Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / MIÐLUN ÞEKKINGAR Spurning er hvort hægt hefði verið að hraða þessu ferli enn frekar með markvissari innlendri frétta- miðlun og frumkvæði að gerð vinnureglna. Inngangur Það er áhugavert og gagnlegt að vita eftir hvaða leið- um læknar öðlast vitneskju um nýjungar í greininni, og ekki síður hvernig til tekst að láta nýja þekkingu leiða til nýrra vinnubragða og bættrar meðferðar. í erlendum fagritum er nokkuð fjallað um dreifingu þekkingar (1,2) en nú býðst einstakt tækifæri til þess að rannsaka þetta í okkar umhverfi. Þar er átt við þær byltingarkenndu breytingar sem orðið hafa á allri vinnu með sjúkdóma í efra meltingarvegi á árunum eftir 1983, þær virðast kjörnar til þess að rannsaka hvernig mikilvægar fréttir berast. A árunum 1983-1984 vöktu Astralirnir Warren og Marshall athygli á tilvist bakteríu, sem nú er nefnd Helicobacter pylori (H. pylori), í slímhúð meltingar- færa og settu fram hugmyndir um samhengi milli H. pylori og langvarandi magabólgu og maga- og skeifu- garnarsára (3,4). Menn voru gagnrýnir á þessar hug- myndir í byrjun, en næstu ár kom svo hver rannsókn- in eftir aðra sem studdi þær. Umfjöllun og áhugi óx er leið á níunda áratuginn, flestar rannsóknir studdu tilgátu Ástralanna og æ fleiri tóku að hallast að henni (5,6). Hérlendis birtist fyrsta fræðigreinin um H. pylori 1988 og þar var staðhæft að sýkillinn fullnægði skil- yrðum Kochs sem valdur að viðvarandi magabólgu, það er alltaf til staðar í sjúkdómnum, hægt væri að rækta sýkilinn utan hýsilsins og hægt að framkalla sjúkdóminn með því að flytja H. pylori í nýjan hýsil (7). Á tæpum áratug varð H. pylori almennt viður- kenndur orsakaþáttur sýrusára og langvarandi maga- bólgu (5). Þróuð var eins til tveggja vikna lyfjameð- ferð, sem reyndist oftast bæta varanlega sjúkdóma, sem áður urðu í mörgum tilfellum afar langvinnir og komu endurtekið. Þarna var brotið blað í sögu melt- ingarfæralækninga. Umræðan hefur í framhaldinu snúist um hagstæð- ustu greiningaraðferð og lyfjameðferð (8-10), um þátt H. pylori í magakrabbameini (11,12), vélinda- bólgu (13), starfrænum meltingaróþægindum án sárs (14,15), kviðverkjum íbörnum (16), hverja á að rann- saka og hverja á að setja á meðferð (17) og hvaða vinnureglum eigi að fylgja (18-21). Lífleg umræða er áfram um þessi mál í læknaritum. Tilgangur höfunda var að kanna þekkingu og skoðanir lækna á sambandi H. pylori við sýrusár og fleiri meltingarfærasjúkdóma, hvenær og hvaðan þeir fréttu þetta og hve lengi þeir voru að koma nýju þekkingunni í gagnið í starfi sínu. Við gerðum H. pylori-fréttina þannig að tæki okkar til þess að meta útbreiðslu og áhrif þýðingarmikillar læknisfræðilegr- ar nýjungar. Rannsókn þessi var unnin með sama hætti í Danmörku (22), Finnlandi (23), Noregi (24), Svíþjóð (25) og á Islandi, og samanburðarrannsóknin hefur birst í alþjóðlegu læknariti (26). Það sem hér birtist er íslenski hlutinn af rannsókninni. Efniviður og aðferðir Könnun var gerð með spurningalista, sem höfundar bjuggu til, reyndu á nokkrum starfsfélögum og endurbættu síðan á árinu 1996. Spurningalisti fyrir heimilis- og heilsugæslulækna og spurningalisti fyrir sérgreinalækna voru hafðir eins nema þar sem spurt var um vinnulag þannig að ekki gat átt við báða hópa (tilvísanir, speglanir). Fyrstu spurningarnar vörðuðu aldur, kyn, sérgrein og vinnustað. Aðalefni listans voru svo spurningar um H. pylori og voru eftirtalin atriði höfð í brennideplinum: Hvenær og hvaðan tíð- indin um II. pylori bárust; hvaða greiningaraðferðir voru notaðar og taldar æskilegar, fyrir sár og fyrir H. py/or/'-sýkingu; hvaða meðferð var valin við melt- ingarfærasjúkdómum með og án H. py/ori-sýkingar, notkun sýklalyfja þar, hvenær hún var hafin; hvert álit læknisins var á orsakasambandi við tiltekna sjúk- dóma og loks hvort vinnureglur væru til. í lokin var svaranda gefið færi á athugasemdum. Áformið var að senda lista til 200 heimilislækna og 200 meltingarfærasérfræðinga í hverju landi, en mannfæð í stéttinni útilokaði það hér á landi. Skrá Læknafélags Islands yfir starfandi lækna í landinu var notuð. Allir heimilis- og heilsugæslulæknar á landinu fengu spurningalista, en af sérgreinalæknum fengu hann allir meltingarfærasérfræðingar, skurðlæknar aðrir en lýta- og bæklunarlæknar og allir barnalækn- ar. Spurningalistarnir voru sendir út í ársbyrjun 1997 og tveimur mánuðum síðar var sent bréf til þess að minna seina útfyllendur á. Sent var til 159 heimilis- lækna og 110 sérgreinalækna. Svör voru að berast fram í maí. Tölfræðileg úrvinnsla var tölvuunnin í forritinu EPIINFO, gerð 6.04 (27). Vorið 1997 voru einnig tekin viðtöl við fimm lækna sem tengdust allir náið vinnu með H. pylori eða sátu í lykilstöðum varðandi þá vinnu. Á hinum Norðurlöndunum voru tekin viðtöl með sama formi, það er með hálfstöðluðum spurningalista (28). Spurt var um skoðanir viðmælenda á því hvernig og hvenær vitneskja um II. pylori hefði borist stéttinni, hvort sá fróðleikur barst eftir virkustu leiðum eða hvort aðrar væru vænlegri til fróðleiksmiðlunar. Einnig var spurt um skoðanir á samræmdum vinnureglum fyrir vandamálið, ásamt áliti á letjandi og hvetjandi þátt- um fyrir það að koma á slíkum vinnureglum. Niðurstöður Svörun varð 174 útfylltir listar af 269 sendum, en misvandlega útfylltir. Til úrvinnslu var tekið 171 svar eða 63,6% af útsendum listum. Þar af svöruðu 107 heimilislæknar (67,3%) og 64 sérgreinalæknar (58,2%). Brottfall var athugað að því er varðaði kyn 708 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.