Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.08.2014, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 09.08.2014, Qupperneq 32
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 1 Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Ég veit að margir hafa haft skrítnar hugmyndir um mig í gegnum tíðina. Til dæmis að ég sé sjálfsánægð, hrokafull, lauslát og í dópi. Það hafa margir sagt við mig við fyrstu kynni að ég sé allt öðruvísi en þeir héldu og eru mjög hissa yfir því hvað ég er vinaleg og góð. Fólk er líka oft hálfhrætt við mig, sem mér finnst mjög fyndið því ég skil ekki af hverju. 2 Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Hvað ég er viðkvæm og má ekkert aumt sjá. Þegar fréttaþulur varar við myndefni fréttar þá skipti ég yfir á aðra stöð. Ég horfi til dæmis ekki á kvikmyndir bannaðar yngri en 16 ára nema að fólk sem þekkir mig sé búið að sjá þær og segi að þær séu „Dóru proof“. 3 Hvað kemur út á þér tárunum? Ástin og sorglegar bíómyndir. 4 Hvað gerir þig pirraða? Mannvonska, hroki, yfirlæti, sjúklega hæg þjónusta, léleg vinnubrögð og svo á ég líka mjög erfitt með að vera í kringum „boring“ fólk, sem að mínu mati er brjálæðislega leiðinlegt fólk sem talar mikið um heimskulega og leiðin- lega hluti. 5 Hvað er fyndnast í heimi? Lífið! Sér-staklega með augum kaldhæðins fólks sem er fyndið í eðli sínu. Ég elska að vera í kringum fyndið fólk. 6 Er líf á öðrum hnöttum? Já, það er löngu sannað. En hvort til séu mannverur eða geimverur á öðrum hnöttum get ég ekki sagt til um. 7 Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Andardráttur þeirra sem ég elska. 8 Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? Kveiki mér í sígarettu, helli Jack Daniels eða rauðvíni í glas, set á tónlist, horfi út um gluggann og gef mér tíma með hugsunum mínum, eða horfi á sjónvarpið og tek mér hvíld frá hugsunum mínum. 9 Hvaða frægu persónu ertu skotin í? Brad Pitt, Eric Bana og Ryan Gosling. Hlýlegir og dularfullir töffarar, fjölskyldu- menn með yfirvegað sjálfsöryggi. 10 Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyju, hvað yrði fyrir valinu? Bókin, Konan sem man. Ein af uppáhalds og ef ég er á eyðieyju kemur hún sér vel varðandi sjálfs- bjargarviðleitnina. Platan, Best of David Bowie!!! Bíómyndin, Bagdad café. Skemmtileg og falleg á allan hátt, sagan, persónurnar, tón- listin og hið myndræna. 11 Hver er fyrsta minningin þín? Man það ekki! 12 Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Það hef ég ekki hugmynd um! Ég veit ekkert hvernig mér líður eftir fimm ár og veit því ekki hvað mig langar að gera. Þrátt fyrir að ég sé mjög skipulögð manneskja þá plana ég ekki framtíðina. Ég lifi í núinu og leyfi framtíðinni, sjálfri mér og lífinu að leiða mig áfram og helst að koma á óvart því það er svo skemmtilegt. 13 Pálmi Gunnars eða Björn Jörundur? Björn Jörundur. 14 Hver var æskuhetjan þín? Móðir Teresa. 15 Er ást í tunglinu? Já, þegar við svífum tvö út í geim- inn … er ást í tunglinu. YFIRHEYRSLAN DÓRA TAKEFUSA, EIGANDI DOLLY OG BAST. Fólk er oft hálfhrætt við mig APP VIKUNNAR App vikunnar er nýja útgáfan af Foursquare. Appið er ekki nýtt af nálinni en hefur nýlega farið í svo mikla og vel heppnaða yfirhalningu að tími er til kominn að draga það aftur upp á yfirborðið. Gamla útgáfan gekk út á það að merkja sig inn á ákveðna staði, fá með því stig og að lokum titil á þeim stöðum sem þú sóttir hvað mest, það er nú í öðru appi sem kallast Swarm. Foursquare er nú hannað meira eftir þörfum notanda. Notandi merk- ir inn sinn uppáhaldsmat og -staði og fær ábendingar eftir því. Mikill gagnagrunnur af ábendingum frá notendum Foursquare hefur orðið til í gegnum tíðina sem er ómetanlegt fyrir gest til dæmis á veitingahúsi að nýta sér til þess að fá það besta sem í boði er hverju sinni. - nej Góður vinur gerður betri Save the Children á Íslandi Fangi himinsins er þriðja bókin í sagna- bálki Carlos Ruiz Zafón um Kirkjugarð gleymdu bókanna. Fyrsta bókin í flokkn- um, Skuggi vindsins, var gríðarlega vin- sæl þegar hún kom út og vafalaust margir sem hafa beðið spenntir eftir bók frá Zafón. Eitt helsta einkenni bókaflokksins er að lesa má bækurnar í hvaða röð sem er. Bækurnar deila persónum, sagnaheimi og þemum og vefast smekklega saman í tíma. Í Fanga himinsins koma gömul leyndar- mál upp á yfirborðið þegar fortíðin ber að dyrum. Sem fyrr leikur fornbókabúð föður Daniels Sempere lykilhlutverk í framvindu sögunnar. Daníel ætti að gleðj- ast þegar ókunnugur maður falast eftir sjaldgæfu og fokdýru eintaki af Greif- anum af Monte Cristo en honum líst illa á kveðjuna sem hann skrifar inn í bókina til félaga þeirra feðga: „Handa Fermín Romero de Torres, sem sneri aftur frá þeim dauðu og er með lykilinn að fram- tíðinni.“ Hver er þessi maður og hvað vill hann Fermín? Svarið leynist í ævisögu Fermíns, viðburðaríkri sögu um fanga- vist, svik, morð og ævintýralegan flótta. Eins og lesendur Zafóns þekkja úr fyrri bókum er sagan listilega skrifuð og spennandi og hætt við svefnlausri nótt eftir að lesturinn hefst. Ekki spillir vel og fallega unnin þýðing Sigrúnar Ástríð- ar Eiríksdóttur fyrir lestrarnautninni og lesandinn smjattar á nánast hverju orði. Skyldulestur fyrir bókaunnendur. - fsb BÓK VIKUNNAR: FANGI HIMINSINS EFTIR CARLOS RUIZ ZAFÓN ➜ Fangi himinsins er þriðja bókin í flokknum sem hófst með Skugga vindsins. Önnur bókin í flokkn- um, Leikur engilsins, kom út á íslensku árið 2009 og var valin besta þýdda skáldsagan af starfsfólki bókaverslana. CARLOS RUIZ ZAFÓN Einn vinsælasti höfundur Spánar og bækur hans hafa verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál. MYND/NORDICPHOTOSGETTY Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is OPIÐ Í DAG FRÁ 11-16 NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 8BLS 15.6” FARTÖLVA Frá Packard Bell með Intel Du al Core örgjörva, 4GB Minni, 500GB h arðdisk, Windows 8.1 og nýjustu tækn i 49.900 FRÁBÆRT SKÓLAVERÐ:)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.