Fréttablaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 8
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
ÍRAK Bandaríkjamenn hófu í gær
loftárásir gegn samtökunum Ísl-
amskt ríki sem ráða yfir stórum
svæðum í norðurhluta Íraks. Fyrstu
árásunum var beint gegn stórskota-
liði sem berst gegn hersveitum
Kúrda í grennd við borgina Irbil.
Barack Obama Bandaríkjafor-
seti tilkynnti aðfaranótt föstudags
að hann hefði heimilað loftárásir í
Írak til að vinna bug á íslamistun-
um. Hann hyggst þó ekki senda her-
menn inn í landið.
„Við getum brugðist við, var-
lega og af ábyrgð, til að koma í veg
fyrir mögulegt þjóðarmorð,“ sagði
Obama á blaðamannafundi er hann
tilkynnti um heimildina. BBC kall-
ar þetta sterkt og táknrænt orða-
val hjá Obama, sem kaus að beita
ekki hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í
fyrra, eftir að efnavopnum var beitt
í átökunum þar í landi.
Irbil er höfuðborg sjálfsstjórnar-
héraðsins Kúrdistans í Norður-Írak.
Sveitir Íslamska ríkisins hafa náð á
sitt vald borgunum Mosul, Sindsjar
og Karakosh sem liggja nálægt hér-
aðinu. Obama lýsti því yfir aðfara-
nótt föstudags að Bandaríkin
myndu beita loftárásum gegn ísl-
amistum ef þeir gerðu atlögu gegn
Irbil, þar sem margir bandarískir
ráðgjafar og diplómatar eru stað-
settir.
Stjórnvöld í Írak og Kúrdistan
fögnuðu í gær þeirri ákvörðun að
heimila loftárásir gegn íslamist-
um. Samtökin Íslamskt ríki, sem
áður kölluðu sig ISIS, hafa unnið
hvern sigurinn á fætur öðrum gegn
stjórnarliðum og lagt undir sig stór
svæði í Norður-Írak og í Sýrlandi á
síðustu mánuðum.
„Við þökkum Barack Obama,“
segir Kalíd Tsjamal Alber, fulltrúi
trúmálaráðuneytis Kúrdistans, í
samtali við fréttaveituna AP.
Samtökin byggja á mjög íhalds-
samri túlkun á íslam og vilja koma
ströngum sjaría-lögum á í landinu.
Um 200.000 manns úr minnihluta-
hópum landsins hafa þurft að flýja
heimili sín undan samtökunum, þar
á meðal 50.000 Jasídar sem sitja
fastir á Sindsjarfjalli, matar- og
vatnslitlir.
Obama hefur sagt að loftárásum
yrði sömuleiðis beitt ef nauðsyn
krefði til þess að hjálpa stjórnarlið-
um að aflétta umsátrinu um Sind-
sjarfjall. bjarkia@frettabladid.is
Loftárásir hafnar
á norðurhluta Íraks
Bandaríkjamenn gerðu loftárás á sveit samtakanna Íslamskt ríki í Írak í gær.
Barack Obama forseti segist ekki ætla að senda hermenn inn í landið. Stjórnvöld í
Írak og Kúrdistan fagna aðstoð Bandaríkjanna gegn samtökunum herskáu.
SVISS Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
in (WHO) hefur lýst því yfir að
alþjóðlegt neyðarástand ríki nú
vegna ebólufaraldursins í Vest-
ur-Afríku. Fulltrúar stofnunar-
innar segja brýna þörf á sam-
stilltu, alþjóðlegu átaki til að
stöðva útbreiðslu veirunnar.
Yfirlýsing WHO kom í kjöl-
far neyðarfundar sérfræð-
inga í Sviss sem stóð yfir í tvo
daga. Faraldurinn sem kom upp
í Gíneu síðastliðinn febrúar er
sá mannskæðasti í sögunni og
hefur nú grandað rúmlega 930
manns.
Í yfirlýsingu stofnunarinnar
segir að í ljósi takmarkaðrar heil-
brigðisþjónustu og þéttrar byggðar
í þeim löndum sem veiran gæti næst
borist til, séu mögulegar afleiðingar
frekari útbreiðslu grafalvarlegar.
Keiji Fukuda, yfirmaður heil-
brigðisöryggis hjá WHO, segir að
séu réttu skrefin tekin sé hægt að
vinna bug á faraldrinum.
„Þetta er ekki dularfullur sjúk-
dómur,“ segir Fukuda. „Þetta er
smitsjúkdómur sem hægt er að
hafa hemil á. Þetta er ekki veira
sem smitast í lofti milli fólks.“
Samkvæmt BBC hafa yfirlýs-
ingar WHO um neyðarástand tákn-
rænt gildi en þær hafa engar tak-
markanir á flugferðum fólks eða
alþjóðlegum viðskiptum í för með
sér. Jeremy Farrar, forstjóri Well-
come-sjóðsins, segir að það sé enn
mjög ólíklegt að ebólufaraldurinn
muni verða að heimsfaraldri þótt
íbúum Vestur-Afríku standi enn
gríðarleg hætta af veirunni. - bá
Sérfræðingar sem sóttu tveggja daga neyðarfund segja þörf á alþjóðlegu átaki gegn ebólufaraldrinum:
WHO lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi
LÝSA YFIR NEYÐARÁSTANDI Keiji
Fukuda ræðir við Margaret Chan, fram-
kvæmdastjóra WHO, á blaðamanna-
fundi í Sviss. NORDICPHOTOS/AFP
HEFUR HAFIÐ LOFTÁRÁSIR Obama hyggst ekki senda bandaríska hermenn inn í Írak. NORDICPHOTOS/AFP
VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið
Khazanah Nasional, sem er í
eigu ríkissjóðs Malasíu, mun
taka yfir allan eignarhlut í Mala-
ysia Airlines. Farþegaþota á
vegum félagsins var skotin niður
í lofthelgi Úkraínu í byrjun júlí
og fyrr á árinu hvarf önnur
vél sporlaust. Fréttastofa BBC
segir að þessir tveir atburð-
ir hafi haft mjög slæm áhrif á
rekstur félagsins. Khazanah átti
fyrir tæplega 70 prósenta hlut í
félaginu. - jhh
Malaysia Airlines þjóðnýtt:
Reksturinn
í molum
ÍranSýrland
Írak
Tyrkland
Mosul
Karakosh
Bagdad
Sindsjar-fjall
Irbil
Kúrdistan-hérað
FYRSTA LOFTÁRÁS BANDARÍKJAMANNA
Hernám í ágúst
Loft árás
Hernám í júní
Hernumin svæði
Íslamsks ríkis