Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 46

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 46
FRÆÐIGREINAR / ERFÐARÁÐGJÖF r aukið líkur á að konur taki upplýsta ákvörðun um að mæta í erfðapróf fremur en að hvatinn að því að mæta byggist á ótta við brjóstakrabbamein. Inngangur Það hefur lengi verið vitað að brjóstakrabbamein er algengara í sumum fjölskyldum en öðrum (1). Ut frá eldri upplýsingum úr Krabbameinsskrá hefur verið áætlað að um 15,9% bijóstakrabbameina sem greinast á íslandi megi flokka sem ættlægt brjóstakrabbamein og er það því álíka algengt hér á landi eins og annars staðar (2,3). Ennfremur hafa faraldsfræðilegar rannsóknir leitt í ljós að konur með fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein, jafnvel þó aðeins sé um að ræða einn ættingja í fyrsta ættlið (móður/systur/dóttur) eru allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrar konur til að fá brjóstakrabbamein (1,4). Það eykur enn á áhættuna ef fleiri nákomnir ættingjar hafa fengið sjúkdóminn, ef mein hefur greinst í báðum brjóstum hjá einhverjum ættingja eða ef sjúkdómurinn hefur greinst hjá ættingjum snemma á lífsleiðinni (1,5,6). Áhættan á að fá brjóstakrabbamein eykst umtalsvert því fleiri sem áhættuþættirnir eru í fjölskyldunni (5). Á níunda áratugnum voru einangruð tvö erfðaefni, BRCAl og BRCA2, sem tengd hafa verið myndun brjóstakrabbameins í fjölskyldum með ættlægt brjóstakrabbamein (7). Stökkbreyting á þessum tveimur erfðaefnum eru taldar leiða til myndunar brjóstakrabbameins í um 6-10% tilvika, BRCAl oftar en BRCA2 (7). Hérlendis er stökkbreyting á BRCA2 erfðaefni hins vegar algengari og hefur fundist ein stökkbreyting (999del5), svokölluð landnemastökkbreyting, sem rekja má til sameiginlegs ættmennis (2,8). Land- nemastökkbreytingin gerir það að verkum að tiltölulega fljótlegt og auðvelt er að kemba fyrir hana hjá heilbrigðum íslenskum einstaklingum. Alþjóðlegar þýðisbundnar rannsóknir sýna að konur með stökkbreytingu á BRCAl og BRCA2 erfðaefnum geta haft 40-85% samanlagða áhættu að fá brjóstakrabbamein og 5-60% heildaráhættu að fá eggjastokkakrabbamein (9-11). í nýlegri íslenskri rannsókn kemur hins vegar fram að meðaláhætta á brjóstakrabbameini hjá þeim sem eru með stökkbreytingu á BRCA2 erfðaefni er lægri en áður hefur verið talið (12). Þar kemur fram að áætluð áhætta við fimmtugt fyrir allar konur sem bera 999del5 stökkbreytingu er 17% og 37,2% við 70 ára aldur. Með einangrun BRCAl og BRCA2 erfðaefna er hægt að kanna hverjir eru arfberar í fjölskyldum með ættlægt brjósta- eða eggjastokkakrabbamein. Konur með ættarsögu um brjóstakrabbamein geta haft nokkurn ávinning af því að láta meta áhættu sína fyrir sjúkdómnum með erfðaprófi (13). Til dæmis geta konur sem bera stökkbreytt erfðaefni stuðlað að því að brjóstakrabbamein greinist á for- eða byrjunarstigi með því að auka forvarnarhegðun sína (farið í brjóstamyndatöku) eða dregið úr líkum á að sjúkdómurinn þróist (farið í fyrirbyggjandi brottnám brjósta) (14). Þá geta konur sem ekki greinast með umræddar stökkbreytingar fundið fyrir létti sem gæti bætt lífsgæði þeirra (13). En erfðapróf hafa einnig neikvæðar hliðar. Bandarískar konur sem greinast með stökkbreytt erfðaefni finna fyrir óöryggi gagnvart framtíðinni, ótta við mismunun af hendi tryggingarfélaga og minni lífsgæðum (15). I bandarískum rannsóknum hefur komið fram að áhugi á að mæta í erfðapróf er mikill hjá konum með sögu um brjósta- eða eggjastokkakrabbamein í fyrsta ættlið og einnig hjá þeim sem eru í lítilli áhættu (16,17). Fylgni hefur fundist milli þess að ætla (intention) að fara í erfðapróf og lægri aldurs, lengri skólagöngu (17,18) og þess að telja sig vera í áættuhópi fyrir brjóstakrabbameini (perceived risk) (19,21). Ennfremur komu fram jákvæð tengsl milli óska um að fara í BRCA próf og þess að vera kona, hafa heilsufarstryggingu, vera yngri, hafa meiri menntun og að vera í meiri raunverulegri áættu (objective risk) fyrir brjóstakrabbameini (20). Bandarískar konur gefa upp eftirfarandi atriði sem ástæður fyrir áhuga þeirra á að mæta í erfðapróf: að vita hvort börn þeirra eru í áhættuhópi, að fjölga mætingum í brjóstamyndatöku, að hugsa betur um sjálfa sig (16,18,19) og vita hvort brjóstakrabba meinsgen eru til staðar (22). Það sem hins vegar stendur helst í vegi fyrir mætingu þeirra í erfðapróf eru áhyggjur af tryggingarhæfni, óvissa um nákvæmni prófanna og áhyggjur af eigin viðbrögðum (16). Ótti við brjóstakrabbamein tengist einnig áhuga á erfðaprófi. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæða fylgni milli sértæks krabbameinsótta (mældur sem ágengar hugsanir um brjóstakrabba- mein á undirþætti Impact of Event Scale (IES) kvarðans) og áhuga á að fara í erfðapróf. Rannsóknirnar náðu til kvenna með fjölskyldusögu um bijósta- og eggjastokkakrabbamein (18,23) og einnig til kvenna með fjölskyldusögu sem auk þess vissu að BRCAl stökkbreyting hafði greinst í fjölskyldum þeirra (20). Þegar rannsóknir á mætingu kvenna í brjóstamyndatöku eru skoðaðar kemur í ljós að þær gefa misvísandi niðurstöður um áhrif sértæks krabbameinsótta, ýmist að mikill ótti standi í vegi fyrir mætingu (24) eða örvi konur til að mæta (25,26). Bent hefur verið á að ein ástæða fyrir þessum ólíku niðurstöðum geti verið að sveiglínusamband sé milli ótta og mætingar í brjóstamyndatöku (27), of mikill eða of lítill ótti standi í vegi fyrir mætingu en meðalótti hvetji til mætingar. í nýlegri rannsókn (28) á tengslum sértæks ótta og áhuga á að fara í erfðaprófi fékkst stuðningur við þessa tilgátu. Þar kom fram að konur með ættarsögu um 772 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.