Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / DOKTORSVÖRN Doktorsvörn Garnamein afvöldum glútena (coeliac disease) getur valdið beingisnun (osteoporosis) og þannig aukið hcettu d beinbrotum Trausti Valdimarsson varði doktorsritgerð sína við háskólann í Linköping, Svíþjóð, þann 1. október 1999. Ritgerðin heitir á ensku Bone in Coeliac Disease. Andmælandi var Pekka Collin dósent við Háskólann í Tammerfors, Finnlandi. Garnamein af völdum glútena, einnig kallað glútenóþol, er sjúkdómur í smáþörmum. Glúten er eggjahvítuefni í komtegundum, aðallega í hveiti, sem til dæmis gefur brauðdegi góða bökunareiginleika. Hjá sjúklingum með glútenóþol veldur glúten í fæðunni bólgu í slímhúðinni og þarmatoturnar skaddast. Þannig verður truflun á eðlilegu frásogi á mörgum vítamínum og steinefnum, meðal annars á kalki. Margs konar einkenni geta skýrst af glútenóþoli; langvarandi kviðverkir, niðurgangur, megrun, þreyta, slappleiki og jafnvel þunglyndi. Oft eru einkennin svo óljós að mörg ár líða áður en rétt sjúkdómsgreinig fæst. Meðferðin felst í að sneiða hjá fæðu sem inniheldur glúten. Við það lagast bólgan í þarmaslímhúðinni og einkennin hverfa. Rannsóknir Trausta hafa sýnt að án meðferðar verður truflun á efnaskiptum kalks og hormónajafn- vægi í blóði. Af 121 sjúklingi sem voru 18-86 ára þeg- ar sjúkdómurinn greindist höfðu 60 óeðlilega lága beinþéttni (beingisnun) fyrir meðferð. Jafnvel sjúk- lingar með vægari einkenni höfðu beingisnun. Hækk- að kalkkirtlahormón (parathyroid hormone, PTH) í blóði þrátt fyrir eðlilegt eða lágt kalkgildi (secondary hyperparathyroidism) var algengt hjá sjúklingum fyrir meðferð. PTH-gildi í sermi hafði sterkt samband við beinþéttni. Þegar meðferð með fæðu án glútens var hafin, jókst beinþéttnin fljótt og vel og varð eðlileg hjá flestum innan þriggja ára, jafnvel hjá sjúklingum sem voru eldri en 65 ára við sjúkdómsgreiningu. Og rannsóknir á 76 sjúklingum með þekkt glútenóþol í 4- 14 ár sýndu að þeir sjúklingar sem höfðu verið duglegir að forðast alla fæðu með glúteni voru með eðlilega beinþéttni, en þeir sem höfðu verið minna nákvæmir með fæðuvalið voru oftast með beingisnun. Þannig er mjög mikilvægt að allir sjúklingar með glútenóþol fái rétta sjúkdómsgreiningu og meðferð, ekki aðeins til að bæta sjúkdómseinkennin, heldur einnig til að minnka hættu á beinbrotum í framtíðinni. Og þegar sjúklingur greinist með beingisnún af óljósum toga er mikilvægt að rannsaka hvort gama- mein af völdum glútena geti verið orsökin. Dr. Trausti Valdimarsson. Fræðigreinar íslenskra lækna í erlendum blöðum Trausti Valdimarsson. Bone and calcium disturbances in coeliac disease. In: Lohiniemi S, Collin P, Maki M, eds. Changing features of coelic disease. Tampere: Tekstitaso Oy & Offset; 1998: 61-6. Hallert C, Grannö C, Grant C, Hultén S, Midhagen G, Ström M, Svensson H, Trausti Valdimarsson. Wickström T. Quality of life of adult coeliac patients treated for 10 years. Scand J Gastroenterol 1998; 33: 933-8. Trausti Valdimarsson, Arnquist HJ, Toss G, Jarnerot G, Nyström F, Ström M. Low circulating ÍGF-1 in coeliac disease and its relation to bone mineral density. Scand J Gastroenterol 1999; 34: 904-8. Thomsen AS, Hjalt C-Á, Auðbergur Jónsson, Martin P, Rautanen K, Löfroth G. Viden om Helicobacter pylori og antibiotikabehandling afulcussygdom. Uge- skr Læger 1999; 161: 6630-4. Læknablaðið 2000/86 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.