Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 16
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16
Þann 1. maí birtist grein
í Fréttablaðinu eftir
Þórdísi Hauksdóttur,
þar sem hún fjallaði um
uppsetningu fjarskipta-
mannvirkja á Úlfars felli.
Í greininni var uppsetn-
ingin og tengdar fram-
kvæmdir gagnrýndar
harkalega, en með þess-
um línum vill Voda-
fone skýra tilurð fram-
kvæmdanna og sögulegt
samhengi þeirra.
Alvarleg röskun á mikilvægri
þjónustu yfirvofandi
Um áratuga skeið var rekin á
Rjúpnahæð í Kópavogi fjar-
skiptastöð, þaðan sem og útvarps-
sendingar voru til stórs hluta höf-
uðborgarsvæðisins. Stöðin var
lögð niður fyrir rúmum fimm
árum, vegna byggingar nýrra
íbúðahverfa á svæðinu. Þá átti
að hraða uppbyggingu á aðstöðu
til útvarpssendinga á nýjum stað,
en sú vinna tafðist úr hófi og
útvarpssendingar lentu á hrak-
hólum. Fyrir vikið hafa gæði
útvarpssendinga minnkað og
þjónustan við borgarbúa versn-
að, eins og vaxandi umkvart-
anir almennings eru til vitnis
um. Vegna byggðaþróunar munu
útvarps- og sjónvarpssendingar
frá Vatnsendahæð einnig leggjast
af innan skamms og án uppbygg-
ingar á nýjum útsendingarstað
blasti því við alvarleg röskun á
fjarskiptaþjónustu sem bæði er
nauðsynleg út frá öryggissjónar-
miðum og kröfu almennings um
gæði útvarps- og sjón-
varpsþjónustu.
Í því samhengi hófst
fyrir nokkrum árum
kortlagning á mögulegum
sendastöðum á höfuð-
borgarsvæðinu. Niður-
staða þeirrar vinnu var
sú, að Úlfarsfell væri
langheppilegasti stað-
urinn til útvarpssend-
inga. Þaðan gætu fjar-
skiptamerki borist víða,
án þess þó að umrædd
mannvirki væru nærri byggð.
Sótt var um leyfi fyrir nauðsyn-
legum framkvæmdum og eftir
að leyfi fékkst, um einu og hálfu
ári síðar, var hafist handa við
lagningu jarðstrengs og bygg-
ingu tækjahúss. Þá voru settir
upp tveir tréstaurar fyrir loftnet
útvarpssendanna.
Rík áhersla var lögð á lág-
marksrask á umhverfinu við
framkvæmdirnar. Sannarlega
sá þeirra merki á framkvæmda-
tímanum en nú, u.þ.b. ári síðar,
eru ummerkin lítil sem engin.
Farið var í einu og öllu eftir sett-
um skilmálum en eftir að fram-
kvæmdum lauk kom í ljós, að
Reykjavíkurborg var óheimilt að
veita byggingarleyfið sem síðar
var afturkallað. Málinu var í
framhaldinu vísað til kærunefnd-
ar Umhverfis og auðlindamála,
sem hefur það til úrvinnslu þegar
þessi orð eru rituð.
Úlfarsfell geti áfram verið
útivistarparadís
Uppbygging fjarskiptaþjónustu
er mikilvæg samfélaginu öllu.
Miklar kröfur eru gerðar til
þjónustuaðila og til að verða við
þeim er óhjákvæmilegt að setja
upp fjarskiptabúnað af ýmsu
tagi, oft á óbyggðum svæðum.
Þannig hefur tekist að bæta þjón-
ustu við almenning, auka öryggi
ferðafólks og mæta vaxandi eftir-
spurn. Í öllum framkvæmdum
leggjum við okkur fram um að
umgangast náttúruna af virðingu
og hlusta fordómalaust á skoðan-
ir þeirra sem gagnrýna einstak-
ar framkvæmdir á okkar vegum.
Við teljum okkur ekki vera óvini
náttúrunnar og trúum því ein-
læglega, að fjarskiptarekstur á
Úlfarsfelli hafi hvorki áhrif á
lífræna heild fjallsins né hindri
borgarbúa í að sækja þangað til
útivistar.
Vinnum saman
Starfsmenn Vodafone er reiðu-
búnir til að vinna með öllum sem
hagsmuna eiga að gæta að viðun-
andi lausn á málinu. Það er okkar
trú að eitt þurfi ekki að útiloka
annað og með góðri samvinnu
geti Úlfarsfell í senn orðið var-
anlegur útsendingarstaður og
útivistar paradís.
