Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Síða 36

Læknablaðið - 15.11.2000, Síða 36
T FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI Morffn I Frumuhimna- I^Fosfóli'pasij Salflyf- COX 1/COX 2 Arakídonsýra ‘X 12-lípó- oxípenasi Kaffein- sýra 5-lípó- oxígenasi ■ Frumuhimna Afhömlun serótónínvirkra brauta í miðheila Mynd 5. Myndin á að sýna riss afgassvirkum (GABA-virkum) millitaugung í miðheila, sem er hemill á virkni íserótónínvirkum brautum til mœnu. Morfín verkar á my viðtœki og eykur innflœði kalcíumjóna og virkjar við það fosfólípasa, sem losar arakíndonsýru úr frumuhimnu. Afurðir af arakídonsýru fyrir tilstilli 12-lípóoxígenasa valda breytingum á kalíumflœði í himnu gassvirka taugungsins þannig, að virkni hans minnkar og virkjun (afhömlun) verður á serótónínbrautunum, er aftur leiðir til aukins flœðis á serótóníni og eflingar á verkjadeyfandi verkun morfíns í mænu. Blokkun á cýklóoxígenasa (einkum COX1) eða 5-Iípóoxígenasa (mynd 3) leiðir til þess, að 12-lípóoxígenasi fœr meira af arakídonsýru að vinna úr. Efmorfín er ekki til staðar, gœtu salílyf sennilega aukið á verkun morfínpeptíða í miðheila og með þvístuðlað að verkjadeyfingu (einkum tekið eftir 3 og 4). Aðrar afurðir af arakídonsýru og annarra efna, sem losna úr frumuhimnu fyrir tilstilli fosfólípasa, eru anandamíð (arakídonsýra + etanólamín) og 2-arakídónýlglýceról. Bœði þessi efni eru svokölluð endókannabínóíðar og verka að öllum líkindum á kannabisviðtœki í nánum tengslum við my viðtœkin og hafa verkjadeyfandi verkun með því að hamla gassvirkni líkt og sýnt er hér að ofan (62,63). enda sársaukaflytjandi tauga við bólgusvörun (52,53). Nokkrum árum síðar voru samt gerðar tilraunir með bólgusvörun í rottum og sársauka af völdum bólgunnar, er sýndu, að verkun aspiríns á sársaukann væri bæði bundin við bólgustaðinn og miðtaugakerfið. Með því að beita prostaglandínand- efni (andverkar verkun prostaglandína) mátti sýna fram á, að prostaglandín höfðu myndast bæði á bólgustaðnum og í heilanum. Var því þeirri kenningu varpað fram, að aspirín gæti verkað á sársauka við bólgusvörun með því að hamla myndun prosta- glandína bæði utan miðtaugakerfisins á bólgu- staðnum og í miðtaugakerfinu (54). Síðari rann- sóknir hafa rennt stoðum undir, að þessi tilgáta sé rétt. Við langvarandi verk eða margendurtekin sársaukafull áreiti verða breytingar í starfsemi taugafrumna í bakhorni mænu, sem taka við boðum um sársauka að utan. Næmi þessara taugafrumna fyrir sársaukafullum boðum verður meira en áður. Má því segja, að verkur ali af sér meira verkjanæmi. Hér kemur við sögu boðefni, er nefnist glútamínsýra og er aðalörvandi boðefnið í miðtaugakerfinu. Glútamínsýra er eitt meðal fjölmargra efna, sem örvað getur fosfólípasa og þar með valdið losun á arakídonsýru (mynd 4). Arakídonsýra eykur aftur á móti verkun glútamínsýru þannig, að hér getur myndast vítahringur. Arakídonsýra umbreytist að nokkru í prostaglandín og salílyf blokka þau efnahvörf eins og sýnt er í mynd 4. Ekki er samt alveg ljóst, hvort arakídonsýra þarf að breytast í prostaglandín til þess að efla glútamínsýruvirkni og þar með næmi fyrir sársauka í mænunni, eða hvort hún verkar þar óbreytt. Staðfest er samt, að salílyf draga úr auknu verkjanæmi í mænunni við þessar aðstæður (55). Af framansögðu er ljóst, að verkjadeyfandi verkun aspiríns er að öllum líkindum að minnsta kosti tvíþætt: a) Verkun á bólgustað bundin við hömlun á myndun prostaglandína í þá veru að draga úr örvun sársaukaflytjandi tauga. b) Verkun í mænu bundin beint eða óbeint við hömlun prostaglandína í þá veru að draga úr auknu verkjanæmi við langvarandi sársauka. Fyrir nokkrum árum var staðfest í tilraunum með rottur, að morfín og tiltekið salílyf (ketórólak) höfðu samverkandi verkjadeyfandi verkun í miðtauga- kerfinu (56). Fáum árum áður hafði í hliðstæðum tilraunum með rottur verið sýnt fram á, að bæði morfín og aspirín verkuðu á hálfri mínútu eftir gjöf við innstungu (57). Var því augljóst, að acetýlsali- cýlsýra gat verkað líkt og morfín, áður en bólgubreytingar hófust á sársaukastað. Pví vaknaði sú spurning, hvort aspirín verki einnig í mið- taugakerfinu óháð bólgusvörun líkt og morfín eða í tengslum við það? Morfín verkar einkum verkjadeyfandi í mænu og í heilastofni. I mænu hamlar morfín innflæði boða um sársauka og upp mænuna. í ljósi nýlegra rannsókna verður að teljast mjög líklegt, að morfín og aspirín hafi samverkandi verkun í mænu - og við bólgusvörun raunar einnig í endum sársaukaflytjandi tauga, en ekki er hér rúm til þess að ræða það frekar (4,58,59). Þá benda nýlegar rannsóknir enn fremur til þess, að aspirín og önnur salílyf auki á verkun morfíns í heilastofni óbeint með því að hamla þar einkum COX 1 (mynd 5). Samverkun morfíns og acetýlsalicýlsýru gæti verið með líkum hætti í mænu, en við verkjadeyfingu vegna örvunar á sársaukaflytjandi taugum skiptir hömlun á COX 2 væntanlega mestu máli (3,4). Má því samkvæmt þessu ætla, að verkjadeyfandi verkun aspiríns sé þríþætt og tveir þættirnir séu bundnir við hömlun á cýklóoxígenasa í miðtaugakerfinu, en einn við hömlun á cýklóoxígenasa utan þess (sjá liði a og b á undan). 762 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.