryggja stöðugleika. Í framhaldi af
því segir: „Eiginfjárstaða íslensku
bankanna gefur því minna svig-
rúm til arðgreiðslna en ætla mætti
við fyrstu sýn.“
Ný ríkisstjórn verður að svara
hvort eigi að setja í forgang: Kröf-
una um aukið eigið fé bankanna
til að verja almannahagsmuni eða
óskirnar um að nota stöðuna til að
endurgreiða verðbólgu liðinna ára.
Fjármálastöðugleiki þjóðarbúsins
er í húfi eins og fyrir fimm árum.
Þá fór illa. Það þarf að semja við
vogunarsjóði. En það er líka hægt
að breyta Íslandi aftur í vogunar-
sjóð.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa
gefið til kynna að þeir séu fúsir
til að ræða bætt kjör á grund-
velli bættrar samkeppnisstöðu.
Ný ríkisstjórn getur ekki látið við
það eitt sitja að tala fallega um þá
hluti. Hún þarf að sýna aðgerða-
áætlun.
Hugsanlega má nota varfærna
langtímaáætlun um skattalækk-
anir í þessum tilgangi. En hitt
væri óðs manns æði að ákveða
þær fyrir fram og utan við víð-
tæka heildarsamninga við aðila
vinnumarkaðarins um bætta
samkeppnis stöðu þjóðarbúsins.
Í launamálunum eru tveir kost-
ir: Það er hægt að senda verð-
bólguskilaboð eða tilboð um alvöru
þríhliða viðræður um bætta sam-
keppnisstöðu. Seinni kosturinn
krefst tafarlausra ákvarðana um
gríðarlegt aðhald á öllum sviðum.
Enn hefur enginn kynnt ábyrg
áform í þeim efnum í samræmi
við þá árvekni sem Seðlabankinn
kallar eftir.
Verður Ísland á ný að vogunarsjóði?
E
ftirtektarverður árangur frumkvöðlanna sem að
sprotafyrirtækinu CLARA standa sýnir í hnotskurn
um hvers konar verðmæti er að tefla í þessum í geira
nýsköpunar og tækni. Frá því var greint í vikunni að
fyrirtækið, sem ekki er nema fimm ára gamalt og með
um fimmtán starfmenn, hafi verið selt til bandarísks hugbún-
aðarfyrirtækis á rúman milljarð króna. CLARA fékk þar verð-
miða sem slagar vel upp í markaðsvirði Nýherja í Kauphöllinni.
Um leið var upplýst að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
hefði tvöfaldað fjárfestingu sína í CLARA frá því fyrir einu ári
þegar sjóðurinn keypti í fyrirtækinu átján prósenta hlut. Við
söluna nú hefur sjóðurinn væntanlega fengið til sín tæpar 190
milljónir króna, sem nýtast til áframhaldandi fjárfestingar í
sprotafyrirtækjum hér á landi.
Velgengni eins og þessi er
ekki gripin úr loftinu. Grunn-
urinn að henni er meðal annars
lagður í skólakerfinu, en hér á
landi hafa samtök vinnumark-
aðarins hins vegar um nokkurt
skeið bent á að til starfa vanti
vel menntað fólk á þeim sviðum
sem helst er horft til að geti örvað hagvöxt til framtíðar. Ljóst
er að svokallaðar undirstöðuatvinnugreinar (jafnvel að ferða-
mennsku meðtalinni) nálgast efri mörk í framleiðni. Þar setja
náttúra og umhverfi skorðurnar.
Góður árangur í að jafna hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja
sýnir að með skýrri sýn og markvissum aðgerðum er hægt að
koma á breytingum til batnaðar. Þar þrýsta ekki síst á ný lög
um kynjahlutföll sem taka gildi í september.
Um leið er ljóst að ekki er hægt að kippa hverju sem er í liðinn
með einfaldri lagasetningu. Mikilvægt er að beina fólki í réttan
farveg í námi, þannig að nýtist samfélaginu sem best. Hag-
vöxtur framtíðar kemur úr hugverkageira, nýsköpun og tækni.
Rúmu hálfu ári eftir hrun, í maí 2009, voru kynntar niður-
stöður erlendrar sérfræðinganefndar sem í byrjun ársins
var falið að koma fram með tillögur um framtíð menntunar,
rannsókna og nýsköpunar hér á landi. Fyrir nefndinni fór
Christoffer Taxell, kanslari við háskólann í Åbo í Finnlandi.
Hann var ráðherra vísinda- og tæknimála í Finnlandi í banka-
hruninu í byrjun tíunda áratugarins.
Lögð var til svipuð leið og skilaði Finnum árangri eftir hrun
með því að viðhalda fjárfestingu í menntun á öllum skólastig-
um og aukinni áherslu á nýsköpun. Þá var kallað eftir mann-
auðsstefnu í menntamálum þar sem áherslur yrðu mótaðar
eftir þjóðarhag. Lögð var til fækkun háskóla úr sjö í tvo.
Lítið sem ekkert hefur verið gert með þessar tillögur og þá
ekki heldur tillögur Vísinda- og tækniráðs frá því í fyrravor
þar sem meðal annars var lögð til fækkun háskóla í fjóra.
Lengi hefur legið fyrir hvaða skref þurfi að stíga í upp-
stokkun og breyttum áherslum í íslensku menntakerfi og löngu
tímabært að hefja þá vegferð. Það verkefni, með fleirum, bíður
væntanlega nýs ráðherra menntamála. CLARA sýnir hvers
getur verið að vænta.
Vöxturinn er í hugverkum, nýsköpun og tækni:
Huga verður
að grunninum
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Góð leikfimi fyrir allar
konur sem vilja styrkja sig
og líða betur.
Skráðu þig núna
í síma 560 1010 eða á
mottaka@heilsuborg.is
Vertu með