Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2000, Qupperneq 80

Læknablaðið - 15.11.2000, Qupperneq 80
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKLINGATRYGGING sjúklingatryggingu, samkvæmt 17. gr. laganna, upp á svipaðan hátt. Eg reikna einnig með því að Trygg- ingastofnun og tryggingafélögin líti til framkvæmd- arinnar á hinum Norðurlöndunum, sérstaklega Dan- merkur, við framkvæmdina.“ Áttu von á því að lögin reynist fullnœgjandi? „Já, miðað við hvernig til hefur tekist á hinum Norðurlöndunum. I lögunum er ákvæði um að þau skuli endurskoðuð innan fjögurra ára og ef einhverjir hnökrar koma fram má lagfæra þá við það tækifæri. Auk þess er rétt að benda á að sjúklingur getur áfrýjað niðurstöðu Tryggingastofnunar til úrskurðar- nefndar almannatrygginga vegna umsókna sem berast stofnuninni. Þegar umsókn fer til tryggingafélags þá hefur tryggingafélagið ákveðið ferli eða kæruleið hjá sér. Tjónanefnd vátryggingafélaganna sem skipuð er fulltrúum frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga fjallar um ágreiningsmál. Sé fólk ekki sátt við þeirra niðurstöðu er hægt að leita til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem skipuð er fulltrúum frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, fjármálaeftir- litinu og Neytendasamtökunum.“ Lög um lyfjatjónstryggingu gætu fylgt í kjölfarið Hvað með undantekningar frá bótaábyrgð, svo sem í 3. grein þar sem segir að bœtur greiðist ekki ef rekja má tjón til eiginleika lyfs sem notað er við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð? „í því tilviki eru það lög um skaðsemiábyrgð sem gilda. Ef um tjón er að ræða vegna hættulegra eiginleika lyfs er það á ábyrgð framleiðanda. Hins vegar fellur röng lyfjagjöf undir sjúklingatrygg- inguna. Það gæti verið ástæða til að setja sérstök lög um lyfjatjónstryggingu eins og gert hefur verið í Danmörku og Finnlandi. Ráðherra hefur falið lögfræðiskrifstofu ráðuneytisins að kanna eða undirbúa slíka löggjöf og er það í skoðun núna. Þá ætti að vera öruggt að engin tjón féllu utan kerfa.“ Kostnaður við framkvæmd laganna Fjármálaráðuneytið metur kostnaðarauka ríkisins vegna setningar laganna 100-220 milljónir á ári, heldur þú að það sé raunhœft? „Mér þykir þetta frekar há tala. Séu tölur frá hinum Norðurlöndunum skoðaðar sést að þessi trygging fer mjög hægt af stað. Fyrstu fimm til sjö árin er þessi tala áreiðanlega ekki raunhæf og þegar jafnvægi verður komið á er talan einnig í hærri kantinum að mínu mati. Þess ber að geta að hér á landi er fimm milljón króna þak á bótunum, sem er ekki á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar gerir Fjármálaráðuneytið ráð fyrir að aukakostnaður hjá Tryggingastofnun sé um fjórar milljónir og það held ég að sé nærri lagi. Þar er fyrir hendi ákveðin þekking og reynsla sem hægt er að byggja á, þeir eru einnig með greiðslukerfi og tölvukerfi. Við undirbúning laganna kom fram að Tryggingastofnun hafði áhuga á því að sjúklingtrygging yrði þar áfram. Þó þetta sé ekki hefðbundið hlutverk Tryggingastofnunar þá er hún vel í stakk búin til að taka við því að mínu mati. Kostnaðurinn verður vonandi minni en áætlanir segja til um en samt er það alveg rétt að þetta er dýr trygging og það er talið réttlætanlegt til að ná fram þeirri réttarbót sem sjúklingum er veitt með lögunum." Hvað með kostnaðarauka sjálfstœtt starfandi lœkna? „Þeir eru flestir með tryggingu nú þegar og ég veit ekki betur en gert sé ráð fyrir þeim útgjaldalið í samningum þeirra við Tryggingastofnun. Eftir þeim upplýsingum sem við fengum frá tryggingafélögum ætti þessi lagasetning ekki að leiða til mikillar aukningar á kostnaði. En við eigum eftir að sjá hvernig það verður.“ Undarlega hljótt um lögin Hvernig verðttr eftirliti með tryggingaskyldunni háttað? „í lögunum segir að binda megi starfsleyfi stofnana og heimild heilbrigðisstétta til að starfa sjálfstætt því að vátryggingarskyldu samkvæmt lögunum sé fullnægt. Ennfremur er heimilt samkvæmt reglugerðinni, sem undirrituð var 13. október síðastliðinn, að stöðva greiðslur Trygginga- stofnunar ríkisins til þeirra sem fá greiðslur á grundvelli samnings við stofnunina. í þessu felst töluvert eftirlit. Nú, þá er sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmönnum, þar á meðal læknum, skylt að senda Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu eigi síðar en 31. desember næstkomandi, staðfestingu á að þeir hafi í gildi vátryggingu, sem uppfyllir skilyrði laganna. Um leið og trygging hefur verið keypt ætti einnig að vera auðveldara að fylgjast með að vátryggingarskyldunni sé fullnægt því tryggingafélagi er skylt að tilkynna Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu ef trygging fellur úr gildi. Mér hefur fundist undarlega hljótt um þessi lög. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem eru sjálfstætt starf- andi þurfa að kaupa sér tryggingu fyrir 1. janúar 2001. Það er því brýnt að þeir fari að huga að sínum málum. Það er sérkennilegt að þessi lög skuli ekki hafa fengið mikla umfjöllum því þau eru svo ótvíræð réttarbót fyrir sjúklinga. Tryggingastofnun kemur til með að sjá um kynningu á lögunum fyrir almenning og þeirri kynningu þarf að hrinda sem fyrst af stað. Þar fyrir utan þarf að vera búið að útbúa umsóknareyðublöð því frá og með áramótum verður að vera hægt að leggja inn umsóknir um bætur samkvæmt lögunum.“ -aób 802 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.