Læknablaðið - 15.11.2000, Side 15
FRÆÐIGREINAR / LYFLÆKNINGAR
Skjaldkirtilsstarfsemi og tíðni grunn-
sjúkdóma hjá sjúklingum með gáttatif
Birgir Jóhannsson ,
Sigurður Ólafsson
Uggi Agnarsson
Ari Jóhannesson
'Lyflækningadeild Landspítala
Fossvogi, lyflækningadeild
Sjúkrahúss Akraness,
lyflækningadeild Landspítala
Hringbraut. Fyrirspumir,
bréfaskipti: Sigurður Ólafsson
lyflækningadeild Landspítala
Fossvogi, 108 Reykjavík.
Netfang:
sigurdol@shr.is
Lykilorð: gáttatif ofstarfsemi í
skjaldkirtli, grunnsjúkdómar.
Ágrip
Tilgangur: Að athuga algengi ofstarfsemi í skjaldkirtli
og kanna þekkta grunnsjúkdóma hjá sjúklingum sem
leggjast inn á lyflækningadeild og hafa gáttatif (atrial
fibrillation).
Efniviður og aðferðir: Athugaðir voru sjúklingar
á lyflækningadeild. Snið rannsóknarinnar var
annars vegar afturskyggnt (1993-1994) og hins
vegar framskyggnt (1.4.1995-31.12.1997). í aftur-
skyggnum hluta rannsóknarinnar var farið yfir
sjúkraskrár allra sem fengið höfðu útskriftar-
greininguna gáttatif og aflað upplýsinga um
skjaldkirtilspróf. í framskyggna hlutanum var mælt
skjaldstýrihormón (thyroid stimulation hormone,
TSH), týroxín (T4) og þríjoðótýrónín (T3) í sermi
sjúklinga með gáttatif. Þekktir grunnsjúkdómar
voru einnig skráðir.
Niðurstöðun Eitt hundrað sextíu og sjö sjúk-
lingar reyndust hafa gáttatif (58 í afturskyggnum
hluta, 109 í framskyggnum hluta). Karlar voru í
meirihluta (59,3%) og meðalaldur 73,7 ár (26-100
ára). Fullnægjandi upplýsingar um skjaldkirtilspróf
fengust hjá 135 sjúklingum. Skjaldkirtilspróf voru
afbrigðileg hjá 24 (17,8 %), þar af 17 konum
(71%). Tíu höfðu einangraða hækkun á
skjaldstýrihormóni, sjö einangraða lækkun á
skjaldstýrihormóni, tveir vanstarfsemi í skjaldkirtli
og fimm höfðu önnur afbrigði. Sem grunnsjúkdóm
höfðu 76 af 167 háþrýsting (45,5%), 44 krans-
æðasjúkdóm (26,3%) og 27 Iokusjúkdóm (16,2%).
Hjá 32 (19,2%) var enginn þekktur grunnsjúk-
dómur til staðar.
Ályktanir: 1) Ofstarfsemi í skjaldkirtli er
sjaldgæf hjá sjúklingum sem leggjast inn á
lyflækningadeild og hafa gáttatif. Venjubundin
mæling á skjaldkirtilshormónum hjá þessum
sjúklingahópi er því óþörf. 2) Ósértækar breyt-
ingar á skjaldkirtilsprófum eru algengastar, líklega
vegna áhrifa sjúkdóma utan skjaldkirtils eða lyfja.
3) Háþrýstingur, kransæðasjúkdómur og sjúk-
dómar í hjartalokum eru algengustu grunnsjúk-
dómarnir í þessum hópi sjúklinga.
Inngangur
Gáttatifi (atrial fibrillation) var fyrst lýst á
hjartarafriti árið 1909 (1). Allt frá þeim tíma hefur
mönnum verið ljóst að um algengan kvilla er að ræða
og nú á tímum er gáttatif sú hjartsláttartruflun sem
leiðir til flestra innlagna á sjúkrahús (1). íslensk
ENGLISH SUMMARY
Jóhannsson B, Ólafsson S, Agnarsson U,
Jóhannesson A
Thyrotoxicosis and coexistent diseases in atrial
fibrillation
Læknablaðið 2000; 86: 743-7
Objective: To evaluate the prevalence of thyrotoxicosis
and coexistent diseases in patients with atrial fibrillation
admitted to a general medicine ward.
Material and methods: All patients with the discharge
diagnosis of atrial fibrillation were studied. The study
design was retrospective for the years 1993-1994 and
prospective from April 1995 through December 1997.
Information on thyroid function tests was obtained from
medical records in the retrospective part, but TSH, T4 and
T3 were measured for patients admitted during the
prospective part. Coexistent diseases were recorded.
Results: Atrial fibrillation was diagnosed in 167 patients
(58 in the retrospective part and 109 in the prospective
part). Males were predominant (59.3%) and the average
age was 73.7 years (span 26-100). Adequate information
on thyroid function tests was available for 135 patients
(58.6% of the retrospective part and 92.7% of the
prospective part). 24 (17.8%) had abnormal thyroid
function tests, predominantly women (71 %). Ten had an
isolated elevation of TSH, seven an isolated depression of
TSH, two hypothyroidism and five other abnormalities.
Hypertension was the most common coexistent disease
(76 of 167 patients (45.5%). Ischemic heart disease was
found in 44 (26.3%) and valvular heart disease in 27
(16.2%). No known coexistent disease was found in 32
(19.2%).
Conclusions: 1) Thyrotoxicosis is rare in patients with
atrial fibrillation who are admitted to a general medicine
ward. Routine measurement of thyroid function tests in
this patient population is therefore not warrented. 2)
Unspecific abnormalities of thyroid function tests are
common and are most likely due to diseases outside the
thyroid gland or medications. 3) Hypertension, ischemic
heart disease and heart valve disease are the most
common coexistent diseases in this group of patients.
Key words: atrial fibrillation, thyrotoxicosis, coexistent
diseases.
Correspondence: Sigurður Ólafsson. E-mail:
sigurdol@shr.is
rannsókn sýndi fram á að 0,28% af einstaklingum á
aldrinum 32-64 ára höfðu gáttatif (2), en algengi þess
fer hratt vaxandi með hækkandi aldri (3). Gáttatif
Læknablaðið 2000/86 743