Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 8
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 ÍRAK Bandaríkjamenn hófu í gær loftárásir gegn samtökunum Ísl- amskt ríki sem ráða yfir stórum svæðum í norðurhluta Íraks. Fyrstu árásunum var beint gegn stórskota- liði sem berst gegn hersveitum Kúrda í grennd við borgina Irbil. Barack Obama Bandaríkjafor- seti tilkynnti aðfaranótt föstudags að hann hefði heimilað loftárásir í Írak til að vinna bug á íslamistun- um. Hann hyggst þó ekki senda her- menn inn í landið. „Við getum brugðist við, var- lega og af ábyrgð, til að koma í veg fyrir mögulegt þjóðarmorð,“ sagði Obama á blaðamannafundi er hann tilkynnti um heimildina. BBC kall- ar þetta sterkt og táknrænt orða- val hjá Obama, sem kaus að beita ekki hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í fyrra, eftir að efnavopnum var beitt í átökunum þar í landi. Irbil er höfuðborg sjálfsstjórnar- héraðsins Kúrdistans í Norður-Írak. Sveitir Íslamska ríkisins hafa náð á sitt vald borgunum Mosul, Sindsjar og Karakosh sem liggja nálægt hér- aðinu. Obama lýsti því yfir aðfara- nótt föstudags að Bandaríkin myndu beita loftárásum gegn ísl- amistum ef þeir gerðu atlögu gegn Irbil, þar sem margir bandarískir ráðgjafar og diplómatar eru stað- settir. Stjórnvöld í Írak og Kúrdistan fögnuðu í gær þeirri ákvörðun að heimila loftárásir gegn íslamist- um. Samtökin Íslamskt ríki, sem áður kölluðu sig ISIS, hafa unnið hvern sigurinn á fætur öðrum gegn stjórnarliðum og lagt undir sig stór svæði í Norður-Írak og í Sýrlandi á síðustu mánuðum. „Við þökkum Barack Obama,“ segir Kalíd Tsjamal Alber, fulltrúi trúmálaráðuneytis Kúrdistans, í samtali við fréttaveituna AP. Samtökin byggja á mjög íhalds- samri túlkun á íslam og vilja koma ströngum sjaría-lögum á í landinu. Um 200.000 manns úr minnihluta- hópum landsins hafa þurft að flýja heimili sín undan samtökunum, þar á meðal 50.000 Jasídar sem sitja fastir á Sindsjarfjalli, matar- og vatnslitlir. Obama hefur sagt að loftárásum yrði sömuleiðis beitt ef nauðsyn krefði til þess að hjálpa stjórnarlið- um að aflétta umsátrinu um Sind- sjarfjall. bjarkia@frettabladid.is Loftárásir hafnar á norðurhluta Íraks Bandaríkjamenn gerðu loftárás á sveit samtakanna Íslamskt ríki í Írak í gær. Barack Obama forseti segist ekki ætla að senda hermenn inn í landið. Stjórnvöld í Írak og Kúrdistan fagna aðstoð Bandaríkjanna gegn samtökunum herskáu. SVISS Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in (WHO) hefur lýst því yfir að alþjóðlegt neyðarástand ríki nú vegna ebólufaraldursins í Vest- ur-Afríku. Fulltrúar stofnunar- innar segja brýna þörf á sam- stilltu, alþjóðlegu átaki til að stöðva útbreiðslu veirunnar. Yfirlýsing WHO kom í kjöl- far neyðarfundar sérfræð- inga í Sviss sem stóð yfir í tvo daga. Faraldurinn sem kom upp í Gíneu síðastliðinn febrúar er sá mannskæðasti í sögunni og hefur nú grandað rúmlega 930 manns. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að í ljósi takmarkaðrar heil- brigðisþjónustu og þéttrar byggðar í þeim löndum sem veiran gæti næst borist til, séu mögulegar afleiðingar frekari útbreiðslu grafalvarlegar. Keiji Fukuda, yfirmaður heil- brigðisöryggis hjá WHO, segir að séu réttu skrefin tekin sé hægt að vinna bug á faraldrinum. „Þetta er ekki dularfullur sjúk- dómur,“ segir Fukuda. „Þetta er smitsjúkdómur sem hægt er að hafa hemil á. Þetta er ekki veira sem smitast í lofti milli fólks.“ Samkvæmt BBC hafa yfirlýs- ingar WHO um neyðarástand tákn- rænt gildi en þær hafa engar tak- markanir á flugferðum fólks eða alþjóðlegum viðskiptum í för með sér. Jeremy Farrar, forstjóri Well- come-sjóðsins, segir að það sé enn mjög ólíklegt að ebólufaraldurinn muni verða að heimsfaraldri þótt íbúum Vestur-Afríku standi enn gríðarleg hætta af veirunni. - bá Sérfræðingar sem sóttu tveggja daga neyðarfund segja þörf á alþjóðlegu átaki gegn ebólufaraldrinum: WHO lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi LÝSA YFIR NEYÐARÁSTANDI Keiji Fukuda ræðir við Margaret Chan, fram- kvæmdastjóra WHO, á blaðamanna- fundi í Sviss. NORDICPHOTOS/AFP HEFUR HAFIÐ LOFTÁRÁSIR Obama hyggst ekki senda bandaríska hermenn inn í Írak. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Khazanah Nasional, sem er í eigu ríkissjóðs Malasíu, mun taka yfir allan eignarhlut í Mala- ysia Airlines. Farþegaþota á vegum félagsins var skotin niður í lofthelgi Úkraínu í byrjun júlí og fyrr á árinu hvarf önnur vél sporlaust. Fréttastofa BBC segir að þessir tveir atburð- ir hafi haft mjög slæm áhrif á rekstur félagsins. Khazanah átti fyrir tæplega 70 prósenta hlut í félaginu. - jhh Malaysia Airlines þjóðnýtt: Reksturinn í molum ÍranSýrland Írak Tyrkland Mosul Karakosh Bagdad Sindsjar-fjall Irbil Kúrdistan-hérað FYRSTA LOFTÁRÁS BANDARÍKJAMANNA Hernám í ágúst Loft árás Hernám í júní Hernumin svæði Íslamsks ríkis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.