Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 72
UMR/EÐA & FRÉTTIR / FRÁ LANDLÆKNI á eftir hvaða þjónustu hve margir bíða. Með þessu fyrirkomulagi verður auðveldara að fylgjast með biðlistanum. Bæklunaraðgerðir Heildarbiðlisti eftir bæklunaraðgerðum hefur styst og það umtalsvert á rúmu ári. Til viðmiðunar eru teknar tölur frá árinu 1998. Þar munar mestu um að fækkun er á biðlista bæði á deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landspítalans og St. Jósefsspítala í Hafnar- firði en fjölgun hefur hins vegar orðið hjá minni deildum svo sem á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri og Akranesi. Þegar teknir eru allir sjúklingar á bið- listum á bæklunarskurðdeildum, þar sem vitað er um biðtíma, kemur í ljós að með- albiðtími þeirra er 49,3 vikur. Endurhæfing Fyrirvari er gerður við tölur um biðtíma á FSA þar sem skráningarkerfi biðlistans er í endurskoðun. Þegar teknir eru allir sjúklingar á bið- listum eftir endurhæfingu, þar sem vitað er um biðtíma, kemur í ljós að meðalbið- tími þeirra er 27 vikur. Glasafrjóvgunardeild Biðlisti deildarinnar hefur verið nánast jafnlangur frá árinu 1997 og segja má að þar ríki ákveðið jafnvægi í eftirspurn eftir þjón- ustu. Á deildinni er biðlistinn eðlilega ann- ars konar en á öðrum deildum. Reikna má með að meðferð heppnist í þriðjungi tilfella þannig að tveir þriðju þeirra sem eru á bið- lista fara á hann aftur. Þá sýnir biðlistinn einnig mun betur eftirspum eftir þjónustu deildarinnar þar sem ekki er um bráðatil- felli að ræða með sama hætti og á öðrum deildum. Þess má einnig geta að auk þessa eru framkvæmdar um 250 tæknifijóvganir. Háls-, nef- og eyrnadeildir Biðlistar á þessum deildum hafa styst á und- anfömum árum. Á fyrrihluta árs árið 1997 var biðlistinn lengstur eða 1273 sem biðu eftir meðferð. Veruleg breyting hefur orðið á, þar munar mestu um styttri biðlista á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en hann hefur styst úr því að þar biðu 1000 einstaklingar eftir meðferð árið 1997 en nú eru skráðir 422 á bið eftir meðferð. Þegar teknir em allir sjúklingar á bið- listum á háls-, nef- og eymadeildum, kem- ur í ljós að meðalbiðtími þeirra er 31,2 vikur. Kvensjúkdómadeildir Mun fleiri deildir en áður skila nú inn tölum um biðlista á kvensjúkdómadeildum en ver- ið hefur. Engu að síðar er heildarfjöldi þeirra sem bíða minni, árið 1997 var 501 kona á biðlista en nú teljast þær vera 382. Þar munar mestu um um mikla fækkun á biðlista á Landspítalanum. Þegar teknir eru allir sjúklingar á bið- listum á kvensjúkdómadeildum, þar sem vitað er um biðtíma, kemur í ljós að með- albiðtími þeirra er 18,5 vikur. Lytalækningnr Nokkur fækkun er á biðlistum lýtalækna á sjúkrahúsunum. Fækkun er hjá Landspítal- anum en fjölgun á biðlistum St. Jósefsspít- ala. Þá eru engir sérfræðingar í lýtalækning- um með biðlista á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þegar teknir eru allir sjúklingar á bið- listum eftir lýtaaðgerðum kemur í ljós að meðalbiðtími þeirra er 130 vikur. Þvagfæraskurðdeildir Nokkur fækkun hefur orðið á biðlistanum á Landspítalanum. I upplýsingum frá árinu 1997 frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur kom fram að þá biðu 25 eftir meðferð og meðalbiðtími þeirra væru átta vikur. Álag á deildinni hef- ur því aukist þar sem nú bíða 67 einstak- lingar og meðalbiðtími þeirra er 21 vika. Þegar teknir eru allir sjúklingar á bið- listum á þvagfæraskurðdeilda kemur í ljós að meðalbiðtími þeirra er 70,1 vika. Öldrunarlækningar Öldrunarlækningasvið Sjúkrahúss Reykja- víkur hefur ekki fyrr sent embættinu jafn ítarlegan biðlista eins og nú er gert. I sam- ráði við Pálma V. Jónsson yfirlækni öldrun- alækningasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur var ákveðið að gera grein fyrir hverri deild inn- an öldrunarsviðsins eins og gert er þar sem það gefur betri lýsingu á ástandi biðlista deildarinnar. Á þessu verður framhald. Rétt er að geta þess að biðlistinn á Land- spítalanum er annars vegar biðlisti eftir plássi á deildinni en mikill meirihluti sjúk- linganna