Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 12
4. maí 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þessi jákvæða þróun gefur þó ekki tilefni til að slak-að sé á árvekni gagnvart þeirri umtalsverðu áhættu í fjármálakerfinu sem enn er til staðar.“ Þetta er ekki tilvitnun í aðvörun- arorð frá því fyrir hrun heldur blá- kalt mat seðlabankastjóra í skýrslu bankans um fjármálastöðugleika sem birt var í vikunni. Þessi sterka og tvímælalausa áminning kemur í kjölfar kosningabaráttu þar sem allir flokkar, í afar misríkum mæli þó, slökuðu á árvekninni. Kosningabaráttan var öll út í hött. Tími loforðanna er einfald- lega ekki runninn upp. Þó að sumar hagstærðir hafi færst til betri vegar er ekki með nei num rökum unnt að vefengja mat seðlabanka- stjórans. Þegar stjórnmálamenn gefa við slíkar aðstæður mestu kosningaloforð allra tíma hljóta þeir að horfa á til- veruna frá skökku sjónarhorni. Í því uppgjöri sem nú er hafið innan Samfylkingarinnar er nýr formaður sakaður um að tala ekki eins og fólkið vill heyra. Trúlega er nokkuð til í þessu ámæli. En það lýsir vel þeirri miklu kreppu sem íslensk stjórnmál eru í um þessar mundir. Á tímum þrenginga á kraf- an þvert á móti að vera sú að stjórn- málaleiðtogar tali um það sem fólk- ið þarf að heyra. Þeir eru kosnir til að veita þá forystu. Hrunið varð af því að slakað var á árvekninni fjórum árum fyrr. Enginn sagði það sem fólkið þurfti þá að heyra: Að undirstaða lífskjar- anna var froða. Og það fer aftur illa ef enginn sammælist seðlabanka- stjóranum nú í að segja það sem allir þurfa að heyra: Að sérhverja ákvörðun verði að taka í ljósi þeirrar staðreyndar að umtalsverð áhætta er í fjármálakerfinu. Umtalsverð áhætta í fj ármálakerfi nu Í stöðugleikaskýrslu Seðlabank-ans kemur skýrt fram að þjóðin á ekki gjaldeyri fyrir afborg- unum erlendra lána á næstu árum. Viðskiptaafgangurinn hrekkur ekki til. Bankinn telur að sá vandi geti meira að segja farið vaxandi. Orðrétt segir í skýrslunni um erlendu lánin: „Án lengingar eða umtalsverðrar endurfjármögnun- ar er ljóst að ekkert svigrúm er til þess að nýta viðskiptaafgang í því skyni að hleypa út krónueignum erlendra aðila á næstu árum.“ Þessi ummæli verða varla skil- in á annan veg en að í tengslum við samninga við kröfuhafa föllnu bankanna verði fyrst að ná niður- stöðu um framlengingu á erlend- um lánum. Formaður Framsóknar- flokksins sem nú vinnur að stjórnarmyndun hefur hins vegar sett það sem skilyrði að fyrst verði ákveðin endurgreiðsla á innlend- um skuldum heimilanna. Verði ný ríkisstjórn mynduð á þessum forsendum gæti komið upp alvarlegur ágreiningur milli hennar og Seðlabankans. Bank- anum er að lögum skylt að fram- fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar nema það gangi gegn markmiðinu um stöðugleika. Fari stefna nýrrar ríkisstjórnar þvert á það er bank- anum óheimilt að framkvæma hana. Gerlegt ætti að vera að hindra greiðsluþrot þjóðarbúsins ef for- gangsröðun Seðlabankans nær fram að ganga. Á hinn bóginn verða þeir sem mynda ríkisstjórn á grundvelli skilyrða Framsóknar- flokksins og hyggjast setja þau í forgang að útskýra hvernig sneiða má hjá ágreiningi við Seðlabank- ann og koma í veg fyrir gjaldeyris- þurrð og greiðsluþrot. Hætta á ágreiningi við Seðlabankann Í skýrslu Seðlabankans er sagt fullum fetum að búast megi við að auknar kröfur verði gerðar til banka um eigið fé til að tryggja stöðugleika. Í framhaldi af því segir: „Eiginfjárstaða íslensku bankanna gefur því minna svig- rúm til arðgreiðslna en ætla mætti við fyrstu sýn.“ Ný ríkisstjórn verður að svara hvort eigi að setja í forgang: Kröf- una um aukið eigið fé bankanna til að verja almannahagsmuni eða óskirnar um að nota stöðuna til að endurgreiða verðbólgu liðinna ára. Fjármálastöðugleiki þjóðarbúsins er í húfi eins og fyrir fimm árum. Þá fór illa. Það þarf að semja við vogunarsjóði. En það er líka hægt að breyta Íslandi aftur í vogunar- sjóð. