Læknablaðið - 15.01.2000, Síða 27
FRÆÐIGREINAR / GJÖRGÆSLA
Alvarlegir höfuðáverkar á gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur 1994-1998
Atli Einarsson'
Kristinn
Sigvaldason'
Niels Chr. Nielsen'
Bjarni Hannesson2
Ágrip
Tilgangur: Höfuðáverkum hefur farið fækkandi á síð-
ustu áratugum auk þess sem dánartíðni hefur farið
lækkandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga
hvort slík þróun hefði átt sér stað hér á landi síðastlið-
in ár.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir tölvuskráningu
allra sjúklinga sem lögðust inn á gjörgæsludeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur vegna höfuðáverka á árunum 1994-
1998. Athugað var hver slysavaldur var auk þess sem
ástand sjúklings við komu var kannað. Einnig var
leitað eftir hvernig meðferð þeirra var háttað á gjör-
gæsludeild og ástand við útskrift.
Niðurstöður: Alls lögðust 236 sjúklingar inn á gjör-
gæsludeild á tímabilinu sem er að meðaltali 47 sjúk-
lingar á ári. Umferðarslys voru algengasta orsök höf-
uðáverka eða í 43% tilfella og dánartíðni var 11,7%.
Ölvun var samverkandi orsök í mörgum tilfellum þar
sem um fall var að ræða, mest árið 1998 eða 75%.
Dánartíðni þeirra sem voru greindir með alvarlegustu
höfuðáverkana, Glasgow Coma Score (GCS) 8 eða
minna, sem voru um 40% sjúklinganna, var miklu
hærri eða 24,7% á móti 3,4% ef GCS var yfir 8. Sjúk-
lingar sem lögðust inn á árinu 1998 voru með alvar-
legri höfuðáverka og meðaltími þeirra sem þurftu að
vera í öndunarvél var lengri en árin á undan.
Alvktanir: Fjöldi þeirra sem lögðust inn á gjörgæslu-
deild vegna höfuðáverka fór lækkandi í samanburði
við eldri rannsókn sem gerð var hér á landi. Dánar-
tíðni var 11,7% sem er lægri tíðni en meðal nágranna-
þjóða okkar en þar er dánartíðni 15-20%. Umtals-
verður árangur hefur náðst varðandi meðferð sjúk-
linga með alvarlegustu höfuðáverkana (GCS 8 eða
minna) þar sem dánartíðni hefur lækkað um helming'
miðað við fyrir 20 árum. Ölvun var samverkandi
þáttur í mörgum tilfellum þar sem um fall var að ræða
auk þess sem það var vaxandi vandamál á tímabilinu.
Aukinn fjöldi sjúklinga með alvarlegri áverka á sein-
ustu tveim árum bendir til að enn sé þörf á öflugu for-
vamarstarfi.
Frá ‘svæfínga- og gjörgæslu-
deild og 2heila- og taugaskurð-
deild Sjúkrahúss Reykjavikur.
Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Kristinn Sigvaldason, svæf-
inga- og gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, Foss-
vogi, 108 Reykjavík. Sími: 525
1000; netfang: kristsig@shr.is
Lykilorð: höfuðáverkar,
gjörgœsludeild, slys,
innankúpuþrýstingur.
Inngangur
Talið er að höfuðáverkar séu orsök um þriðjungs allra
dauðsfalla vegna slysa (1). Höfðuðáverki er því mjög
hættulegt ástand og ber að taka alvarlega. Á síðustu
áratugum hafa allir þeir sem hlotið hafa alvarlega höf-
uðáverka á Islandi lagst inn á gjörgæsludeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur til meðferðar og eftirlits. Haldin
hefur verið skrá um allar innlagnir frá opnun deildar-
innar um 1970 og með því hefur skapast grundvöllur
ENGLISH SUMMARY
Einarsson A, Sigvaldason K, Nielsen NC, Hannesson B
Head injury at Reykjavík Hospital, intensive care
unit, 1994-1998
Læknablaðið 2000; 86: 25-9
Objective: Reykjavík Hospital is the main trauma hospital
in lceland, receiving all severe head injuries in the country.
Incidence of head injury and mortality has been decreas-
ing in the last decades. The aim of this study was to ana-
lyse data on admission, treatment and outcome of
patients admitted to intensive care unit with severe head
injury and compare with other countries.
Material and methods: In this study we looked retrospec-
tively at the incidence of severe head injuries admitted to
the intensive care unit at Reykjavik Hospital 1994-1998.
Number of patients, type of injury, length of stay, length of
ventilator treatment. Glasgow Coma Score (GCS),
APACHE II (Acute Physiologic and Chronic Health Evalua-
tion) score and mortality was analysed.
Results: A total of 236 patients was admitted with an
average of 47 patients per year. Traffic accidents were the
most common cause of injury and mortality was 11.7%.
Ethanol consumption was seen in many cases where fall
was the cause of accident, most often in the year 1998 in
75% of cases. Mortality of patients with GCS <8 that was
40% of the patients was must higher or 24.7% compared
with patients with GCS >8 where mortality was 3.4%.
There was an increase in admissions in 1998, with more
severe injuries and significantly longer length of stay and
ventilator treatment.
•Conclusions: Number of patients with head injury was
decreasing in comparison with older studies. The results
of treatment are rather good in comparison with other
countries with relatively low mortality, or 11.7% versus 15-
20% in nearby countries. There has been improvement of
outcome in patients with the most severe head injury (GCS
<8) since 20 years ago, where up to 50% of the patients
died but in our study mortality was 24.7%. Alcohol con-
sumption was seen in 46% of cases where fall was the
cause of head injury. Those that suffer head trauma are
most often young people and preventive measures must
continue with full strength in order to decrease the inci-
dence of accidents in our society.
Keyword: head injury, intensive care, trauma, intracranial
pressure.
Correspondence: Kristinn Sigvaldason. E-mail: kristsig®
shr.is
Læknablaðið 2000/86 25