Sjónvarps- og útvarps-
sendingar frá Úlfarsfelli
Undanfarið hefur
mikil umræða
verið um olíu-
leit á íslenska
landgrunninu og
hefur m.a. verið
fjallað um skatt-
lagningu á slíkri
starfsemi. Olíu-
leitarfyrirtæki
hafa gagnrýnt
fyrirkomulag
skattlagningar og
gert kröfur um breytingar. Á sínum
tíma var undirritaður fenginn til að
vinna grunnathugun á því hvernig
skattlagningu á olíuvinnslufyrir-
tækjum væri háttað hjá öðrum ríkj-
um og var m.a. í því litið til Kanada
en þar eru aðstæður svipaðar og við
Íslandsstrendur. Einnig eru vinnslu-
aðferðir áþekkar þeim sem nota á
hér á landi.
Enn er þó langt í land að vinnsla
fari af stað af fullri alvöru og skulu
menn ekki vanmeta þá miklu vinnu
sem er fram undan í rannsóknum og
tilraunaborunum.
Í upphafi sjöunda áratugar síð-
ustu aldar var byrjað að leita að olíu
á hafsvæðinu í kringum Nýfundna-
land og Labrador. Boraðar voru 132
tilraunaholur áður en vinnanleg
olía fannst en til samanburðar hafa
verið boraðar 3.500 tilraunaholur í
Norðursjó og hafa 200 gefið af sér
vinnanlega olíu. Rannsóknir á haf-
svæðinu í kringum Nýfundnaland og
Labrador héldu áfram út sjöunda og
áttunda áratug síðustu aldar en það
var ekki fyrr en í byrjun níunda ára-
tugarins sem olíuvinnsla byrjaði af
fullum krafti.
Ótroðnar slóðir
Kanadamenn ákváðu að fara
ótroðnar slóðir í skattlagningu á
þessu sviði og var yfirvöldum þar
í landi veitt sérstök lagaheimild
til þess að gera sérsamninga við
hvert olíuleitarfyrirtæki þar sem
kveðið var á um hlutfall og fyrir-
komulag álagningar. Með þessu var
tekið mið af mismunandi aðstæðum
hvers og eins, s.s. því hversu mikla
olíu er hægt að vinna úr hverri auð-
lind og hversu miklum fjármunum
talið er að viðkomandi fyrirtæki
þurfi að eyða í fjárfestingar. Með
þessu hafa Kanadamenn getað
komið til móts við fyrirtækin og
fengið sanngjarna hlutdeild í ágóð-
anum og um leið gert olíuvinnslu
meira aðlagandi fyrir erlenda fjár-
festa. Er ljóst að íslensk stjórnvöld
líkt og þau kanadísku þurfa að
taka meira tillit til krafna olíufyr-
irtækja um að skattlagning endur-
spegli líka kostnaðinn og áhættuna
fyrir fyrirtækin sjálf. Það sem við
getum lært af Kanadamönnum er
að hægt er að fara fleiri en eina
leið, þ.e.a.s. við getum sett upp
sveigjanlegt kerfi sem tekur mið
af mismunandi þáttum í stað þess
að einblína á að velja einhvern einn
farveg líkt og umræðan hefur látið
stjórnast af hingað til.
Til samanburðar má nefna olíu-
vinnslu á svæði við Kanada sem
kallast Hibernia-svæðið. Þar var
gerður sérsamningur við olíu-
vinnslufyrirtæki um skattheimtu
og voru fyrirtækjunum sett mörk
með hversu miklu af rekstrarkostn-
aði þau fengju að gjaldfæra í rekstri
sínum en ýmis afsláttur var svo gef-
inn með tilliti til aðstæðna. Mikil-
vægt er að við drögum lærdóm af
því sem önnur ríki í sömu aðstæðum
og Íslendingar hafa gert enda ljóst
að þegar kemur að olíuleit og fram-
leiðslu þá er um mjög tímafreka og
kostnaðarsama grein að ræða en
ávinningurinn getur að sama skapi
verið mikill.
Olía við Ísland
Landey ehf. er dótturfélag Arion banka og fer með eignarhald bankans á nýbyggingum og fasteignaþróunarverkefnum.
Hátúni 2b | 105 Reykjavík | Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | www.landey.is
Austurbakki 2
Um er að ræða byggingarrétt að 15.500 m2 skrifstofu- og
atvinnuhúsnæði við Austurbakka 2, Reykjavík. Reiturinn
er merktur nr. 2 á meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrætti.
Spennandi tækifæri á lifandi svæði.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins
Hátúni 2b í síma 594 4210 eða 660 4210,
netfang: landey@landey.is
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S/
L
A
E
6
39
54
0
4/
13
Landey býður til sölu eftirtalin lóðarréttindi:
SKIPULAGSMÁL
Hrannar Pétursson
framkvæmdastjóri
samskiptasviðs
Vodafone
➜ Það er okkar trú að eitt
þurfi ekki að útiloka annað
og með góðri samvinnu geti
Úlfarsfell í senn orðið varan-
legur útsendingarstaður og
útivistarparadís.
OLÍULEIT
Sævar
Þór Jónsson
lögmaður