Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2000, Side 30

Læknablaðið - 15.01.2000, Side 30
FRÆÐIGREINAR / GJÖRGÆSLA Fig. 5. Proportion of patients with GCS (Glas- gow Coma Score) <8 each year. % 6O-1 1994 1995 1996 1997 1998 bilið var 10,1 en lægst árið 1996 eða 7,7 og hæst árið 1995 eða 11,6 (p=0,012). Sjúklingar sem náðu fullum bata voru 179 en 18 höfðu minniháttar brottfallseinkenni. Alls voru 12 sjúklingar sem höfðu veruleg brottfallseinkenni. Umræða Að meðaltali lögðust 47 einstaklingar inn á gjör- gæsludeild árlega vegna höfuðáverka eða 17 á 100.000 íbúa. Rannsókn sem gerð var hér á landi á árunum 1973-1980 sýndi að þá lögðust inn að meðal- tali 53 einstaklingar á ári (9). Þess ber að geta að íbúafjöldi þann 1. desember 1980 var um 230.000 (10) og því eru sambærilegar tölur fyrir það tímabil 23 á 100.000 íbúa. Tölvusneiðmyndatækni var þá ekki komin til sögunnar og því hægt að leiða líkum að því að fleiri hafi lagst á gjörgæsludeild til að fylgjast með meðvitundarástandi. Dánartíðni var 11,7% að með- altali yfir tímabilið en miklar sveiflur voru milli ára og sérstökum áhyggjum veldur mikil hækkun síðustu tvö ár tímabilsins. Þetta er engu að síður lægri dánar- tíðni en fyrir tveimur áratugum en þá var dánartíðni 15% (9). Dánartíðni vegna höfúðáverka hefur farið lækkandi í Bandaríkjunum en það er talið stafa aðal- lega af fækkun bílslysa en aftur á móti hefur dánar- tíðni vegna skotáverka aukist (11). Aðrar nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt dánartíðni milli 15-20% og er lækkandi tíðni skýrð með betri meðferðarúrræðum (12,13). Dánartíðni þeirra sem hafa GCS 8 eða minna við komu er miklu hærri en hinna og fyrir rúmum 20 árum létust um helmingur þessara sjúklinga (6). Samkvæmt niðurstöðum okkar rannsóknar var dánarhlutfall þessa hóps 21% og verður það að teljast nokkuð gott þar sem horfur þessa hóps hafa verið taldar afar slæmar. Hér má því fullyrða að umtalsverður árangur hafi náðst. Rannsókn frá Svíþjóð hefur sýnt dánartíðni þessa hóps 13% (14). í þeirri rannsókn eru ekki teknir með sjúk- lingar eldri en 70 ára auk annarra atriða sem gera þann samanburð ekki nákvæman. Meðal-APACHE var hæst á árinu 1995 og er það ekki í samræmi við meðal-GCS né alvarleika höfuðáverkanna. Við stigun á APACHE gildum er tekið tillit til aldurs og annarra langvarandi sjúkdóma en í okkar hópi var mjög oft um unga, heilbrigða einstaklinga að ræða og getur það skýrt þennan mismun. Af hópn- um reyndust 12 sjúklingar verulega skertir. Nýleg- ar erlendar rannsóknir hafa sýnt að allt að 20% sjúklinga falla í þennan hóp (15). Alvarlegum höf- uðáverkum er hægt að skipta í tvo hópa eftir því hvort hægt er að framkvæma skurðaðgerð eða ekki. Dánartíðni þessara sjúklingahópa er mis- munandi og í okkar rannsókn reyndist dánartíðni þeirra sem fóru í skurðaðgerð 10% samanborið við 13,4% þeirra þar sem ekki var unnt að gera að- gerð. Dæmi um skurðtæka áverka eru innankúpu- blæðingar og slæm höfuðkúpubrot. Skjót viðbrögð til lækkunar innankúpuþrýstings (intracranial pressure, ICP) og bráðaaðgerð eru afgerandi varð- andi horfur sjúklinga með innankúpuþrýstings- aukningu af völdunr blæðingar (16,17). Hinn hópurinn þar sem skurðaðgerð hjálpar ekki getur haft mjög mismunandi áverka. Þeir geta verið djúpt meðvitundalausir (GCS 8 eða minna) og eru oft með dreifða heilaáverka. Á tölvusneið- mynd er algengt er að sjá skemmdir í hvíta efni heila auk smáblæðinga í djúpum hluta heilans en í allt að 15% tilfella sést eðlileg tölvusneiðmynd af höfði (18). Sjúklingar með eðlilega tölvusneið- mynd af höfði hafa mun betri horfur (19) en ef heilabjúgur eða merki um hækkaðan innankúpu- þrýsting sjást eru horfur verri (20,21). Sérgreinafélög í Evrópu og Ameríku hafa gefið út leiðbeiningar um meðhöndlun alvarlegra höf- uðáverka. Menn eru nokkuð sammála um helstu atriði eins og að setja inn þrýstingsmæli til að fylgj- ast með innankúpuþrýstingi og meðhöndla hækk- aðan þrýsting með aftöppun á mænuvökva, mannitólgjöf, svæfingu og meðferð í öndunarvél. Mikilvægt er talið að halda uppi eðlilegum blóð- þrýstingi og forðast lágþrýsting. Mælt er með því að halda cerebral perfusiort pressure (CPP) yfir 60 mmHg, en það er mismunur meðalslagæðablóð- þrýstings og innankúpuþrýstings. Ef þessi ráð duga ekki er mælt með djúpri svæfingu með þíó- pentali, losa um höfuðkúpubein og einnig að lækka líkamshita viðkomandi (22,23). Á síðustu árum hafa komið fram tvær stefnur varðandi frekari meðhöndlun innankúpuháþrýst- ings og er önnur þeirra kennd við Lund í Svíþjóð en þar er athygli aðallega beint að háræðaleka sem orsök heilabjúgs (24). Meðferðin beinist að því að lækka háræðaþrýsting í heila og hindra bjúgmynd- un. Ekki er stefnt að því að hækka blóðþrýsting yfir eðlileg mörk og honum leyft að lækka að vissu marki. Einnig er heilablóðrúmmál minnkað með barbitúrötum og díhýdróergótamíni. Þíópental er mjög öflugt lyf til að lækka innankúpuþrýsting þar sem það lækkar efnaskipti í heila og minnkar blóð- magn vegna æðasamdráttar (25). Díhýdróergóta- mín minnkar heilablóðrúmmál með því að draga saman stórar bláæðar (26). Hin stefnan er kennd við Rosner og er þá stefnt að hækkun blóðþrýst- 28 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.