Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2000, Qupperneq 79

Læknablaðið - 15.11.2000, Qupperneq 79
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKLINGATRYGGING USTAHM'lt) í REYKJAVIK 31. mai'—J“ Ainl 1986 V Vilborg P. Hauksdóttir. það frekar. Þannig eru það þeir sem eru sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir sem ekki eru í eigu ríkisins sem er skylt að kaupa sér vá- tryggingu.“ Reglugerðir og kynning I ráðuneytinu hefur að undanförnu verið unnið hörðum höndum að því að semja tvær reglugerðir sem kveða nánar á um framkvæmd laganna. Annars vegar er það reglugerð samkvæmt 10. grein laganna sem undirrituð var 13. október síðastliðinn. Þar er meðal annars kveðið á um lágmark vátryggingar- fjárhæðar innan hvers árs og framkvæmd vá- tryggingarskyldu. Hins vegar er það reglugerð samvkæmt 14. grein laganna þar sem kveðið er á um starfsemi og málsmeðferð sjúklingatryggingar Trygg- ingastofnunar ríkisins. Auk þess er ráðuneytið að beita sér fyrir kynningu á lögunum. Því liggur beint við að spyrja næst um reglugerðirnar. „Eins og ég hef greint frá þá var fyrri reglugerðin undirrituð af ráðherra 13. október síðastliðinn en hún fjallar um vátryggingar þeirra sem veita heilbrigðis- þjónustu. Við undirbúning reglugerðarinnar var haft samband við þá aðila sem mest koma að framkvæmdinni, það er tryggingfélögin, og Lækna- félagið. Undirbúningur að síðari reglugerðinni um starfsemi og málsmeðferð Tryggingastofnunar ríkis- ins er hafinn en stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið í þessum mánuði. Reglugerðardrögin eru unnin í samvinnu við Tryggingastofnun þar sem mikilvægt er að stofnunin komi sínum sjónarmiðum að.“ Ábyrgð án sakar Hvernig ertt íslensku lögin samanborið við lög annarra landa? „Sjúklingatrygging er sérnorrænt fyrirbrigði. Það var alltaf ætlunin að við fylgdum fordæmi hinna Norðurlandanna enda hefur reynsla þeirra af sjúk- lingatryggingu verið mjög góð. Okkar lög eru um margt lík lögum á hinum Norðurlöndunum, einkum í Danmörku, en þó göngum við skrefi lengra en Danir og förum að ráði Finna og Svía með því að láta lögin einnig ná til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu, til dæmis sjálfstætt starfandi lækna. í Danmörku taka lögin aðeins til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Ég var í ágústmánuði síðastliðnum á ráðstefnu í Finn- landi þar sem sjúklingatrygging á Norðurlöndunum var kynnt því hún þykir mjög sérstök. Bretar hafa verið að velta sjúklingaryggingum fyrir sér en það mál er enn í skoðun hjá þeim. Bandaríkjamennirnir á ráðstefnunni sýndu sjúklingatryggingunni mikinn áhuga þrátt fyrir að kerfið hjá þeim sé gerólíkt norræna kerfinu. Þeir voru meðal annars að velta því fyrir sér hvort bótafjárhæðirnar væru ekki allt of lágar, en þá var þeim bent á að sjúklingar á Norðurlöndum þurfi ekki að leggja sérstaklega út fyrir kostnaði af sjúkrahúsþjónustu og annarri læknisþjónustu. Það skýrði ef til vill lægri bótafjárhæð. Reynsla Norðurlandanna hefur verið sú að dómsmálum hefur fækkað verulega enda er þetta greiðari leið fyrir sjúkling til að fá bætur. Ekki er verið að leita að sökudólgi samkvæmt lögunum þar sem þau ganga út frá ábyrgð án sakar. í Svíþjóð eru til að mynda aðeins 10-15 dómsmál á ári sem þeir telja mjög lítið. Umfjöllun um dómsmál er mjög neikvæð og sjúklingatrygging er því talin mun betri kostur. Með þessum lögum er tryggt að ef fólk á rétt á bótum geti það fengið þær án þess að þurfa að vera að togast á um þær fyrir dómstólum.“ Fylgjumst með reynslu hinna Norðurlandanna Nú hefur verið haft á orði að kröfum kunni að fjölga í kjölfar laganna. liver er þín skoðun á því? „Ég er ekki viss um að þeim fjölgi umfram það sem reiknað var með samkvæmt lögunum. Þetta er víðtækari trygging, mun víðtækari en sjúklinga- trygging samkvæmt Karvelslögunum sem gildir í dag, og auðveldara er að sækja rétt sinn heldur en ef fara þarf fyrir dómstóla. Það má vel vera að lögin verði til þess að fólk sendi frekar inn umsókn um bætur og láti reyna á þau. Við lítum talsvert til framkvæmdarinnar í Danmörku en þar er komin átta ára reynsla á lögin. Þar var þróunin sú að fyrstu árin voru umsóknir talsvert fleiri en afgreidd mál en eftir sex ár virðist vera komið á jafnvægi. Það kom líka í ljós að málum fjölgaði á hverju ári fyrstu fimm árin en nú virðist sem þeim sé hætt að fjölga. Við gerum ráð fyrir svipaðri þróun hér á landi. Danir gefa út ársskýrslur um framkvæmd laganna og þar eru birt ágrip úrskurða. Það tel ég mjög til fyrirmyndar og geri ráð fyrir að Tryggingastofnun ríkisins byggi ársskýrslu sína um Læknablaðið 2000/86 801
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.