Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 38

Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 38
FÓLK|HELGIN Fiskidagurinn mikli verður haldinn á Dalvík í dag og hefur dagskráin aldrei verið glæsilegri. Þetta er fjórtánda árið sem dagurinn er hald- inn og meðal fjölbreyttra viðburða má nefna að reynt verður að slá heimsmet í pítsugerð, boðið verður upp á risa- knús, filsur verða kynntar til sögunnar í fyrsta sinn en það eru fiskipylsur í brauði, slegið verður upp stórkost- legri tónlistarveislu á stóra sviðinu og heimsfrumsýning verður á merki- legum neðansjávarmyndböndum sem margir bíða spenntir eftir. Í gær lauk síðan hinu sívinsæla fiskisúpukvöldi sem haldið var tíunda árið í röð en þar buðu 120 fjölskyldur í bænum upp á ýmsar útgáfur af fiskisúpu. Að sögn Júlíusar Júlíussonar, fram- kvæmdastjóra Fiskidagsins mikla, hef- ur þó markmið dagsins alltaf verið að koma fólki saman, hafa gaman og auð- vitað að borða fullt af fiski. „Há punktur Fiskidagsins er þegar sjálfboðaliðar og grillsveitir Fiskidagsins mikla gefa ljúffenga fiskrétti af öllum stærðum og gerðum á hafnarsvæðinu á laugardeg- inum. Matarbásarnir eru opnaðir kl. 11 og verða opnir til kl. 17 og það verður nægur matur fyrir alla hátíðargesti.“ Matseðillinn inniheldur alltaf klass- íska rétti ár eftir ár en þó er alltaf boðið upp á einhverjar nýjungar á hverju ári. „Í ár munum við bjóða upp á filsur í fyrsta skipti á Íslandi en það eru fiskipylsur í brauði. Þær verða bara framleiddar fyrir þennan dag. Við munum einnig bjóða upp á nýjar marineringar þegar við grillum bleikju og þorsk. Svo má nefna að í fyrsta sinn bjóðum við upp á rétt sem er ekki fiskréttur en þar mun Grímur kokkur bjóða upp á indverskt græn- metisbuff auk hins vinsæla plokkfisks. Við ætlum líka að reyna við heimsmet þegar við munum baka 80 fermetra saltfiskpítsu þar sem við notumst við eitt tonn af hráefni.“ Allur matur og skemmtanir á hátíðarsvæðinu eru ókeypis. Um 26 þúsund manns sóttu há- tíðina í fyrra og býst Júlíus við sambærilegum fjölda í dag. „Hingað koma margir brottfluttir Dalvíkingar auk gesta úr öllum landsfjórðungum. Margir koma hingað ár eftir ár og eru jafnvel farnir að ganga í ýmis sjálf- boðaliðastörf og hjálpa þannig til við að gera Fiskidaginn mikla að þeirri einstöku hátíð sem hann er.“ Allar nánari upplýsingar www.fiski- dagurinnmikli.is og á Facebook. ■ starri@365.is FISKIHÁTÍÐ ÁRSINS MATARVEISLA Fjölmenni sækir Fiskidaginn mikla á Dalvík árlega. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fjölskylduna en fiskréttirnir eru aðalmálið. MATARVEISLA Um 26.000 manns mættu í fyrra og nutu góðra veitinga og fjöl- breyttra skemmtiatriða. Í gær var árlegt fiski- súpukvöld. MYND/ÚR EINKASAFNI Það verður mikið um dýrðir á Suðureyri um helgina þar sem einleikjahátíðin Act Alone er haldin. Frítt er inn á alla við- burði hátíðarinnar sem eru ætlaðir fólki á öllum aldri. Eins og nafnið gefur til kynna troða listamenn einir upp og verður fjölbreytnin mikil eins og undan farin ár. Hátíðin hófst á miðvikudag- inn en lýkur á morgun, sunnu- dag. Meðal atriða sem boðið verður upp á í dag er þrifa- gjörningur Önnu Richards- dóttur sem tekur Suðureyri í gegn, Bernd Ogrodnik sýnir barnaleikritið Pétur og Úlfinn, Hjörtur Jóhann Jónsson sýnir leikritið Grande, Arnar Jónsson leikari flytur leikritið Sveins- stykki og Eiríkur Örn Norðdahl flytur ljóðaprógrammið Swing Ding Deng Xiaoping. Villi Nagl- bítur býður upp á kvöldvöku og fyrr um daginn verður boðið til fiskiveislu þar sem gestir geta gætt sér á tapasréttum auk þess sem Vísindanámskeið Villa verður í boði fyrir börnin. Undanfarna daga hafa meðal annars gítarleikarinn Björn Thoroddsen og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson haldið tónleika og Saga Sigurðardóttir sýndi dansverkið Scape of Grace í gær. Act Alone lýkur á morgun, sunnudag, með söngdagskrá Bjarna Ara í Suðureyrarkirkju. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2004. Alls hafa verið sýnd yfir 100 verk á há- tíðinni og alltaf hefur aðgangur verið ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á www.sudureyri.is/actalone og á Facebook. EINLEIKJAHÁTÍÐ Á SUÐUREYRI Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook VERÐHRUN Á ÚTSÖLU 20% AUKAAFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVERÐI ENN ER HÆGT AÐ GERA GÓÐ KAUP Þjónustusími: 561 4200 Bílabúð Benna dekkjaþjónusta Jeppadekk Save the Children á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.