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gefið til kynna að þeir séu fúsir til að ræða bætt kjör á grund- velli bættrar samkeppnisstöðu. Ný ríkisstjórn getur ekki látið við það eitt sitja að tala fallega um þá hluti. Hún þarf að sýna aðgerða- áætlun. Hugsanlega má nota varfærna langtímaáætlun um skattalækk- anir í þessum tilgangi. En hitt væri óðs manns æði að ákveða þær fyrir fram og utan við víð- tæka heildarsamninga við aðila vinnumarkaðarins um bætta samkeppnis stöðu þjóðarbúsins. Í launamálunum eru tveir kost- ir: Það er hægt að senda verð- bólguskilaboð eða tilboð um alvöru þríhliða viðræður um bætta sam- keppnisstöðu. Seinni kosturinn krefst tafarlausra ákvarðana um gríðarlegt aðhald á öllum sviðum. Enn hefur enginn kynnt ábyrg áform í þeim efnum í samræmi við þá árvekni sem Seðlabankinn kallar eftir. Verður Ísland á ný að vogunarsjóði? E ftirtektarverður árangur frumkvöðlanna sem að sprotafyrirtækinu CLARA standa sýnir í hnotskurn um hvers konar verðmæti er að tefla í þessum í geira nýsköpunar og tækni. Frá því var greint í vikunni að fyrirtækið, sem ekki er nema fimm ára gamalt og með um fimmtán starfmenn, hafi verið selt til bandarísks hugbún- aðarfyrirtækis á rúman milljarð króna. CLARA fékk þar verð- miða sem slagar vel upp í markaðsvirði Nýherja í Kauphöllinni. Um leið var upplýst að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefði tvöfaldað fjárfestingu sína í CLARA frá því fyrir einu ári þegar sjóðurinn keypti í fyrirtækinu átján prósenta hlut. Við söluna nú hefur sjóðurinn væntanlega fengið til sín tæpar 190 milljónir króna, sem nýtast til áframhaldandi fjárfestingar í sprotafyrirtækjum hér á landi. Velgengni eins og þessi er ekki gripin úr loftinu. Grunn- urinn að henni er meðal annars lagður í skólakerfinu, en hér á landi hafa samtök vinnumark- aðarins hins vegar um nokkurt skeið bent á að til starfa vanti vel menntað fólk á þeim sviðum sem helst er horft til að geti örvað hagvöxt til framtíðar. Ljóst er að svokallaðar undirstöðuatvinnugreinar (jafnvel að ferða- mennsku meðtalinni) nálgast efri mörk í framleiðni. Þar setja náttúra og umhverfi skorðurnar. Góður árangur í að jafna hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja sýnir að með skýrri sýn og markvissum aðgerðum er hægt að koma á breytingum til batnaðar. Þar þrýsta ekki síst á ný lög um kynjahlutföll sem taka gildi í september. Um leið er ljóst að ekki er hægt að kippa hverju sem er í liðinn með einfaldri lagasetningu. Mikilvægt er að beina fólki í réttan farveg í námi, þannig að nýtist samfélaginu sem best. Hag- vöxtur framtíðar kemur úr hugverkageira, nýsköpun og tækni. Rúmu hálfu ári eftir hrun, í maí 2009, voru kynntar niður- stöður erlendrar sérfræðinganefndar sem í byrjun ársins var falið að koma fram með tillögur um framtíð menntunar, rannsókna og nýsköpunar hér á landi. Fyrir nefndinni fór Christoffer Taxell, kanslari við háskólann í Åbo í Finnlandi. Hann var ráðherra vísinda- og tæknimála í Finnlandi í banka- hruninu í byrjun tíunda áratugarins. Lögð var til svipuð leið og skilaði Finnum árangri eftir hrun með því að viðhalda fjárfestingu í menntun á öllum skólastig- um og aukinni áherslu á nýsköpun. Þá var kallað eftir mann- auðsstefnu í menntamálum þar sem áherslur yrðu mótaðar eftir þjóðarhag. Lögð var til fækkun háskóla úr sjö í tvo. Lítið sem ekkert hefur verið gert með þessar tillögur og þá ekki heldur tillögur Vísinda- og tækniráðs frá því í fyrravor þar sem meðal annars var lögð til fækkun háskóla í fjóra. Lengi hefur legið fyrir hvaða skref þurfi að stíga í upp- stokkun og breyttum áherslum í íslensku menntakerfi og löngu tímabært að hefja þá vegferð. Það verkefni, með fleirum, bíður væntanlega nýs ráðherra menntamála. CLARA sýnir hvers getur verið að vænta. Vöxturinn er í hugverkum, nýsköpun og tækni: Huga verður að grunninum Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Góð leikfimi fyrir allar konur sem vilja styrkja sig og líða betur. Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Vertu með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.