Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / OFFITA Óverulegar breytingar hafa átt sér stað á neyslu orku og orkuefna á tímabilinu samkvæmt niðurstöð- um fæðuframboðsins. Alyktanir: Ofþyngd og offita hafa aukist umtals- vert meðal miðaldra Reykvíkinga á árunum 1975- 1994 og er aukningin sambærileg við það sem átt hefur sér stað víða á Vesturlöndum undanfarið. Brýnt er að bregðast við þessum vanda með því að hvetja til heilbrigðari lífshátta, bæði hvað mataræði og hreyfingu varðar. Tafla I. Fjöldi þátttakenda í þessari rannsókn eftir aldri, kyni og skoöunartíma. Rannsókn Skoðunarár 45-54 ára 55-64 ára Karlar Hóprannsókn III 1975-1977 701 708 Hóprannsókn IV 1979-1981 761 321 MONICA 1 1983 119 107 Hóprannsókn V 1985-1987 237 647 MONICA II 1988-1989 119 102 MONICA III 1993-1994 125 120 Konur Hóprannsókn III 1977-1979 683 977 Hóprannsókn IV og MONICA 1 1981-1984 943 571 Hóprannsókn V og MONICA II 1987-1991 218' 904 MONICA III 1993-1994 123 110 * Tímabil 1987-1989. Tafla II. Meöalhæö og 95% öryggisbil (Cl) á hverju tímabili eftir aldri og kyni. 45-54 ára 55-64 ára Skoóunarár Meóaltal 95% Cl Meóaltal 95% Cl Karlar 1975-1977 176,9 176,5-177,4 174,9 174,4-175,3 1979-1981 178,7 178,3-179,1 176,6 175,9-177,3 1983 179,2 178,0-180,4 175,4 174,3-176,5 1985-1987 179,1 178,3-179,8 177,0 176,6-177,5 1988-1989 179,5 178,3-180,6 177,1 176,0-178,3 1993-1994 179,2 178,0-180,3 177,7 176,5-178,9 Konur 1977-1979 164,6 164,2-165,0 162,3 161,9-162,6 1981-1984 165,0 164,7-165,4 163,2 162,7-163,6 1987-1991 165,9' 165,2-166,6 163,8 163,5-164,2 1993-1994 167,0 165,9-168,1 163,9 162,9-164,9 * Tímabil 1987-1989. Tafla III. Meðalþyngd og 95% öryggisbii (Cl) á hverju tímabiti eftir aldri og kyni. 45-54 ára 55-64 ára Skoóunarár Meóaltal 95% Cl Meöaltal 95% Cl Karlar 1975-1977 81,2 80,3-82,1 79,2 78,2-80,1 1979-1981 82,4 81,6-83,2 80,9 79,6-82,2 1983 83,9 81,5-86,3 80,6 78,3-82,9 1985-1987 84,2 82,6-85,9 82,9 82,0-83,8 1988-1989 85,1 82,8-87,4 83,8 81,1-86,6 1993-1994 87,6 84,9-90,4 85,2 82,9-87,5 Konur 1977-1979 66,7 65,9-67,5 65,8 65,1-66,5 1981-1984 68,4 67,7-69,2 68,1 67,1-69,1 1987-1991 72,1' 70,4-73,8 70,9 70,1-71,8 1993-1994 73,4 70,7-76,1 73,4 70,9-75,9 * Tímabil 1987-1989. Inngangur Síðustu áratugi hafa ofþyngd og offita aukist víða um heim bæði meðal barna og fullorðinna. í nýlegri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er offitu lýst sem faraldri, ekki bara á Vesturlöndum, heldur einnig víða í þróunarlöndum (1). Brýnt er að fylgjast með þróun ofþyngdar og offitu meðal þjóðarinnar þar sem offita hefur mikil áhrif á heilsu en hún er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, full- orðinssykursýki og fleiri sjúkdóma (2-8). Hjartavernd hefur safnað gögnum um hæð og þyngd íslendinga allt frá árinu 1967, bæði í hóp- rannsókn Hjartaverndar og í MONICA rannsókn- inni sem er fjölþjóðleg rannsókn. ítarlegar skýrslur hafa verið birtar um hæð, þyngd og Broca líkams- þyngdarstuðul fyrir fyrstu áfanga hóprannsóknar- innar frá árunum 1967-1968 (9,10). I rannsókn þessari, sem byggir á ofangreindum gögnum Hjartaverndar, er lýst þróun ofþyngdar og offitu meðal 45-64 ára Reykvíkinga á árunum 1975- 1994 miðað við viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar fyrir ofþyngd og offitu (1). Einnig eru breytingar á holdafari bornar saman við þær breyt- ingar sem átt hafa sér stað á mataræði þjóðarinnar á tímabilinu. Efniviður og aðferðir Til að kanna þróun ofþyngdar og offitu á tímabilinu 1975-1994 voru notuð gögn úr áfanga III-V í hóp- rannsókn Hjartaverndar og Reykjavíkurhluta MONICA rannsóknarinnar, áfanga I-III (tafla I). f þessari rannsókn er einungis stuðst við fyrstu komu hvers einstaklings. Hóprannsókn Hjartaverndar er ferilrannsókn sem fram fór á Reykjavíkursvæðinu 1967-1997. Ná- kvæm lýsing á skipulagi rannsóknarinnar, vali úrtaks, þátttöku og framkvæmd hefur þegar verið birt í skýrslum Hjartaverndar (11,12), en þátttaka var um það bil 70% (13). MONICA rannsóknin er fjölþjóð- leg rannsókn sem fram fór í 41 rannsóknastöð í 28 löndum 1983-1994 (14). Skoðaðar voru breytingar á hæð, þyngd og líkamsþyngdarstuðli (body mass index, BMI) með tilliti til tíma og fyrir fastan aldur. Tímanum frá 1975- 1994 er skipt upp í tímabil sem skilgreind eru út frá áfangaskiptingum í Hjartaverndargögnunum. Aldurshópurinn 45-64 ára var valinn til skoðunar þar sem einstaklingar á þessum aldri koma fyrir á flestum tímabilunum. Þessum aldurshóp var síðan skipt upp í tvo undirhópa, 45-54 og 55-64 ára. Skoð- unartímabil fyrir karla voru sex en einungis fjögur hjá konunum þar sem tveir áfangar hóprannsóknar og MONICA rannsóknarinnar fóru fram á sama tíma hjá konunum. Rannsóknartímabil karla var samtals 19 ár en 16 ár hjá konum. Mælingar: Hæð og þyngd voru mæld með löggiltum hæðarmæli og vog. Þátttakendur voru 700 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.