Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2000, Side 31

Læknablaðið - 15.01.2000, Side 31
FRÆÐIGREINAR / GJÖRGÆSLA ings með öllum tiltækum ráðum (27). Báðir þessir hópar hafa birt rannsóknir sem sýna betri horfur sjúklinga miðað við venjubundnar aðferðir (24,27). A gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hef- ur verið stuðst við þau almennu ráð sem mælt hef- ur verið með. I nokkrum tilfellum hefur Lundar- meðferðinni verið beitt með ágætum árangri. Umferðarslys eru algengasta orsök höfuðáverka eins og í fyrri rannsóknum. Nokkra athygli vekur hækkandi hlutfall þeirra sem fá höfuðáverka eftir fall þar sem ölvun er samverkandi. Erlend rannsókn hefur sýnt fram á áfengisneyslu hjá 48% þeirra sem látast eftir fall óháð því hvort viðkomandi leggist inn á gjörgæslu eða látist á slysstað (28). í nokkrum tilfellum var um opinbera staði að ræða eins og veitingahús og skemmtistaði. Það má því segja að óheppilegt sé að hafa húsakynni slíkra staða torveld yfirferðar til dæmis með þröngum stigum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hef- ur tíðni alvarlegra höfuðáverka aukist síðustu tvö ár tímabilsins og í heild er um alvarlegri áverka að ræða. Árið 1998 er samkvæmt þessu erfitt ár á gjörgæsludeild þar sem fleiri slasast, þeir eru í verra ástandi við komu, eru lengur á deildinni og þurfa lengur meðferð í öndunarvél. Að einhverju leyti má skýra þetta með hærri meðalaldri en greinilegt er að alvarlegri tegundum áverka hefur fjölgað. í flestum tilfellum er um að ræða umferð- arslys eða höfuðáverka tengt falli og er ölvun oft- ast tengt þeirri gerð slysa. Ekki er hægt að sjá að forvarnir vegna umferðarslysa hafi minnkað en þar gegna lögregla, umferðarráð, bifreiðaskoðun og tryggingafélög stóru hlutverki. Það eru því von- brigði hversu margir slasast og látast á seinni hluta tímabilsins. Forvarnir eru mjög mikilvægar og greinilega má þar hvergi slaka á ef árangur á að nást í framtíðinni. Lokaorð Síðustu tvö árin hefur alvarlegum höfuðáverkum fjölg- að og enn sem fyrr eru umferðarslysin og fall helsti orsakavaldurinn. Lífslíkur sjúklinga með alvarlegustu höfuðáverkana (GCS 8 eða minna) hafa aukist umtals- vert miðað við fyrir 20 árum. Frumgreining á meðvit- undarástandi gefur góða hugmynd um lífslíkur þar sem mikill munur er á dánartíðni þeirra sem hafa GCS 8 eða minna og hinna sem hafa GCS yfir 8. Ljóst er að ár- angur meðferðar hér á landi er góður í samanburði við nágrannalöndin. Betra væri þó ef hægt væri að fækka slysum og má því hvergi slaka á í forvamastarfi. Heimildir 1. NN. Traumatic brain injury-Colorado, Missouri, Oklahoma, and Utah, 1990-1993. MMWR-Morbidity & Mortality Report 1997; 46: 8-11. 2. Ágústsson Þ, Sigvaldason K, Jónsson ÓÞ. Innlagnir á gjörgæslu- deild og vöknunardeild Borgarspítala/Sjúkrahúss Reykjavíkur 1970-1998 [ágrip]. Læknablaöið 1999; 85: 337-8: S-16. 3. Engberg A, Teasdale TW. Traumatic brain injury in children in Denmark: a national 15-year study. Eur J Epidemiol 1998; 14: 165-73. 4. Látnir í umferðarslysum á íslandi 1966-1998. Umferðarráð. Available from: URL: http://www.umferd.is 5. Teasdale G, Jennett B. Assessment of coma and impaired con- sciousness. Lancet 1974; ii: 81. 6. Jennett B, Teasdale G. Galbraith S. Severe head injuries in three countries. J Neurol Neurosurg Psychiatry 1977; 40: 291- 8. 7. Knaus WA, Draper EA, Wagner DP, Zimmerman JE. APACHE II: a severity of disease classification system. Crit Care Med 1985; 13: 818-29. 8. Einarsson EÖ, Sigvaldason K, Nielsen NC. Mat á horfum sjúk- linga sem leggjast inn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur [ágrip]. Læknablaðið 1998; 84: 307: E-27. 