Fréttablaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 4
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
DÓMSTÓLAR Sjö menn sem eru sak-
aðir um skipulagningu og aðild að
smygli á tæpum 19,5 kílóum af
amfetamíni og 1,7 lítrum af amfeta-
mínbasa í janúar síðastliðnum
ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir
dómi í gær. Reynt var að smygla
efnunum í pósti frá Danmörku.
Mál á hendur mönnunum fyrir
stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild
að slíku broti var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur, en það er með
umfangsmestu smyglmálum sem
hér hafa upp komið.
Af mönnunum sjö hafa fimm
setið í gæsluvarðhaldi frá því í
janúar og voru færðir fyrir dóm-
inn í járnum. Tveir þeirra eru
frá Litháen, Dainius Kvedaras og
Darius Kochanas. Hinir eru Íslend-
ingar, Jónas Fannar Valdimarsson,
Jón Baldur Valdimarsson og Símon
Páll Jónsson.
Íslendingarnir eru sagðir hafa
staðið fyrir smyglinu á amfeta-
míninu, en að auki er Dainius
ákærður fyrir hlutdeild í því broti,
með því að hafa aðstoðað við flutn-
ing á fíkniefnunum til sendingar til
Íslands á pósthús í Danmörku.
Símon Páll játar sök í smyglmál-
inu, en neitar því þó að hafa lagt
á ráðin um smyglið. Jónas Fann-
ar neitar sök samkvæmt lýsingu
í ákæru, en játar þó hlutdeild að
brotinu. Þá neitar hann að hafa átt
þátt í smyglinu á amfetamínbas-
anum.
Jón Baldur neitar alfarið sök
hvað smyglið varðar, en játar að
hafa átt gramm af hassi, smáræði
af marijúana og tæpt hálft gramm
af alsælu sem hald var lagt á við
húsleit hjá honum. Dainius og Dar-
ius neita báður öllum sakargiftum
varðandi smyglið, hvort heldur
sem það snýr að amfetamíninu eða
amfetamínbasanum.
Yngstu sakborningarnir tveir, á
24. og 23. aldursári, sem ekki voru
í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild
sína að málinu í héraðsdómi í gær.
Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á
pósthús á höfuðborgarsvæðinu til
að leysa út fíkniefnasendinguna frá
Danmörku.
Símon Páll og Jónas Fannar,
sem játuðu brot sín að hluta, hafna
báðir kröfu ákæruvaldsins um upp-
töku varnings og efna sem lögregla
gerði upptæk hjá þeim við handtöku
í janúarlok. Gerð var krafa um upp-
töku á trékylfu, hafnaboltakylfu og
öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá
Símoni Páli og sterastungulyfjum
hjá Jónasi Fannari, testosteroni,
trenboloni, nandroloni og sust-
anoni.
Guðjón St. Marteinsson héraðs-
dómari dæmir í málinu, en áætlað
er að aðalmeðferð í því fari fram
30. og 31. þessa mánaðar.
olikr@frettabladid.is
Í DÓMSAL 101 Sakborningar í stóru fíkniefnamáli sem upplýst var um í janúar hylja andlit sín áður en mál ákæruvaldsins á
hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hluti sakborninga játar
aðild að amfetamínsmygli
Tveir Litháar og einn Íslendingur neita aðild að smygli á 19,4 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa
til landsins í pósti frá Danmörku. Tveir Íslendingar játa sök að hluta og tveir að hafa reynt að leysa efnin úr pósti.
Fram kemur í ákæru að úr
1.710 millilítrum af amfeta-
mínabasavökva sem reynt
var að smygla til landsins í
megi framleiða um 1.350
grömm af amfetamínsúlfíði.
Það má drýgja í rúm 17 kíló
af amfetamíni í neyslustyrk.
17 kg
Til leigu verslunarhúsnæði við Fjarðargötu 19 í miðbæ Hafnarfjarðar.
Hægt er að leigja húsnæði á bilinu 130 til 364,2 fermetrar.
