Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 2
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FRÉTTIR FIMM Í FRÉTTUM GEIMVÍSINDI, HJÁLPARSTARF OG BLÓÐGJÖFGLEÐIFRÉTTIN VIKAN 03.08.➜09.08.2014 Kjörís í Hveragerði ætlar að bjóða upp á ís úr brjóstamjólk kvenna í Hveragerði á Ísdeginum í bænum sem haldinn verður um næstu helgi. „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fal- legar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerð- inga til þess að gefa mjólk í verkefnið,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss, í samtali við Vísi. Brjóstamjólkurísinn er kallaður Búbís. Hann verður eingöngu í boði á Ísdeginum. Kjörís framleiðir ís úr brjóstamjólk TRYGGVI GUNNARSSON , umboðsmaður Alþingis, ítrek- aði spurningar sínar til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanrík- isráðherra um samskipti hennar við lögreglustjórann í Reykjavík. Hann spurði forsætisráðherra líka um siðareglur ríkisstjórnarinnar. EVA MARÍA ÞÓRARINSDÓTT- IR LANGE, formaður stjórnar Hinsegin daga, var á meðal þeirra sem mættu í Blóðbank- ann á þriðjudaginn til að gefa blóð fyrir hönd sam- og tvíkyn- hneigðra karla, sem fá ekki að gerast blóðgjafar. ELÍN ODDSDÓTTIR skurð- hjúkrunarfræðingur er komin til Gasastrandarinnar á vegum Rauða krossins. Þar tekur hún þátt í hjúkrun fólks sem hefur særst í árásum Ísraelshers. ANNA LINDGREN er Íslend- ingur búsett í Vestmannalandi í Svíþjóð. Skógareldar grönd- uðu sumarhúsi fjölskyldunnar og fólk flúði heimabæ hennar Nordberg, en heimilið bjargað- ist á endanum. ➜ KÁRI HELGA- SON útskrifaðist með doktorsgráðu í stjörnufræði frá háskólanum í Mary- land. Hann hefur stundað rannsóknir með vísindamönnum NASA, er á leiðinni til rannsókna í Þýska- landi og segist ekki mundu slá hendinni á móti boði um að gerast geimfari. SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500 BÍLTÆKIMP3 SPILARAR ÚTVÖRPHLJÓMBORÐ HEYRNARTÓL REIKNIVÉLAR SJÓNVÖRP FERÐATÆKI MAGNARARBÍLMAGNARAR ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR MEIRA EN 2000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTIALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR ELDAVÉLAR ÍSSKÁPAR ÞVOTTAVÉLAR OFNAR OPIÐ! ALLA HELGINA LAUGARDAG 11-16 SUNNUDAG 13-17 Á SUÐURLANDSBRAUT Sjá allt úrvalið á ht.is SUNNUDAGUR Óvissustig við Sólheimajökul Al- mannavarnir lýstu yfir óvissustigi við Sólheimajökul, en óttast var að jakar gætu brotnað framan af jöklinum og valdið flóðbylgju í lóninu sem hefur myndast. Umferð ferðamanna var takmörkuð. MÁNUDAGUR Stórslysalaus helgi Útihátíðir verslunarmannahelgarinnar tókust vel og helgin gekk stórslysalaust fyrir sig. Þó varð dálítið uppnám síðustu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar skyndi- lega brast á með hvassviðri og fjöldi tjalda hátíðargesta fauk út í buskann. ÞRIÐJUDAGUR Mestu skógareldar Svíþjóðar Þúsundir manna flúðu skæða og útbreidda skógarelda í Vestmannalandi í Svíþjóð. Mikið eignatjón varð og einn maður lést. Eldarnir eru taldir þeir mestu í Svíþjóð á síðari tímum. Önnur Evrópuríki sendu Svíum aðstoð. MIÐVIKUDAGUR Ebólafaraldur breiðist út Stjórn- völd í Nígeríu staðfestu annað dauðsfallið þar í landi af völdum ebólaveirunnar. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar víða um heim og Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin lýst yfir alþjóðlegu neyðarástandi. FIMMTUDAGUR Uppgangur í sjávarútveginum Störfum í sjávarútvegi fjölgaði úr 7.200 árið 2008 í 9.100 í árslok 2012. Betri aflabrögð skýra fjölgun starfa, ekki síst vinnsla makríls til manneldis. Fisk- vinnslufólki fjölgaði um 1.200 á tímabilinu. FÖSTUDAGUR Vantar hrefnu Hrefnuveiðimenn anna ekki eftirspurn eftir hvalkjötinu. Aðeins hafa veiðst átján hrefnur í sumar, en framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. segir að gott væri að hafa tíu til viðbótar. LAUGARDAGUR Heyrnarskertir fá ekki túlka „Táknmálstúlkun nýtist ekki heyrnarskertum þar sem íslenskan er þeirra móðurmál.