mun að öllum líkindum flytjast á Sjúkrahús Reykjavíkur, Landakot. LOSEC MUPS Hassle, 970401 SÝRUHJÚPTÖFLUR; A 02 B C 01 R E Hver sýruhjúptafla inniheldur: Omeprazolum INN, magnesíumsalt, 10,3 mg, 20,6 mg eða 41,3 mg, sam- svarandi Omeprazolum INN 10 mg, 20 mg eða 40 mg. Ábcndingur: Sársjúkdómur í skeifugörn og maga. Bólga í vélinda vegna bakflæðis (reflux oesophagitis). Uppræting Helicobacter pylori við sársjúkdómi (ásamt sýklalyfjum). Sársjúkdómur eða fleiður í skeifugörn og maga vegna meðferðar með bólgueyðandi gigtar- lyfjum (NSAID). Fyrirbyggjandi vegna aukinnar hættu á óþægindum, eins og sársjúkdómi í maga, vél- inda eða skeifugörn, fleiðri í maga og/eða skeifugörn eða meltingartruflunum, við meðferð með bólgueyð- andi gigtarlyfjum. Langtímanotkun við bólgu í vélinda vegna bakflæðis eða við síendurteknum sárum í maga og skeifugöm. Meðferð á einkennum brjóstsviða og nábíts vegna bakflæðissjúkdóms (gastro-oesophageal reflux disease). Zollinger-Ellison heilkenni. Skammtar*: Mælt er með að LOSEC MUPS sýruhjúp- töflur séu teknar inn að morgni. Töflurnar á að gleypa heilar með vökva. Innihald taflna má hvorki tyggja né mylja. Töflumar á að taka með 1/2 glasi af vökva. Hvorki má tyggja né mylja töflurnar. Töflurnar má einnig hræra út í hálfu glasi af vatni eða ávaxtasafa. Hræra á í þar til töflurnar hafa sundrast og drekka á vökvann með kornunum í innan 30 mínútna. Skola á glasið að innan með vökva og drekka hann. Hvorki má tyggja né mylja kornin. Við skeifugarnarsári, magasári, sár- sjúkdómum eöa fleiðurs vegna meðferðar við bólgu- eyðandi gigtarlyfjum, við bólgu í vélinda vegna bak- flœðis og til meðferðar á einkennum vegna bakflœðis- sjúkdóms er ráðlagður skammtur 20 mg einu sinni á dag. * Við alvarlegri bólgu í vélinda vegna bakflœðis hjá börnum 1 árs og eldri: Ráðlagður skammtur handa börnum 10-20 kg er 10 mg á dag og handa börnum >20 kg 20 mg á dag.* 777 upprœtingar Helicobacter pylori við sársjúkdómi: Losec MUPS er ýmist gefíð í „þriggja lyfja meðferð“ (ásamt amoxicillíni og klaritromýcíni, klaritrómýcíni og metrónídazóli eða amoxicillíni og metrónídazóli) eða í „tveggja lyfja meðferð“ (ásamt amoxicillíni eða klaritrómýcíni).* Við Zollinger-Elli- son heilkenni: Ráðlagður upphafsskammtur er 60 mg daglega.* Skert nýmastarfsemi: Hjá sjúklingum með skerta nýmastarfsemi er ekki nauðsynlegt að breyta skömmtum. Skert lifrarstarfsemi: Par sem aðgengi og helmingunartími ómeprazóls í plasma eykst við skerta lifrarstarfsemi getur verið nægjanlegt að gefa 10-20 mg dagsskammta. Aldraðir. Hjá öldruðum þarf ekki að breyta skömmtum. Fráhcndingur: Þekkt ofnæmi fyrir ómeprazóli. Varnaðarorö og varúðarrcglur Þegar tal- ið er að um magasár sé að ræða skal útiloka illkynja sjúkdóm, en meðferð með ómeprazóli getur dregið úr einkennum og seinkað sjúkdómsgreiningu. Meðganga og brjóstagjöf: Eins og við á um flest lyf ætti ekki að gefa þunguðum konum né konum með barn á brjósti ómeprazól magnesíumsalt nema brýn ástæða sé til. LOSEC MUPS gefið í skömmtum allt að 80 mg á 24 klst. konum í fæðingu hefur ekki valdið aukaverkun- um hjá baminu. Dýrarannsóknir hafa ekki bent til hættu vegna meðferðar með LOSEC MUPS á meðgöngu- tíma og við brjóstagjöf og engar vísbendingar liggja fyrir um eituráhrif eða fósturskemmandi verkun. Auka- vcrkanir: LOSEC þolist vel og aukaverkanir hafa yfír- leitt verið vægar og gengið til baka*. Pakkningar og vcrð: Sýruhjúptöflur 10 mg: 14 stk. 3.190,-; 100 stk. 16.051,- Sýruhjúptöflur 20 mg: 14 stk. 3.691,-; 28 stk. 6.446,-; 56 stk. 11.689.; 100 stk. 19.596,-. Sýruhjúptöflur 40 mg: 28 stk. 12.514,- Umboð á íslandi: Pharmaco hf. Sérlyfjaskrártexti, samþykktur af Lyfjanefnd ríkisins 7. 10.1998 (styttur) ♦ítarlegri texta um lyfíð er að fínna í Fréttabréfí Lyfja- nefndar ríkisins 1. janúar 1999 og Sérlyfjaskrá 1999 (1. apríl 1999). Hcimildin 1) Pilbrant A et al. development of an oral formula- tion of omeprazol; Scand. J. Gastroenterology 1985; 20 (suppl 108): 113-20 2) Fréttabréf Lyfjanefndar ríkisins 1. janúar 1999. 62 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.