Góð bílastæði, gott aðgengi og stórir gluggar. Húsnæðið er laust.
Uppl. veita Úlfar Þór Davíðson s: 897-9030 og
Gunnar Skúli Guðjónsson 696-7008
Til leigu verslunarhúsnæði
á besta stað í miðbæ Hafnarfjarðar
TIL
LEI
GU
VEIÐI Hvalveiðar munu hefjast að
nýju í sumar eftir tveggja ára hlé.
Morgunblaðið greindi frá þessu
í gær.
Haft er eftir Kristjáni Lofts-
syni, framkvæmdastjóra Hvals
hf., að veiðarnar muni hefjast í
byrjun júní og standa fram í lok
september. Veiðarnar munu að
sögn Kristján skapa um 150 störf
við veiðar og vinnslu.
Veiðarnar verða stundað-
ar á Hval 8 og Hval 9 og verða
bátar nir teknir í slipp á næstunni
og gerðir klárir fyrir vertíðina. - hó
Hvalbátar gerðir klárir:
Hvalveiðar eftir
tveggja ára hlé
HVALVEIÐAR BOÐAÐAR Eftir tveggja
ára hlé er ráðgert að Hvalur 8 og Hvalur
9 verði sendir til veiða í júní.
BRUSSEL Framkvæmdastjórn ESB
hefur krafið fjórtán aðildarríki
um endurgreiðslu 230 milljóna
evra, sem hafði verið veitt úr
landbúnaðarkerfi sambandsins.
Fjármununum hafði ekki verið
varið samkvæmt reglum sam-
bandsins og voru þau því endur-
kölluð.
Hæstu kröfurnar eru á Grikk-
land sem þarf að endurgreiða
meira en 120 milljónir evra og
Pólland sem greiðir rúmar 80
milljónir.
Um þriðjungur útgjalda ESB
fara til landbúnaðarmála. - þj
Fjórtán aðildarríki ESB:
Endurgreiða
landbúnaðarfé
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Mánudagur
5-10 m/s.
VÍÐA RIGNING Það verður fremur milt en úrkomusamt á landinu í dag. Á morgun
snýst vindur til norðanáttar með éljum og heldur kólnandi veðri fyrir norðan.
4°
14
m/s
6°
7
m/s
6°
3
m/s
8°
8
m/s
Á morgun
8-15 m/s NV-til, annars hægari.
Gildistími korta er um hádegi
6°
-1°
7°
4°
0°
Alicante
Basel
Berlín
20°
16°
20°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
14°
20°
16°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
14°
14°
22°
London
Mallorca
New York
14°
20°
18°
Orlando
Ósló
París
27°
9°
17°
San Francisco
Stokkhólmur
22°
14°
7°
5
m/s
6°
5
m/s
6°
5
m/s
5°
12
m/s
7°
5
m/s
10°
8
m/s
3°
2
m/s
6°
3°
6°
5°
2°
18
Grásleppu-
vertíðin í
ár er átján
dögum styttri
en í fyrra.
27.04.2013 ➜ 03.05.2013
2
Tveimur háhyrningum af sex sem voru
strand í Heiðarhöfn á Langanesi var
bjargað. Hinir drápust.
22.00
Tólf ára börn og yngri mega
nú vera úti til tíu á kvöldin
og eldri börn til miðnættis.
11
Fílafuglseggssteingervingur
seldist á 11 milljónir króna
hjá Christie´s.
Umferð um hringveginn
dróst saman um 4,6 pró-
sent milli ára í aprílmánuði.
4,6% Frá því í febrúar
hefur verðið
á bensínlítr-
anum lækkað
um þrjátíu
krónur.30
k
r
12,6%
Konur eru 12,6
prósent starfandi
lögreglumanna.
ÍSLENDINGUR
OG DANI skiptu á
milli sín stóra vinn-
ingnum í Víkinga-
lottóinu í vikunni.
Hvor fékk 54 millj-
ónir króna í vinning.