Læknablaðið - 15.11.2000, Side 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR
Nauðsyn mismunandi
rekstrarforma í heilsugæslu
Þórir B.
Kolbeinsson
Höfundur er heilsugæslulæknir
að Hellu, formaður Félags
íslenskra heimilislækna og á
sæti í stjórn LÍ.
Sjónarmið þau er fram koma í
pistlinum Af sjúnarhúli
stjúrnar eru höfundar hverju
sinni og ber ekki að taka sem
samþykktir stjórnar LÍ.
ÞÁ ER GÆSAVEIÐITÍMANUM LOKIÐ, golfvöllurinn að
færast í vetrarskrúðann og búið að draga undan
hestunum. Vetrarstarfið framundan. Hver segir að
ekki geti farið vel um okkur sem enn sitjum á
landsbyggðinni þó við þurfum að horfa á eftir
börnum okkar og vinum hverfa á höfuðborgar-
svæðið? Stundum held ég að við gleymum ánægjunni
við að geta stundað læknislistina, fagið sem við sjálf
völdum okkur og höfum ánægju af.
Vissulega ber meir á gagnrýni í garð lækna í
þjóðfélaginu en áður en við verðum að þola það og
læra af því. Gagnrýni getur líka verið uppbyggileg.
Hins vegar þurfum við að passa að setja baráttu
okkar fyrir betri kjörum fram á þann hátt að þær nái
eyrum viðsemjanda okkar en séu ekki misskildar á
þann veg að starf læknis sé ekki eftirsóknarvert.
Kollegar mínir í heimilislæknastétt segja stundum
að starf heimilislækna á landsbyggðinni sé einfaldara
og afmarkaðra en starfið í þéttbýli. Kannski er
hlutverk okkar gegnsærra en eðli þess er það sama.
Við heimilislæknar bjóðum samfellu, erum til staðar
og fylgjum okkar fólki gegnum súrt og sætt í 25-40 ár
á meðan aðrir læknar glíma frekar við tilfallandi eða
afmörkuð vandamál. Kannanir sýna, að það að hafa
sama lækninn, er það sem fólk leggur höfuðáherslu á
í samskiptum við lækni og ég get ekki annað en
undrast, þegar það er talið vandamál að fólk sem
flytur milli hverfa skuli ekki vilja flytja sig á aðra
heilsugæslustöð heldur hafa sama lækninn áfram.
Þarna stangast á hagkvæmni heilsugæslustöðva þar
sem safnað er saman ýmiss konar þjónustu líkt og á
sjúkrahúsum og hagsmunir sjúklingsins sem langar
að hafa sama lækninn.
Undanfarið hefur komið fram að óánægja er með
aðgengi að heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu.
Yfirvöld ýja að því að heimilislæknar fari sér hægar
en áður vegna breyttra kjarasamninga en heimilis-
læknar hafa bent á mikla fólksfjölgun og að uppbygg-
ing heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hafi verið látin
sitja á hakanum. Fjöldi heimilislækna í Reykjavík
takmarkast af fjölda stöðugilda heilsugæslulækna á
heilsugæslustöðvum og samningi heimilislækna utan
heilsugæslustöðva, sem reyndar hefur ekki verið bætt
inn á í mörg ár. Tryggingastofnun ríkisins hefur
neitað að gera samning um stofurekstur við sérfræð-
inga í heimilislækningum eins og tíðkast hjá öðrum
sérgreinalæknum. Hvers vegna?
Vissulega var það framfaraspor að koma á fót
heilsugæslustöðvum. Hins vegar virðast menn ekki
átta sig á því að jafnframt fóru að koma sérmenntaðir
heimilislæknar. Þessir læknar eru sérmenntaðir til að
sinna því, sem kallað hefur verið á ensku primary
care, með sambærilegt nám hvað tíma og innihald
varðar og aðrir sérgreinalæknar. Hví skyldu sérfræð-
ingar í heimilislækningum ekki geta opnað sjálf-
stæðar læknastofur við hlið heilsugæslustöðva eins og
aðrir sérgreinalæknar opna stofur við hlið sjúkrahúsa
og göngudeilda? Hver er munurinn? Varla halda
menn að fagleg vinnubrögð læknisins séu önnur á
stofu en á heilsugæslustöð?
Félag íslenskra heimilislækna kærði fyrir Sam-
keppnisstofnun þá mismunun að sérfræðingar í
heimilislækningum gætu ekki fengið samning við TR.
Urskurður stofnunarinnar var á þá leið að fjórir af
fimm nefndarmönnum töldu ekki ástæðu til að
aðhafast neitt en sá fimmti taldi að þetta væri
mismunun. Við áfrýjun málsins til áfrýjunarnefndar
samkeppnismála var þessi úrskurður staðfestur og
talið að heimilislæknar og aðrir sérgreinalæknar
störfuðu ekki á sama samkeppnismarkaði, þar sem
löggjafinn ætlaðist ekki til að aðrir sérgreinalæknar
væru að sinna því sem kallað er almennar lækningar.
Það liggur nú fyrir FÍH að taka ákvörðun um
viðbrögð við þessum úrskurði. Aðalfundir FÍH og
Læknafélags Islands hafa ályktað að æskilegt sé að til
séu mismunandi rekstrarform og að þeir styðji að
sérfræðingar í heimilislækningum eigi kost á
stofurekstri. Ríkisvaldið virðist ekki sama sinnis.
Skyldi eitthvað af vanda heilsugæslunnar tengjast
þessu?
786 Læknablaðið 2000/86