Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2000, Page 49

Læknablaðið - 15.01.2000, Page 49
FRÆÐIGREINAR / DAUÐAHUGTAKIÐ geng, en áttunarsvörun er óalgeng. Sjúk- lingarnir tala ekki og þeir hreyfa ekki útlim- ina í ákveðnum tilgangi. Óeðlilegar hreyfi- svaranir sjást oft við ertingu.“ „Peir (sjúklingarnir) gretta sig, kyngja og anda sjálfkrafa. Ljósops- og glærusvar- anir haldast venjulega. Heilastofninn starf- ar, en engin merki eru um markverða starf- semi ofan hnykiltjalds." „Ég hefi lýst hér skynlausa ástandinu til þess að geta borið það saman við dauða alls heilans.“ „Heiladauðir einstaklingar sýna engin merki starfsemi ofan mænugats. ... Sjúklingarnir eru í djúpu, óafturkallanlegu dái og hafa óafturkallanlega misst hæfnina til þess að anda.“ Skynlausu ástandi má skipta í þrennt: I fyrsta lagi er meðfætt skynlaust ástand og dæmi um það eru meðfæddar vanskap- anir, svo sem það að heilann vantar alveg, heilaleysi (anencephaly). I öðru lagi er form hrörnunar og efna- skiptagalla, þar sem heilaskemmdin byrjar hægt og fer hægt fram. Dæmi um slíkt eru lokastig Alzheimerssjúkdóms og efna- skiptasjúkdómar á bamsaldri. I þriðja og síðasta lagi er svo brátt skyn- laust ástand. Pað upphefst þegar „byrjun heilaskaðans er skyndileg og áverkinn alvarlegur, svo sem í heilaáverka eða þegar blóðþurrð verður vegna skyndilegrar önd- unarbilunar ... Skynlaust ástand telst við- varandi ef bráða formið stendur lengur en í mánuð og varanlegt þegar ástandinu verður ekki við snúið“ (18). Þá er komið að því að fjalla um það, þegar bráða formið verður varanlegt. Til þess að bregða upp mynd af því, getum við stuðst við svonefnt Quinlan-mál: I apríl 1975 var Karen Ann Quinlan, sem þá var tvítug, flutt á bráðamóttöku Newton Memorial Hospital í New Jersey. Hún var í dái og allt benti til þess, að það væri af völdum neyzlu áfengis og lyfja, sem bældu heilastafsemi hennar. Öndun hennar hafði stöðvast, en hún var lífguð á ný og tengd öndunarvél. Þegar tæpt ár var liðið, án þess að Karen Ann sýndi nein batamerki, kröfð- ust foreldrar hennar þess að læknamir fjar- lægðu öndunarvélina og leyfðu henni að deyja. Læknarnir neituðu, enda óttuðust þeir að verða lögsóttir fyrir vikið. Málið fór í gegnum réttarkerfið og endaði í hæstarétti fylkisins. í marz 1976 komust dómararnir að þeirri niðurstöðu, að fengi Karen Ann „fyrir kraftaverk ráð og rænu á ný“ og „skynjaði óafturkallanlegt ástand sitt“, gæti hún í raun ákveðið að láta hætta að nota öndunarbúnaðinn, jafnvel þó i því fælist að það leiddi hana til dauða. Dómararnir ákváðu, að viðeigandi væri að foreldrarnir færu með réttindi hennar og sögðu síðan, að ástand sjúklingsins væri á engan hátt þann- ig, að neinar knýjandi ástæður væru til þess að neyða Karen Ann „til þess að þola það sem óbærilegt er, að lifa í skynlausu ástandi“ hugsanlega um nokkurra mánaða skeið, án þess að nokkrar raunverulegar líkur væru á því „að hún geti snúið aftur til neins sem lík- ist hugrænu eða vitrænu lífi“ (19). Karen Ann Quinlan var smátt og smátt vanin af öndunarvélinni og öllum að óvörum byrjaði hún að anda sjálfkrafa. Hún lifði áfram í varanlegu skynlausu ástandi í meira en níu ár og dó í júní 1985. Heiladauði og varanlegt skynlaust ástand í upphafi þessarar greinar vitnaði ég í skil- greiningu á dauðanum í skýrslu (1) Presi- dent’s Commission for the Study of Ethical Problems in Medicine and Biomedical and Behavioural Research, sem út kom 1981. í skýrslu nefndarinnar er sett fram sú niður- staða, að dauðinn sé óskipt fyrirbæri, sem hægt sé að sýna fram á annað hvort á þeim grunni, að