Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 86

Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 86
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 42TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær bróðir minn og frændi okkar, JÓN ÁRNI VILMUNDARSON loftskeytamaður og fyrrv. deildarstjóri hjá Landssímanum, Dunhaga 11, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13.00. Þórunn Vilmundardóttir Kolbrún Baldursdóttir Guðmundur Fr. Ottósson Guðmundur Einarsson Alda Elíasardóttir Guðmundur B. Salómonsson Svava Benediktsdóttir önnur frændsystkini og makar. Móðir okkar, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hæli í Flókadal, er dáin. Jarðarför verður auglýst síðar. Einlægar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Boðaþingi 5-7, fyrir umhyggju þess og hlýhug í garð hinnar látnu. Björk, Ásgeir, Ingunn og Helga Ingimundarbörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og aðstoð við andlát og útför okkar ástkæra RAGNARS LEÓSSONAR Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir frábæra aðstoð og umönnun. Fríða Ragnarsdóttir Ásgeir R. Guðmundsson Kristín Ragnarsdóttir Grettir Hákonarson Ragna Ragnarsdóttir Helgi Guðnason Birna Ragnarsdóttir Kristinn Eiríksson Leó Ragnarsson Halldóra Gylfadóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BALDUR SIGURÐSSON Tunguvegi 32, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 2. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Matthildur Finnbogadóttir Hörður Ómar Guðjónsson Eyrún Anna Ívarsdóttir Þorgerður Baldursdóttir Vilhjálmur Guðbjörnsson Sigurður Óli Baldursson Gísli Baldursson Ásta Sólrún Guðmundsdóttir Kristinn Óskar Baldursson Heimir Baldursson Hlín Baldursdóttir Víðir Sigurðsson Þórdís Baldursdóttir Vilborg Baldursdóttir Solveig Baldursdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur og fjölskyldu okkar vináttu og hlýju við andlát okkar ástkæru RAGNHILDAR GUNNARSDÓTTUR Birgir Ottósson Gunnar Birgisson Gylfi Birgisson Svandís Kristiansen Unnur Birgisdóttir Kjartan Birgisson Halldóra Ingólfsdóttir Guðlaug Hildur Birgisdóttir Rúnar Einarsson og fjölskyldur. Hjartans þakkir til ættingja og vina fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, HELGU GUÐNADÓTTUR Innilegt þakklæti til starfsfólks kvenlækningadeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun, hlýhug og stuðning. Júlíana Ragnarsdóttir Guðni Þorsteinsson Rögnvaldur Bjarnason Oddný Arnarsdóttir Anna Margrét Bjarnadóttir Þorvarður Tjörvi Ólafsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA HEIÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR frá Seyðisfirði, áður til heimilis að Framnesvegi 62, Reykjavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 6. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valgerður Halldórsdóttir Helgi H. Steingrímsson Sigríður Halldórsdóttir Gylfi Þorkelsson Óli Friðgeir Halldórsson María Björk Daðadóttir ömmubörn og langömmubörn. „Ég las bókina þegar ég var sjö ára en þá áttaði ég mig náttúrulega engan veginn á þessum hlutum,“ segir Þórdís Gísladóttir um bók- ina um Múmínálfana, Pípuhattur Galdrakarlsins, eftir Tove Jansson en Þórdís birti nýlega áhugaverða grein þar sem hún bendir á ýmis dulin merki um samkynhneigð Jans- son í bókinni. „Síðan þegar ég var orðin fullorð- in komst ég að því að hún var sam- kynhneigð og bjó með konu frá því að hún var mjög ung,“ segir Þór- dís en samkynhneigð var bönnuð í Finnlandi á þessum tíma. „Eftir að ég las ævisögu hennar eftir Boel West- in þá fór ég að pæla meira og meira í þessu,“ lýsir Þórdís. „Það eru tvær persónur í bókinni sem heita Þöng- ull og Þrasi sem eru svona útlendingar í bókinni og tala annað tungumál en Múm- ínálfarnir. Þessar persónur heita reyndar Tofs lan og Vifslan í upp- runalegu bókinni á sænsku en það voru gælunöfn Tove og Vivicu Band- ler, ástkonu hennar.