Fréttablaðið - 09.08.2014, Page 10

Fréttablaðið - 09.08.2014, Page 10
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Ef það er einhver ein spurning sem brennur á mönnum eftir að rússnesk stjórnvöld tilkynntu um víðtækt viðskiptabann á Vestur- lönd þá er hún af hverju Ísland er ekki á þeim lista. Ekkert einhlítt svar er þó gefið við spurningunni en kenningarnar eru nokkrar. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á fimmtudag um innflutnings- bann gagnvart Vesturlöndum, sem tók gildi tafarlaust. Bann- ið er augljóslega svar þeirra við sífellt hertum viðskiptaþving- unum vestrænna ríkja í kjölfar afskipta Rússa í Úkraínu. Bann- ið er víðtækt, nær til Evrópusam- bandsríkjanna, Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Noregs. Noregur ekki Ísland Vera Noregs á listanum en ekki Íslands vekur sérstaka athygli, og ekki að ósekju. Noregur hefur sömu stöðu gagnvart Rússlandi, hefur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. Vert er að velta því upp að Liechtenstein, þriðja ríkið sem nýtur þessara réttinda í gegnum samninginn, er þar ekki heldur að finna. Bæði Ísland og Noregur hafa fordæmt framgang Rússa í Úkraínu og styðja fyrr- nefndar viðskiptaþvinganir héðan að vestan. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis ráðherra hefur farið til Úkraínu í tvígang til að sýna stuðning íslenskra stjórnvalda við málstað þeirra og talað tæpi- tungulaust opinberlega. Fréttin af innflutningsbanninu var ekki gömul þegar Gunnar Bragi lýsti því yfir í fjölmiðlum að þessi aðgerð Rússa breytti engu varð- andi afstöðu Íslands til deilumál- anna sem stigmagnast dag frá degi. Indra Øverland, framkvæmda- stjóri hjá Norsku alþjóðamála- stofnuninni (NUPI), sagði í við- tali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að það væri erfitt að útskýra hvers vegna Ísland er ekki á lista Rússa, en varpaði því fram að Rússar hefðu kannski hreinlega gleymt Íslandi eða fyndist það ekki skipta máli vegna smæðar- innar. Önnur skýring hans var að Rússar vildu jafnvel halda opinni leið fyrir innflutning á vestræn- um vörum sem þeir hefðu annars flutt frá þeim löndum sem skipa listann. Forsetinn Í samtölum Fréttablaðsins við þá sem gerst þekkja til alþjóða- stjórnmála hefur það verið nefnt að samband íslenskra ráðamanna við Rússa gæti skipt máli í sam- hengi við gjörning Rússa. Nafn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, er þá fyrst og oftast nefnt í því samhengi. Gott samband Ólafs Ragnars við Vladimír Pútín Rússlandsforseta er vel kynnt. Síðast var Ólafur Ragnar meðal gesta í sérstakri móttöku Pút- íns í tilefni af setningu Vetrar- ólympíuleikanna í Sotsí í febrú- ar. Fimm mánuðum áður ræddu þeir á sérstökum fundi um norð- urslóðamál, vax andi sam starf Íslend inga og Rússa á sviðum viðskipta, ferðaþjón ustu og orku- mála sem og menn ing arat b urði á Íslandi og í Rússlandi í tengsl um við það að sjö tíu ár eru liðin frá því að lönd in tóku upp form legt stjórn mála sam band. Ólafur reiðist Þá er þess skemmst að minnast að Ólafur Ragnar setti harkalega ofan í við Ing- vild Næss Stub, staðgengil utan- ríkisráðherra Noregs, á fundi um norðurslóða- mál í Nordland- háskólanum í Noregi í mars síðastliðnum. Stub gerði þar málefni Úkraínu og Rússlands að umtalsefni, sem Ólafi Ragnari mislíkaði. Taldi hann fundinn óviðeigandi vett- vang til að ræða milliríkjadeiluna og umræðuna jafnvel geta verið skaðlega fyrir samband Íslands og Noregs við Rússa í norður- slóðamálum. Stub blés á gagnrýni Ólafs Ragnars og sagði málið það alvarlegt að vettvangur umræð- unnar skipti engu máli. Um brot á alþjóðalögum væri að ræða og afstöðu Noregs, bandamanna þeirra, Evrópusambandsins og NATO yrði að halda á lofti. Aðspurður hvort samband íslenskra og rússneskra ráða- manna, ekki síst forsetanna Ólafs Ragnars og Pútíns, gæti hafa ráðið einhverju í þessu samhengi segir Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, að alls ekki sé hægt að útiloka þann möguleika. Jón seg- ist að sama skapi vantrúaður á það að rússneskir embættismenn hafi „gleymt“ Íslandi og við séum ekki á listanum þess vegna. Samband forsetanna skyldi ekki vanmeta Því er hent fram að Rússar hafi gleymt Íslandi þegar bannlisti á Vesturlönd var dreginn upp. Bent er á að gott samband Ólafs Ragnars Grímssonar og Vladimírs Pútín gæti hafa skipt máli. Eins að Rússar „hafi not“ fyrir Ísland síðar. FORSETAFUNDUR Það hefur vakið athygli að sérstaklega vel virðist fara á með þeim Ólafi Ragnari og Pútín Rússlandsforseta. Það er nefnt sem hugsanleg skýring á því að Ísland er ekki á bannlista Rússa. Engin trygging er fyrir því að Ísland lendi ekki á lista Rússa yfir þau lönd sem innflutningsbannið nær til. Hagsmunir Íslands eru fyrst og síðast vegna útflutnings sjávarafurða– ekki síst þeirra sem tengjast uppsjávar- veiðum og -vinnslu. Ef litið er til síðasta árs var Rússland mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir makrílafurðir; og reyndar aðrar uppsjávartegundir. Rússar keyptu afurðir uppsjávartegunda fyrir 15,3 milljarða árið 2013, og voru með 29% hlutdeild alls. Þá fóru 27% af sjófrystum hausskornum karfa frá Íslandi árið 2013 til Rússlands og var verðmætið tæpir 2,8 milljarðar. Rússland er stærsti innflytjandi sjófrysts haus- skorins karfa frá Íslandi. Rússar kaupa einnig gulllax, grálúðuafurðir og fersk og fryst hrogn og lifur. Miðað við útflutningsverðmæti var Rússland fimmti mikilvægasti markaður Íslands með sjávarafurðir mælt í útflutn- ingsverðmætum árið 2012, og enn mikilvægari með hverju árinu vegna makrílkaupa. EINN MIKILVÆGASTI MARKAÐUR ÍSLANDS JÓN ÓLAFSSON Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Save the Children á Íslandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.