hjartsláttur og öndun séu óaftur- kallanlega hætt eða að allri heilastarfsemi sé endanlega lokið. Hins vegar kom fram í skýrslunni, að nokkrir heimspekingar hefðu talað fyrir þeirri skoðun, að skilgreining á grunni „æðri heilastarfsemi“ væri samkvæmt kenn- ingunni betur sannfærandi. Einn þeirra sem í nefndinni var, lífsiðfræðingurinn Albert R. Jonsen, minnist þess í bók sinni, The Birth of Bioethics, að „við vorum þess mjög með- vita, að slík skilgreining yrði byltingar- kennd. þar sem samkvæmt henni yrði fjöldi mannvera, sem hefðu óskerta líffærastarf- semi og önduðu sjálfkrafa, eigi að síður flokkaðar „dauðar“, þannig að annað hvort yrði þeim fargað eða þær yrðu háðar þeim nytjasjónarmiðum, sem höfðu verið að angra Hans Jonas“ (11). Jonsen vísar hér tii þess sem Hans Jonas skrifaði árið 1969, að jafnvel þó svo að hann væri sammála fyrri grunnforsendu Harvard- skýrslunnar, nefnilega því að meðvitundar- lausum sjúklingum yrði leyft að deyja, þá væri hann afar ósammála seinni forsend- unni, að varanlega meðvitundarlausum sjúklingum verði skipað í flokk hinna dauðu, í því skyni að hægt verði að taka úr þeim líffæri til flutnings í aðra mannveru (20). Hér má bæta við orðum Paul Ramsey: „Lögmál hinnar æðstu hollustu við sjúk- linginn verður bezt tryggt, ef hvorki aðferð- irnar við að staðfesta dauðann, né úrskurð- urinn um það að mannvera sé látin, eru brengluð af tilvísun í nauðsyn þess að ein- hver annar þurfi á líffærum að halda" (21). I dag er haldið fram tveimur heimspeki- legum viðhorfum um það, hvað það tákni að vera látinn, að því er varðar starfsemi heilans eða heilastofnsins. Annars vegar er sú skoðun uppi, sem ekki á sér stoð í lögum nokkurs staðar í heiminum, að úrskurða eigi mannveru látna, þegar æðri heilastarfsemi er óaftur- kallanlega hætt. Þetta hefir verið kallað „vitsmunadauði“, en í rauninni er hér verið að tala um skynlaust ástand. Sjúklingurinn er ekki í dái, vegna þess að heilastofninn starfar. Sjúklingurinn fer í gegnum tímabil svefns og vöku, þó svo að hann sýni aldrei nein merki meðvitundar eða skynjunar, hann hreyfir sig ekki, á ekki samskipti við umhverfi sitt og er í raun í því ástandi, sem hefir verið kallað „vaka án hugsunar“ (18). Ólíkt því sem er í heiladauða, þar sem meinafræðilegar breytingar og atburðarás eru hlutfallslega einsleit, eru breytingarnar í skynlausu ástandi mismunandi eftir því hverjar orsakir meðvitundarleysisins eru. Fjölmörg samtök og stofnanir um heim all- an hafa sett fram sértæk, læknisfræðileg skilmerki fyrir heiladauða, en á hinn bóginn hafa engin slík skilmerki verið sett fyrir greiningu á skynlausu ástandi. Mér finnst það harla ólíklegt, svo ekki sé dýpra tekið í árinni, að nein slík skilmerki, jafn sértæk og þau sem til eru fyrir heiladauðann, verði sett á næstunni, af þeim ástæðum sem þegar hafa verið nefndar. Þar að auki kemur það til, að venjulega er hægt að slá föstu innan nokkurra klukkustunda að ástand sé óaft- urkallanlegt og um heiladauða sé að'ræða, en hins vegar geta liðið mánuðir áður en hægt er að staðfesta varanlegt skynlaust ástand. Hin heimspekilega afstaðan er sú, að mannvera er talin látin sé heilastofninn óstarfhæfur, hvað þá heldur ef hjarninn er einnig ónýtur. Með tæknilegu skilmerkjun- um, sem lýst var hér á undan, má segja fyrir um það, að um óafturkallanlegt langvar- andi dá sé að ræða. Læknastéttin hefir við- urkennt taugasjúkdómafræðilegt heilkenni heiladauða og klíníska einingu heilastofns- dauða, vegna þess að greining þeirra er Læknablaðið 2000/86 43

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.