Fréttablaðið - 04.05.2013, Page 4

Fréttablaðið - 04.05.2013, Page 4
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is DÓMSTÓLAR Sjö menn sem eru sak- aðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfeta- mínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóm- inn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslend- ingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfeta- míninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutn- ing á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmál- inu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fann- ar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbas- anum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Dar- ius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upp- töku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upp- töku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sust- anoni. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar. olikr@frettabladid.is Í DÓMSAL 101 Sakborningar í stóru fíkniefnamáli sem upplýst var um í janúar hylja andlit sín áður en mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hluti sakborninga játar aðild að amfetamínsmygli Tveir Litháar og einn Íslendingur neita aðild að smygli á 19,4 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa til landsins í pósti frá Danmörku. Tveir Íslendingar játa sök að hluta og tveir að hafa reynt að leysa efnin úr pósti. Fram kemur í ákæru að úr 1.710 millilítrum af amfeta- mínabasavökva sem reynt var að smygla til landsins í megi framleiða um 1.350 grömm af amfetamínsúlfíði. Það má drýgja í rúm 17 kíló af amfetamíni í neyslustyrk. 17 kg Til leigu verslunarhúsnæði við Fjarðargötu 19 í miðbæ Hafnarfjarðar. Hægt er að leigja húsnæði á bilinu 130 til 364,2 fermetrar. Góð bílastæði, gott aðgengi og stórir gluggar. Húsnæðið er laust. Uppl. veita Úlfar Þór Davíðson s: 897-9030 og Gunnar Skúli Guðjónsson 696-7008 Til leigu verslunarhúsnæði á besta stað í miðbæ Hafnarfjarðar TIL LEI GU VEIÐI Hvalveiðar munu hefjast að nýju í sumar eftir tveggja ára hlé. Morgunblaðið greindi frá þessu í gær. Haft er eftir Kristjáni Lofts- syni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að veiðarnar muni hefjast í byrjun júní og standa fram í lok september. Veiðarnar munu að sögn Kristján skapa um 150 störf við veiðar og vinnslu. Veiðarnar verða stundað- ar á Hval 8 og Hval 9 og verða bátar nir teknir í slipp á næstunni og gerðir klárir fyrir vertíðina. - hó Hvalbátar gerðir klárir: Hvalveiðar eftir tveggja ára hlé HVALVEIÐAR BOÐAÐAR Eftir tveggja ára hlé er ráðgert að Hvalur 8 og Hvalur 9 verði sendir til veiða í júní. BRUSSEL Framkvæmdastjórn ESB hefur krafið fjórtán aðildarríki um endurgreiðslu 230 milljóna evra, sem hafði verið veitt úr landbúnaðarkerfi sambandsins. Fjármununum hafði ekki verið varið samkvæmt reglum sam- bandsins og voru þau því endur- kölluð. Hæstu kröfurnar eru á Grikk- land sem þarf að endurgreiða meira en 120 milljónir evra og Pólland sem greiðir rúmar 80 milljónir. Um þriðjungur útgjalda ESB fara til landbúnaðarmála. - þj Fjórtán aðildarríki ESB: Endurgreiða landbúnaðarfé Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Mánudagur 5-10 m/s. VÍÐA RIGNING Það verður fremur milt en úrkomusamt á landinu í dag. Á morgun snýst vindur til norðanáttar með éljum og heldur kólnandi veðri fyrir norðan. 4° 14 m/s 6° 7 m/s 6° 3 m/s 8° 8 m/s Á morgun 8-15 m/s NV-til, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 6° -1° 7° 4° 0° Alicante Basel Berlín 20° 16° 20° Billund Frankfurt Friedrichshafen 14° 20° 16° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 14° 14° 22° London Mallorca New York 14° 20° 18° Orlando Ósló París 27° 9° 17° San Francisco Stokkhólmur 22° 14° 7° 5 m/s 6° 5 m/s 6° 5 m/s 5° 12 m/s 7° 5 m/s 10° 8 m/s 3° 2 m/s 6° 3° 6° 5° 2° 18 Grásleppu- vertíðin í ár er átján dögum styttri en í fyrra. 27.04.2013 ➜ 03.05.2013 2 Tveimur háhyrningum af sex sem voru strand í Heiðarhöfn á Langanesi var bjargað. Hinir drápust. 22.00 Tólf ára börn og yngri mega nú vera úti til tíu á kvöldin og eldri börn til miðnættis. 11 Fílafuglseggssteingervingur seldist á 11 milljónir króna hjá Christie´s. Umferð um hringveginn dróst saman um 4,6 pró- sent milli ára í aprílmánuði. 4,6% Frá því í febrúar hefur verðið á bensínlítr- anum lækkað um þrjátíu krónur.30 k r 12,6% Konur eru 12,6 prósent starfandi lögreglumanna. ÍSLENDINGUR OG DANI skiptu á milli sín stóra vinn- ingnum í Víkinga- lottóinu í vikunni. Hvor fékk 54 millj- ónir króna í vinning.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.