9. Guðmundsson K. Alvarlegir höfuðáverkar. Sjúklingar vistaðir á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1973-1980. Læknablaðið 1987; 73:113-20. 10. íbúar á íslandi l.des 1980. Available from:URL: http://www. hagstofa.is 11. Sosin DM, Sniezek JE, Waxweiler RJ. Trends in deaths associ- ated with traumatic brain injury, 1979-1992. Success and failure. JAMA 1995; 273:1778-80.' 12. Stocchetti N, Rossi S, Buzzi F, Mattioli C, Paparella A, Col- ombo A. Intracranial hypertension in head injury: manage- ment and results. Intensive Care Med 1999; 25:371-6. 13. Marshall LF, Maas AIR, Marshall SB, Briccolo A, Fearnside M, Ianotti F, et al. A multicenter trial on the effícacy of using tirilazed mesylate in cases of head injury. J Neurosurg 1998; 89: 519-25. 14. Naredi S, Edén E, Zall S, Stephensen H, Rydenhag B. A stan- dardized neurosurgical/neurointensive therapy directed to- ward vasogenic edema after severe traumatic brain injury: clinical results. Intensive Care Med 1998; 24:446-51. 15. Unterberg A. Severe head injury: improvement and outcome [editorial]. Intensive Care Med 1999; 25: 348-9. 16. Paterniti S, Fiore P, Macri E, Marra G, Cambria M, Falcone MF, et al. Extradural hematoma. Report on 37 consecutive cases with survival. Acta Neurochir, Wien 1994; 131: 207-10. 17. Paterniti S, Falcone P, Fiore P, Levita A, La Camera A. Is the size of an epidural haematoma related to outcome? Acta Neurochir, Wien 1998; 140: 953-5. 18. Prat R, Calatayud-Maldonado V. Prognostic factors in post- traumatic severe diffuse brain injury. Acta Neurochir, Wien 1998; 140:1257-61. 19. Levi L, Guilburd JN, Lemberger A, Soustiel JF, Feinsod M. Diffuse axonal injury: analysis of 100 patients with radiological signs. Neurosurgery 1990; 27:429-32. 20. Eisenberg HM, Garu HE Jr, Aldrich EF, Saydjary C, Tumer B, Foulkes MA, et al. Initial CT findings in 753 patients with severe head injury. A report from the NIH Traumatic Coma Data Bank. J Neurusurg 1990; 73: 688-98. 21. Tomei G, Sganzerla E, Spagnoli D, Guerra P, Lucarini C, Gaini SM, et al. Posttraumatic diffuse cerebral lesions. Relationship between clinical course, CT findings and ICP. J Neurosurg Sci 1991; 35: 61-75. 22. Bullock R, Chesnut RM, Clifton G, Ghajar J, Narayan RK, Newell DW, et al. Guidelines for the management of severe head injury. J Neurotrauma 1996; 13: 639-731. 23. Maas AIR, Teasdale GM, Braakman R, Cohadon F, Iannotti F, Karimi A, et al. EBIC guidelines for the management of severe head injury in adults. European Brain Injury Consor- tium. Acta Neurochir 1997; 139: 286-94. 24. Eker C, Asgeirsson B, Grande PO, Schalen W, Nordström CH. Improved outcome after severe head injury with a new therapy based on principles for brain volume regulation and preserved microcirculation. Crit Care Med 1998; 26:1881-6. 25. Civetta JM, Taylor RW, Kirby RR. Neurologic injury: preven- tion and initial care. In: Critical care. 3rd ed. Philadelphia: Lippincott-Raven Publisher Co; 1997:1195-215. 26. Nilsson F, Nilsson T, Edvinsson L. Effects of dihydroergotamin and sumatriptan on isolated human cerebral and peripheral arteies and veins. Acta Anesthesiol Scand 1997; 41:1257-62. 27. Rosner MJ, Rosner SD, Johnson AH. Cerebral perfusion pressure: management protocol and clinical results. J Neuro- surg 1995; 25:949-62. 28. Hartshorne NJ, Harruff RC, Alvord EC Jr. King County Exa- miner OfFice, Seattle/King County Department of Public Health, Washington, USA. Am J Forensic Med Pathol 1997; 18: 258-64. Læknablaðið 2000/86 29

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.