“ SÍÐA 4 Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar HÚSNÆÐISMÁL „Þetta eru einhverjar viðamestu breytingar sem ráðist hefur verið í í húsnæðismálum hér á landi. Þegar þær hafa að fullu komið til fram- kvæmda hafa þær áhrif á hvert einasta heimili í landinu,“ segir Eygló Harð- ardóttir, félags- og húsnæðismálaráð- herra. Í ráðuneyti Eyglóar eru í smíðum nokkur frumvörp sem varða húsnæðis- markaðinn hér á landi og stefnir ráð- herra að því að leggja þau fram á haust- og vorþingi. Frumvörpin verða byggð á skýrslu nefndar um framtíðarskipan húsnæðismála hér á landi. Íbúðalánasjóður verður lagður af í núverandi mynd, honum verður skipt upp. Sett verða á laggirnar sérstök hús- næðislánafélög þar sem félögin mega eingöngu lána til húsnæðiskaupa og eiga þau að fjármagna útlán með útgáfu sér- tryggðra húsnæðisverðskuldabréfa. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verður látið renna út en núverandi lántakendur sjóðsins eiga að fá þjónustu frá sér- stöku húsnæðislánafélagi. Eygló segir að hún stefni að því að hér á landi verði virkur leigumarkaður svo fólk hafi val um hvort það eigi hús- næði eða leigi það. „Við ætlum að sameina vaxtabætur og húsaleigubætur í eitt húsnæðisbóta- kerfi. Eftir það miðast stuðningurinn við efnahag en ekki búsetuform,“ segir Eygló og bætir við að hún telji þetta stórt skref fram á við. Þá á að setja ný lög um leigumark- aðinn. „Eitt af því sem vantar að skil- greina hér á landi er hvað telst lang- tímahúsaleiga,“ segir ráðherra og bætir við að það verði að búa til hvata svo fólk geti leigt til lengri tíma. Slíkt verði gert með því að bæta á sama tíma stöðu leigjenda og leigusala. Eygló segir að ekki hafi verið rætt sérstaklega að setja þak á leiguverð. „Breytingar á húsnæðisbótakerfinu eiga að koma til móts við þá sem eru á leigumarkaði,“ segir Eygló. Lagt verður til að fjölga íbúðum félaga sem eru rekin án hagnaðarsjón- armiða. Rætt hefur verið um að lækka fjármagnstekjuskatt á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis um helming, eða úr 20 prósentum í tíu prósent. Þá á að endurskoða lög um húsnæð- issamvinnufélög með það að markmiði að starfsemi þeirra verði efld svo þau styðji enn betur við nýtt framtíðar- skipulag húsnæðismála. johanna@frettabladid.is Aðgerðirnar hafa áhrif á öll heimili á Íslandi Félagsmálaráðherra segir unnið að viðamiklum breytingum á húsnæðiskerfinu sem snerti öll heimili landsins. Búa á til sérstök húsnæðislánafélög. Þá á að sameina í eitt vaxta- og húsaleigu- bótakerfi og koma á laggirnar virkum leigumarkaði. Nauðsynlegt sé að skilgreina langtímaleigu. VIÐAMIKLAR BREYTINGAR Gagngerar breytingar verða lagðar til á skipan húsnæðismála á haust- þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þegar breytingarnar hafa að fullu komið til framkvæmda hafa þær áhrif á hvert einasta heimili í landinu. Við ætlum að sameina vaxtabætur og húsaleigubætur í eitt húsnæðisbótakerfi. Eftir það miðast stuðningurinn við efna- hag en ekki búsetuform. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra HEILBRIGÐISMÁL Vinna við fjár- lagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir að Landspítalinn fari fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að ítrekað hefur verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalar- nóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent frá síðasta ári og inni- liggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæð- ið. „Það er þannig að eins og rekstur- inn hjá okkur er þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. - GAG Forstjóri Landspítalans segir hugsanlegt að skera verði niður þjónustu í ár: Keyra langt fram úr fjárlögum STREMBIÐ VERKEFNI Páll segist skynja velvilja hjá stjórnvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.