Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Áramótahugleiðingar Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ Eftil vill verbur árið 2000 merkisár i sögu okkar eftir allt sauian. Árið sem læknadeild sá Ijósið í mannin- um sjálfum og tók að sœkjast eftir fjölgáfuðu námsfólki, sem átti brýnt erindi við læknislistina. Kœru félagar Ritstjórnarfulltrúinn bað mig um að skrifa pistil og kveðju til ykkar um aldamót. Ég tók því auðvitað vel að öðru leyti en því, að ég er alveg þversum í alda- mótaskilgreiningunni. Ég er handviss um það, að enn er eitt ár eftir af öldinni eða árþúsundinu, ef menn vilja það heldur. Hins vegar má alveg fallast á það, að aldamótaárið fari nú í hönd og því ástæða til þess dagamunar, sem víða sér stað í fyrirætlunum fólks á þessu ári. Við í stjórn LÍ höfum reyndar ekkert sérstakt á prjónunum af þessu tilefni. Hvað sem því líður, var sú athugasemd gerð við undirritaðan á 90 ára afmæli Læknafélags Reykjavíkur, að öll ártöl í sögu lækna á íslandi væru óheppileg að því leyti, að þau væri erfitt að muna. Enduðu hvorki á 0 eða 5. Þetta kann að vera rétt. Var þá lagt til, að læknar stofnuðu til einhverrar þeirrar nýbreytni á aldamótaárinu, sem lifa myndi upphafsmenn sína og fagnað yrði við hvern fylltan áratug upp frá því. Er þetta góð hugmynd og hér með komið á fram- færi, ef vera kynni að einhverjir kollegar sæju lengra nefi sínu í þessum efnum en stjórn LI og legðu henni gott til. Ef nánar er gáð, þá er það sem að framan er sagt ekki alls kostar rétt. Á þessu ári verða 30 ár síðan far- ið var að kenna læknisfræði með nýja laginu í lækna- deild. Þá vorum við Kári, Jóhann Tómasson og Jón Snædal nýstúdentar ásamt fleiri góðum körlum og konum sem gert hafa garðinn frægan hér heima og með dönskum. Þetta var skömmu eftir árgang landlæknis og for- seta læknadeildar, sem mun hafa verið „vintage". „Nýja reglugerðin“ fór skrykkjótt af stað, kennar- ar létu ekki sjá sig og numerus clausus hékk yfir okk- ur eins og fallöxi. Taugarnar voru þandar til hins ítr- asta, lestur í 14 tíma á dag og refsistig fyrir minnsta frávik. Þó gáfu menn sér tíma til að fara með hávaða og fyrirgangi á fund rektors, sem var góðhjartaður guðfræðiprófessor og trúboði frá Kína. Þrátt fyrir fróman vilja gat hann lítið fyrir þessa ólátabelgi gert, skildi þá tæplega og vísaði á menntamálaráðherrann. Sá alkunni Meneas varð furðu lostinn, spurði bara hvort prófessorarnir í læknadeild ætluðu að eyði- leggja nýju reglugerðina þegar í upphafi eftir svar- daga um annað og blés síðan af fjöldatakmarkanirnar með sínum hætti. Auðvitað fór þetta svo allt eins og ráð hafði verið fyrir gert. Við náðum að vori, sem „pössuðum inn í prógrammið“ og ijöldinn reyndist heppilegur læknadeild, það er 36. Þetta er allt liðin saga en endurtekur sig á hverju ári er mér sagt. Því var það nokkur huggun á dögun- um, þegar forseti læknadeildar upplýsti alþjóð í rauð- vínspressunni, að nú stæði siðbót fyrir dyrum í lækna- deild. Mæla skyldi læknisefni eftir öðrum kvarða en gert hafði verið og meðal annars yrði andleg geta þeirra og sköpunargáfa reynd yfir tebolla með kenn- urunum. Þetta er ekki verri hugmynd en hver önnur. Hún minnir okkur á, að læknir er sá einn sem reynist sjálf- um sér jafn trúr og sjúklingum sínum. Hæfileikinn til að læra læknisfræði felst ekki einvörðungu í því að festa í minni staglið, sem þó er óaðskiljanlegur hluti námsins, heldur ekki síður hæfileikanum til að taka út þroska sem maður - með mönnum. Hér eru vissulega ekki á ferðinni ný sannindi, en þau þarfnast reglubundinnar upprifjunar. Fyrrum for- seti læknadeildar, Einar Stefánsson, skrifaði merkileg- an leiðara í Læknablaðið fyrir nokkrum árum um sama efni. Þar segir hann meðal annars: „Ekki fer á milli mála, að hæfi til bóklegs náms skiptir miklu um hverjir eru hæfir til læknisnáms og læknisstarfa. Aðrir mannkostir eiga þó ekki síðri þátt í því að ákvarða hverjir verða farsælir læknar. Læknadeild lítur alger- lega framhjá öllu öðru en hæfni til bóklegs náms og notar lélega aðferð til að mæla þennan eina þátt. ... Læknar eiga að hafa góða almenna menntun og það eru ekki síður mannkostir að vera vel að sér í tungu- málum, stærðfræði eða listum, en geta lært utanað byrjunamámsefni í grunngreinum læknisfræði(l).“ Læknisstarfið er eins og ferðalag, ferðalag með fyrirhöfn. Svo vitnað sé í Sigurð Nordal, þá verður að setja þeim takmark sem búinn er undir þessa ferð, takmark sem er svo fjarlægt og ótiltekið, að það hneppi hann ekki í neina fjötra heldur geri hann frjálsari, opni augu hans fyrir kostum lífsins og kenni honum að beita þeim kröftum sem hann býr yfir. Ef til vill verður árið 2000 merkisár í sögu okkar eftir allt saman. Árið sem læknadeild sá Ijósið í mann- inum sjálfum og tók að sækjast eftir fjölgáfuðu náms- fólki, sem átti brýnt erindi við læknislistina. Ég óska ykkur árs og friðar. HEIMILDIR 1. Stefánsson E. Skilyrði til náms í læknadeild [ritstjórnargrein]. Læknablaðið 1992; 78: 277. 46 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.