“ Þórdís segi að í bókinni sé sam- band Þönguls og Þrasa náið og fal- legt en þeim er lýst sem sannköll- uðum jaðarverum, illskiljanlegum útlendingum, smávöxnum og ótta- slegnum en þeir báru þunga tösku með sér hvert sem þeir fóru. „Það fór ekki mikið fyrir þeim, og oftast gengu þeir saman um gólf og héldust í hendur,“ stendur í bókinni. „Leyndarmálið í töskunni þeirra, sem afhjúpað er í lokakafla bókar- innar, er rúbínsteinn á stærð við hlé- barðahöfuð, tákn sjálfrar ástarinn- ar,“ segir Þórdís en þar gæti verið skírskotun í líðan sumra samkyn- hneigðra sem þurfa að burðast með sinn eigin rúbínstein. baldvin@365.is Dulin samkynhneigð Þórdís Gísladóttir skrifaði grein þar sem hún bendir á að í bók Tove Jansson, Pípuhattur Galdrakarlsins, megi sjá skírskotanir í samkynhneigð rithöfundarins. LUNKIÐ LJÓÐSKÁLD þórdís gísladóttir gaf einnig út ljóðabókina velúr fyrir sumarið „Ég er komin á þennan yndislega stað þar sem Hallgrímur sleit barnsskón- um. Kirkjan er lítil en ég vona að gest- ir og gangandi líti hér inn, staldri við og hlusti á einhverja kafla. Ég bara sit og les og stend og les,“ segir Stein- unn Jóhannesdóttir, stödd að Gröf á Höfðaströnd. Þar hefur hún upplest- ur í gömlu torfkirkjunni í dag klukk- an 14 á Heimanfylgju, skáldsögu sinni um uppvöxt Hallgríms Péturssonar, byggða á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Steinunn ætlar að lesa til klukkan 18 í dag og halda svo áfram með bókina til enda á næstu fimm dögum en vera þá í Auðunarstofu á Hólum frá 16 til 18 og 20 til 22. „Það er smá átak að gera þetta en það verð- ur skemmtilegt og ég hlakka til,“ segir hún sannfærandi. Spurð hvort enginn leysi hana af svarar hún: „Jú, Einar minn tekur kafla og kafla,“ og á þar við eiginmann sinn, Einar Karl Har- aldsson. „Ég þarf að komast út að næra mig og pissa og kannski hrista mig til hita!“ Upplestur Steinunnar er í aðdrag- anda Hólahátíðar sem haldin verð- ur um næstu helgi og er tileinkuð bernsku- og æskuárum Hallgríms í Skagafirði, í tilefni þess að 400 ár eru liðin frá fæðingu hans. „Mig lang- ar að gefa Skagfirðingum og ferða- löngum færi á að kynnast Hallgrími aðeins sem barni og unglingi og átta sig á við hvaða skilyrði hann ólst upp, hvað hann tók sér fyrir hendur og hvað var að gerast í kringum hann. Eftir að hann flutti til Hóla upplifði hann mikla átakatíma bæði í einkalífi og í sam félaginu,“ segir Steinunn og tekur fram að aðgangur að lestrinum sé ókeypis og frjáls. gun@frettabladid.is Á heimaslóð Hallgríms Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur byrjar upplestur á bók sinni Heimanfylgju, skáld- sögu um uppvöxt Hallgríms Péturssonar, í Grafarkirkju á Höfðaströnd í dag. Hún heldur áfram með bókina næstu daga heima á Hólum. Lesturinn er upptaktur að Hólahátíð. VIÐ GRAFARKIRKJU „Mig langar að gefa Skagfirðingum og ferðalöngum færi á að kynnast Hallgrími sem barni og unglingi,“ segir Steinunn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.