Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Síða 54

Læknablaðið - 15.11.2000, Síða 54
FRÆÐIGREINAR / FRÆÐILEG ÁBENDING meðgöngu (reiknað frá fyrsta degi síðustu tíðablæðinga eða út frá fyrri ómskoðun) er mælt þvermál fósturhöfuðs, biparietal diameter (BPD) og lengd langra beina fósturs (femur-lengd, FL og humerus-lengd, HL). BPD mælingar hafa tvö staðalfrávik upp að 22 vikna meðgöngulengd sem svara til ±6-7 daga. Á bilinu 24-30 vikur eru tvö staðalfrávik ±10 dagar en eftir það ±14 dagar. Beinmælingar hafa tvö staðalfrávik upp að 22 vikna meðgöngulengd sem svara til ±7-8 daga, en eftir það eru frávik meiri en fyrir BPD-mælingar. Ef bæði BPD og FL eru notuð, eykst nákvæmni við ákvörðun meðgöngulengdar. Reikna má meðgöngulengd úl frá meðaltali BPD og FL (5-9) með ±6 daga nákvæmni (tvö staðalfrávik) sam- kvæmt líkingunni: BPD x 1,2 + FL x 1,0 + 50,5 = meðgöngulengd (í dögum) í skoðun við 18-20 vikur eru aðal líffærakerfi fósturs skoðuð og fylgja staðsett. Ef fylgja er greind sem lágsæt/fyrirsæt ber að athuga að í yfir 90% tilvika er slík fylgja ekki lengur lágsæt/ fyrirsæt á síðasta þriðjungi meðgöngu vegna þess að þegar legbolur vex, færist fylgjubeður ofar og frá innra legopi. Komi kona til ómskoðunar og reynist skemur gengin en 18 vikur eða ef skoðun er ófullnægjandi, er rétt að henni sé boðið að koma aftur á heppi- legum tíma. Vakin er athygli á því að til þess að unnt sé að ákveða meðgöngulengd og væntanlegan fæðingar- tíma með nægilegri nákvæmni, þarf að stefna að því að ómskoðun fari fram fyrir 20 vikur. Ef skoðun er gerð of snemma er oft erfitt að meta fósturútlit og fleiri fylgjur eru sagðar lágsætar heldur en ef skoðun er gerð við 18-20 vikur. Há- marksnýtni fæst úr skoðun við 18-20 vikur. Sé áætlað að kona gangist undir sérstakar greiningaraðferðir, svo sem legvatnsástungu eða fylgjusýnistöku, er ákvörðun meðgöngulengdar gerð eins fljótt og mögulegt er til að hægt sé að tímasetja aðgerðina. 4. Ómmælingarmeðaltöl fyrir reiknaða með- göngulengd við 18-20 vikna skoðunina eru notuð til að ákvarða væntanlegan fæðingardag sam- kvæmt ómun hjá öllum konum. Við þann dag er miðað í mæðraeftirliti. Við ómmælingu er gengið út frá því að fóstur sé meðalstórt þegar það er mælt og því felst innbyggð óvissa í mælingunni, en hún hefur mun færri skekkjuvalda og er nákvæmari en reikningur frá fyrsta degi síðustu tíða. Athuga ber að ekki er alltaf ástæða til að halda fast fram mun á meðgöngulengd sem konan telur að sé réttur og því sem ómskoðun hefur bent til. Munurinn verður vegna algengrar lengingar á egg- búsvaxtarskeiði tíðahrings, óvissu um síðustu tíðablæðingu, egglostíma, frjóvgun og festu frjóvgaðs eggs í legslímu. 5. Ómskoðun eftir 22-24 vikur telst sein skoðun og er ekki hægt að nota niðurstöður slíkrar skoðunar einar sér til ákvörðunar á meðgöngu- lengd með nægilegri nákvæmni vegna þess hve staðalfrávik hafa aukist. Ef meðganga er orðin lengri en 20 vikur við fyrstu mæðraskoðun er samt mælt með því að konan sé send í ómskoðun hið fyrsta. Sé með- göngulengd óviss samkvæmt síðustu tíðum, getur endurtekning á mælingum í tvö til þrjú skipti með tveggja vikna millibili gefið nokkru betri hugmynd um væntanlegan fæðingartíma. 6. Vaxtarseinkun fósturs (intrauterine growth retardation, IUGR) er talin vera fyrir hendi ef fóstur er metið minna en tveim staðalfrávikum (-24%) fyrir neðan meðalstærð barns, miðað við meðgöngulengd (2,9,10). Við leit að vaxtarheftum fóstrum á síðasta þriðjungi meðgöngu þarf að hafa eftirfarandi í huga þegar konu er vísað í ómskoðun: a) Líkur á réttri greiningu eru meiri eftir því sem lengra líður á meðgöngu og eru verri fyrir 32 vikur, nema í sérstökum tilvikum. b) Rétt getur verið að senda konur í áhættuhópum í skoðun til að leita að vaxtarheftu fóstri, en þá eru mest not af slfkri skoðun við eða eftir 32-34 vikur. c) Endurtaka má skoðun, ef með þarf, á 14 daga fresti en ekki þéttar að jafnaði. í fleir- burameðgöngu er mælt með reglubundnu eftirliti með fósturvexti þegar líður á síðasta þriðjung meðgöngu. Við ómskoðun í tvíburameðgöngu eru framhaldsskoðanir skipulagðar við 30, 33 og 36 vikur samkvæmt venjubundnum hætti, en þéttar að ósk lækna samkvæmt ábendingu. d) Ekki er ástæða til að senda allar konur aftur í skoðun við 32 eða 36 vikur vegna þess að árangur slíkra kembirannsókna er óviss. Mælist fóstur hins vegar 15-24% neðan við meðallag, þá er það enn innan eðlilegra marka, en ástæða er til að endurmeta vöxt eftir tvær til þrjár vikur. Ef vaxtarfrávik er >18% (-1,5 meðalfrávik) er æskilegt að gera blóðflæðirannsókn og fylgjast nánar með heilbrigði fósturs. Á ómdeildum og meðgöngudeildum þar sem eftirlit með vaxtarheftum fóstrum fer fram, eru ákveðnar reglur um tilvísun í blóðflæðirannsókn eða aðrar fósturrannsóknir. 780 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.