Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2000, Page 66

Læknablaðið - 15.01.2000, Page 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GÖMUL LÆKNISRÁÐ „Tönnin græðír, en tungan særir“ Hallgerður Gísladóttir skrifar Um tönn Mér er um tönn að gera þetta sögðu menn í gamla daga um eitthvað sem þeim var illa við. Ég fletti upp í svörum við spurningaskrá nr. 29 á þjóðháttadeild, Maðurínn, þœttir úr þjóðtrú, til að skoða ráð við tannverk. Par var sannarlega um auðugan garð að gresja, ekki bara varðandi það sem ég var að leita að heldur einnig um tannfé, orðtök og ýmiss konar sere- móníur sem tengdust lausatönnum. Par fann ég einn- ig þessa ágætu vísu um baknag: Mörður týndi tönnum til bar það afþví hann beit í bak á mönnum svo beini festi í. Nýupptekin hvannarót. Eitt afþví sem notað var í lyf við tannpínu var hvannarót. Ætihvönn er fjarskyld ginseng jurtinni og þótti hvannarót flestra meina bót hér í fyrri tíð, auk þess sem hún var mikið höfð til matar. Slæm tannpína er eitt af því kvalafyllsta sem getur hent og ég hef oft hugsað til þess hvað menn hafi tekið til bragðs þegar erfitt eða ómögulegt var að nálgast læknishjálp og deyfilyf. Þegar ég var unglingur var ég einu sinni frávita af tannpínu við þær kringumstæður. Eftir að hafa árangurslaust tuggið brennistein af eldspýtum ofan í tönnina og troðið í hana neftóbaki fannst loks í húsinu séní- verlögg á brúsa, henni var blandað út í nýmjólk og svo tók ég fyrir nefið og svelgdi í mig heilt glas. Þetta tók sárasta broddinn úr en síðan hef ég ekki getað fundið lykt af séníver án þess að líða illa - enda óvön bæði tóbaki og áfengi í þá tíð. Sem sagt, ég veit að maður gerir hvað sem er til að losna við slæma tannpínu. Heimildarmaður einn, sem hafði þjáðst af sárri tannpínu, hljóp til læknis um 40 km leið nánast í einum áfanga, því að verkurinn herti svo á honum, en um leið og hann kom inn á lækna- stofuna hvarf tannpínan og var sagt að slíkt gerðist oftar en ekki þegar að tanndrætti kæmi. Að setja tóbak í veika tönn virðist vera það ráð við tannpínu sem var best þekkt á fyrri hluta aldar- innar, en auk þess voru notuð efni af ýmsu tagi til dæmis kamfórudropar, kreósót, karbólvatn, joð, kogaraspritt og efni sem kallað var dentín eða tanndropar og fékkst að minnsta kosti til skamms tíma. „Þegar hola var komin í tönn var hún þvegin með bómull á eldspýtuenda úr kogerspritti, tann- dropar settir í bómull og troðið í holuna,“ segir einn heimildarmanna. Og svo voru mun „óvísindalegri" aðferðir. Vestfirskur heimildarmaður segir: „Tannpína þótti jafnan mjög hvimleiður sjúk- dómur. Ótal ráð voru reynd við að lina þrautir þeirra er hana fengu. Eflaust er elsta ráðið sem lifði í trú fólks, að lækna mætti tannpínu með því að grafa ofan í vígða mold. þ.e. leiði í kirkjugarði, og taka þar mold og láta hana síðan ofan í tannhol- una, en all mikið mun sú trú hafa verið farin að dofna í lok 19. aldar. En víst voru ótal ráð reynd svo sem bakstrar, bæði heitir og kaldir, plástrar, tóbak og þótti tóbakssósa stundum hafa svíandi áhrif er hún var látin ofan í tönnina, en það olli ógleði og jafnvel uppsölu. Einnig voru grafnar upp jurtarætur er voru mjög beiskar, soðnar saman í mauk og haft í munni sér, má þar til nefna blóð- bergsrætur, njólarætur, hvannarætur er voru mjög súrar og beiskar. Mun þetta sums staðar hafa verið tekið að haustinu og soðið saman á ýmsan hátt og blandað jafnvel tóbakssósu í. Varð þetta þykkur lögur sem varla rann. Var þetta látið í teskeið ofan í tönnina og þótti oft gefa bata eða lina verki.“ Fleiri fornleg ráð á borð við kirkjugarðsmold- ina voru í minni manna sem svöruðu spurninga- skránni. Einn hafði heyrt að dauðs manns bein - annar tiltók sérstaklega kjálka - hefði átt að leggja við kinnina þar sem tönnin var, annar að tönn úr dauðum manni skyldi leggja við veiku tönnina. Þá átti tannpínan að fara í þann dauða sem þá ærðist í gröf sinni. Sót, pipar, hlandsteinn, eyrnamergur, vel súrt skyr og þvottasódi í veika tönn voru einnig nefnd. Menn héldu uppi í sér köldu vatni og létu ísmola bráðna við tönnina. Bakstrar af ýmsu tagi voru lagðir við bólgnar kinnar. Meðal annars bakstrar sem brenndu „áttu að draga út“ eins og kallað var. Það voru sinnepsbakstrar, steinolíu- bakstrar og jafnvel grænsápubakstrar. Heitir salt- bakstrar voru gerðir, saltið var þá hitað á pönnu og látið í smápoka eða vettling, volgri kúamykju var 58 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.